Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
Kem nokkuð reglulega inn en langt síðan þaður hefur séð svona mikið ólesið :) jákvæð þróun hér.. takk þið sem eruð að setja inn þræði
- Viðhengi
-
- Screenshot_20211205-140317_Chrome.jpg (337.41 KiB) Viewed 5395 times
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
Maður er svo mikill íhalds maður, allt var betra í gamla daga, ég set inn á Facebook síðuna mína, á hilux spjall í bretlandi og hérna inn og það er bara gaman að því, hef mjög gaman að því að lesa og bregðast við því sem aðrir setja inn.
Einhvernveginn er það þannig fyrir mínum sjónum að það sem ég les hér get ég munað, og fundið aftur þó líði ár á milli. En á facebook á ég gjarnan í vandræðum með að finna sömu hluti og ég skoðaði fyrr sama dag..
Áfram jeppa spjall og þesskonar bílamenningasetur :)
Einhvernveginn er það þannig fyrir mínum sjónum að það sem ég les hér get ég munað, og fundið aftur þó líði ár á milli. En á facebook á ég gjarnan í vandræðum með að finna sömu hluti og ég skoðaði fyrr sama dag..
Áfram jeppa spjall og þesskonar bílamenningasetur :)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
þessi gömlu spjallborð hafa algjöra yfirburði þegar það kemur að upplýsingamiðlun á milli manna,
fyrir utan hvað það er gaman að hafa eitthvað til að skoða
fyrir utan hvað það er gaman að hafa eitthvað til að skoða
1996 Dodge Ram. 38" eilífðarverkefni
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
1996 Dodge Ram 38"
2000 Gmc sierra
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
Já er sammála ykkur með að finna aftur að þá er Jeppaspjallið svo miklu betri en meta ( facebook) #ÁframJeppasjallið :)
Re: Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
Sammála að jeppaspjallið er svo miklu betri vettvangur en Facebook. Því miður er það þó þannig að það eru ekki nema kannski svona 10-20 notendur sem virkilega halda spjallinu á floti (ég er því miður ekki einn af þeim). Þetta er mikil fækkun frá því að ég byrjaði að fylgjast með og kommenta hér fyrir ca 10 árum.
Sjálfur er ég ekki sá öflugasti í viðgerðum/breytingum og mikið af mínu brasi er meira af vilja en mætti. Samt hef ég nú þorað að setja inn megnið af mínu brasi og amatöra hugmyndum. Það sem er gott hér er að ég hef aldrei fengið neitt nema góð ráð og hvatningu sem er ekki sjálfgefið á FB því þar eru oft miklir spaugarar sem hjálpa ekki neitt með kaldhæðni og neikvæðni.
Þannig að ég hvet alla, sérstaklega þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti að spyrja hér og setja inn þræði um jeppana sína, sigra og sorgir. Það er bara jákvætt að sjá svoleiðis. Það þurfa ekki allir þræðir að vera uppfullir af þrívíddarteikningum af milliplötum eða suðum sem hægt er að spegla sig í, þó að svoleiðis sé vissulega fróðlegt líka.
Kv. Muggur
Sjálfur er ég ekki sá öflugasti í viðgerðum/breytingum og mikið af mínu brasi er meira af vilja en mætti. Samt hef ég nú þorað að setja inn megnið af mínu brasi og amatöra hugmyndum. Það sem er gott hér er að ég hef aldrei fengið neitt nema góð ráð og hvatningu sem er ekki sjálfgefið á FB því þar eru oft miklir spaugarar sem hjálpa ekki neitt með kaldhæðni og neikvæðni.
Þannig að ég hvet alla, sérstaklega þá sem eru að stíga sín fyrstu skref í þessu sporti að spyrja hér og setja inn þræði um jeppana sína, sigra og sorgir. Það er bara jákvætt að sjá svoleiðis. Það þurfa ekki allir þræðir að vera uppfullir af þrívíddarteikningum af milliplötum eða suðum sem hægt er að spegla sig í, þó að svoleiðis sé vissulega fróðlegt líka.
Kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Bullandi líf á Jeppaspjallinu :)
Ég er alveg sammála ykkur með þetta, er reyndar ekki alveg dómbær á Facebook afþví þar er ég ekki, en þessi vettvangur hér hefur borið gæfu til að vera frekar fordómalaus og jafnframt upplýsandi og upplífgandi almennt án þess að fara í einhvert bremsulaust bull.
Ætli maður setji sér ekki bara áramótaheit að gera sitt til að halda honum á lífi :-)
Kv
Grímur
Ætli maður setji sér ekki bara áramótaheit að gera sitt til að halda honum á lífi :-)
Kv
Grímur
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur