Góð daginn,
Hvert er best að fara og láta hreinsa olíutank?
Held að ég sé að lenda í veseni með grugguga dísel olíu, hvort sem það sé einhver myglumyndun í dísel eða einhver annar óþveri.
Hreinsa olíutank
Re: Hreinsa olíutank
Sæll, þú ert líklega að tala um bakteríur sem eru byrjaðar að mynda svarta slikju og sést vel á eldsneytissíunni ef hún er opnuð.
https://ecomar.is/dieselpower-biocontrol-25-ltr-571257
Þetta notum við á skipum til að drepa niður slíkar myndanir og fyrirbyggja að það blossi upp aftur, veit ekki til þess að það sé hægt að fá þetta í minni einingum.
https://ecomar.is/dieselpower-biocontrol-25-ltr-571257
Þetta notum við á skipum til að drepa niður slíkar myndanir og fyrirbyggja að það blossi upp aftur, veit ekki til þess að það sé hægt að fá þetta í minni einingum.
LC 120, 2004
-
- Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Hreinsa olíutank
Umboðsmenn allra olíufélaga munu geta reddað þessu efni í hæfilegu magni, annars fyrirtæki eins og Kemi, Poulsen og fleiri. Þetta heitir sveppaeyðir eða gróðureyðir. Væntanlega eru bifreiðaverkstæði líka með það.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 23
- Skráður: 12.feb 2012, 19:33
- Fullt nafn: Þórmundur Sigurbjarnason
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Hreinsa olíutank
Raggi B. wrote:Sæll, þú ert líklega að tala um bakteríur sem eru byrjaðar að mynda svarta slikju og sést vel á eldsneytissíunni ef hún er opnuð.
https://ecomar.is/dieselpower-biocontrol-25-ltr-571257
Þetta notum við á skipum til að drepa niður slíkar myndanir og fyrirbyggja að það blossi upp aftur, veit ekki til þess að það sé hægt að fá þetta í minni einingum.
Akkúrat, takk fyrir þetta. Ég prófa að leita eftir svipuðu efni.
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hreinsa olíutank
Þú ert væntanlega kominn með virkan sýkil í olíuna.
Þetta er svona dökkbrún drulla, sem stíflar allar síur strax og getur skemmt bæði olíuverk og spíssa.
Þessi sýkill er í olíunni, en er í dvala við eðlilegt ástand.
Hann vaknar til lífsins, ef að rakainnihald verður of mikið.
Hann lifir í skilunum á milli vatns/sjós og olíu og breytist í hlaupkenda leðju.
Það þarf að byrja á því að tappa undan tanknum og losna við vatnið.
Síðan þarf að eitra. Og þá kemur sýkillinn, sem eftir er, eins og riðflögur í síuna.
Öll olíufélögin eru með þetta eitur, og er það selt í líters brúsum.
Það er mismunandi hvað það þarf að nota mikið, en það eru bara einhverjir tappar í svona bílatanka.
Það er ýmist 1 líter í 10.000 eða 20.000 lítra af olíu.
Þetta er svona dökkbrún drulla, sem stíflar allar síur strax og getur skemmt bæði olíuverk og spíssa.
Þessi sýkill er í olíunni, en er í dvala við eðlilegt ástand.
Hann vaknar til lífsins, ef að rakainnihald verður of mikið.
Hann lifir í skilunum á milli vatns/sjós og olíu og breytist í hlaupkenda leðju.
Það þarf að byrja á því að tappa undan tanknum og losna við vatnið.
Síðan þarf að eitra. Og þá kemur sýkillinn, sem eftir er, eins og riðflögur í síuna.
Öll olíufélögin eru með þetta eitur, og er það selt í líters brúsum.
Það er mismunandi hvað það þarf að nota mikið, en það eru bara einhverjir tappar í svona bílatanka.
Það er ýmist 1 líter í 10.000 eða 20.000 lítra af olíu.
Fer það á þrjóskunni
Re: Hreinsa olíutank
https://www.belladd.dk/da/produkter/bel ... etail.html
Svo er hægt að nota þetta til að fyrir byggja þetta selt á Max1/Vélaland það er til fullt af góðum efnum frá þessu sem virka vel.
Svo er hægt að nota þetta til að fyrir byggja þetta selt á Max1/Vélaland það er til fullt af góðum efnum frá þessu sem virka vel.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Hreinsa olíutank
http://www.jeppafelgur.is/
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur