Dekkja pælingar.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 13.sep 2020, 15:13

Jæja nú er ég í þeirri leiðinda stöðu að tvö af 41" Iroc dekkjunum mínum eru orðin sprungin á hliðunum og ég er svona að melta hvað ég eigi að gera í þessu, kann rosalega vel við að keyra á þessum dekkjum en er alveg að skoða líka að fara í eitthvað annað svo mig langaði að forvitnast hvort einhver vissi hvaða tegundir eru í boði af 38-40" fyrir 16" felgur og hverjir eru að selja ný dekk í þessum stærðarflokki
Mbk
Gæi


Dodge Ram 1500/2500-40"


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Axel Jóhann » 14.sep 2020, 21:56

Ef ég væri þú þá myndi ég fara beint í Toyo, þau eru til í 38 fyrir 16" felgur og henta vel undir þyngri bíla, þau eru albestu jeppadekk sem ég hef keyrt á persónulega.


Ég var að skoða þetta um daginn og fann einhverstaðar lygilega gott verð á 38" dekkjum úti, toyo þaes fyrir 16" felgur.


Enn gallinn í dag er að það er eiginlega bara orðið úrval af jeppadekkjum fyrir 17 og 20" felgur
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 14.sep 2020, 22:31

Ég er einmitt með toyo undir bílnum eins og er, 385/70-16, þetta er reyndar mjög slitin dekk en ég tek undir að það er gott að keyra á þeim en þau eru etv í minni kantinum undir Raminn finnst mér.
Þetta er reyndar alveg að verða spursmál að fara í 17" felgur upp á úrval af dekkjum.

Vita menn hvort einhver hér á landi er að selja dekk frá Interco ?

Mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Axel Jóhann » 14.sep 2020, 22:43

Toyo eru svo til í 40" líka fyrir 17" felgur
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"

User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá jeepcj7 » 14.sep 2020, 23:50

N1 hefur verið með interco
Heilagur Henry rúlar öllu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 15.sep 2020, 10:29

Axel Jóhann wrote:Toyo eru svo til í 40" líka fyrir 17" felgur

Ef 40" Toyo væru til fyrir 16" felgur væri valið sennilega einfalt því þau er á fínu verði.
Nú hef ég bara keyrt á þessum toyo á auðu og líkar það vel en hvernig eru þau í hálku og snjó ? Það er mikið atriði fyrir mig þar sem ég bý fyrir norðan.
Ég var td með M.T. ATZ 38" undir Raminum og þó þau væru micro skorin þá voru þau voðalegir skautar í hálku og mikill munur að skipta yfir í Iroc dekkin hvað grip í hálku varðar.

Kíkti inn á heimasíðuna hjá N1 en fann ekkert af þessum interco dekkjum þar :-(
Mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


juddi
Innlegg: 1243
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá juddi » 15.sep 2020, 11:19

N1 eru hættir með Interco dekkin
Síðast breytt af juddi þann 17.sep 2020, 23:36, breytt 1 sinni samtals.
Daggi S:6632123 snurfus@snurfus.is


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 15.sep 2020, 12:00

juddi wrote:M1 eru hættir með Interco dekkin

Það skýrir af hverju ég fann ekkert hjá þeim :-/
Dodge Ram 1500/2500-40"


Kalli
Innlegg: 413
Skráður: 27.júl 2010, 18:28
Fullt nafn: Karl Guð
Bíltegund: Cherokee 2007

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Kalli » 20.sep 2020, 13:07



Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 20.sep 2020, 17:58

Já ég var búinn að rekast á þessi þegar ég var að leita á síðunni þessum interco dekkjum á N1 síðunni.
Ætli maður verði ekki að fara að kyngja því að fá sér 17" felgur og annað hvort 40" cooper eða toyo, en ég hefði alveg verið til í trxus mt eða maxxis creapy crowler 38.5 ef einhver hefði verið svo vænn að selja það hér á landi :-/

Hef nú ekki spáð mikið í það en ætli það sé ekki frekar glóru lítið að fara að flytja inn einn svona dekkjagang sjálfur ??
Mbk
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Óskar - Einfari
Innlegg: 690
Skráður: 01.feb 2010, 08:29
Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
Bíltegund: Toyota
Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
Hafa samband:

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Óskar - Einfari » 20.sep 2020, 21:52

Afhverju ætli N1 sé hætt með Interco....... kanski ekkert bestu dekk í heimi en langt, langt því frá að vera það versta sem er í boði. Margir búnir að nota Irok, TrXus, SuperSwamper, Bogger t.d. og margir ánægðir...
Toyota Hilux 2007 3.0 D-4D sjálfskiptur 38" breyttur

https://www.instagram.com/oskar.andri/


bjornod
Innlegg: 730
Skráður: 01.feb 2010, 17:54
Fullt nafn: Björn Oddsson
Bíltegund: Trooper

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá bjornod » 20.sep 2020, 22:41

petrolhead wrote:
Axel Jóhann wrote:Toyo eru svo til í 40" líka fyrir 17" felgur

Ef 40" Toyo væru til fyrir 16" felgur væri valið sennilega einfalt því þau er á fínu verði.
Nú hef ég bara keyrt á þessum toyo á auðu og líkar það vel en hvernig eru þau í hálku og snjó ? Það er mikið atriði fyrir mig þar sem ég bý fyrir norðan.
Ég var td með M.T. ATZ 38" undir Raminum og þó þau væru micro skorin þá voru þau voðalegir skautar í hálku og mikill munur að skipta yfir í Iroc dekkin hvað grip í hálku varðar.

Kíkti inn á heimasíðuna hjá N1 en fann ekkert af þessum interco dekkjum þar :-(
Mbk
Gæi



Sæll,

Keyrði allan síðasta vetur á ónegldum Toyo Open Country M/T 385/70R16 undir Lc 100. Bíllinn stóð eins og klettur í öllum færum, snjó, hálku og slabbi.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá svarti sambo » 20.sep 2020, 22:54

Getur kannað Þetta.

Er með nokkur dekk til sölu sem mætti alveg nota eh áfram
315/75 R16 (35") 25,000kr Stk
385/70 R16 (38") Toyjo 25,000kr Stk
46" mt dekk frá 5,000 - 25,000 Stk
Eru staðsett í Skútuvogi 4 og hægt að skoða á milli 08:00-16:00 á virkum dögum...
Uppl í S 8960567 Árni
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá íbbi » 20.sep 2020, 23:16

svarti sambo wrote:Getur kannað Þetta.

Er með nokkur dekk til sölu sem mætti alveg nota eh áfram
315/75 R16 (35") 25,000kr Stk
385/70 R16 (38") Toyjo 25,000kr Stk
46" mt dekk frá 5,000 - 25,000 Stk
Eru staðsett í Skútuvogi 4 og hægt að skoða á milli 08:00-16:00 á virkum dögum...
Uppl í S 8960567 Árni


þetta er gríðarlegt magn af 46"
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 21.sep 2020, 00:14

íbbi wrote:
þetta er gríðarlegt magn af 46"


Er þetta eitthvað hint hjá ykkur Ívar og Elías með 46" :-D ???

En Axel, gott að vita af því að Toyo séu góð í hálku, varstu með þau microskorin
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá íbbi » 21.sep 2020, 00:57

Já, held að þú ættir að skella þér á 46"

Ferð nú ekki að láta draga þig upp af toyotu aftur
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 21.sep 2020, 13:02

Úfff Ívar, nú settirðu pressu á mig. Langar ekki að upplifa það aftur að vera dreginn upp af LC en freistar mín kannski ekki mikið heldur að keyra á 46"....svo það er úr vöndu að ráða :-O
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá svarti sambo » 21.sep 2020, 19:54

petrolhead wrote:Úfff Ívar, nú settirðu pressu á mig. Langar ekki að upplifa það aftur að vera dreginn upp af LC en freistar mín kannski ekki mikið heldur að keyra á 46"....svo það er úr vöndu að ráða :-O


Þá þarft þú ekki að fara á 17" felgur og getur verið á vörubíladekkjum á malbikinu. :-)
Fer það á þrjóskunni

User avatar

íbbi
Innlegg: 1458
Skráður: 02.feb 2012, 04:02
Fullt nafn: ívar markússon

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá íbbi » 21.sep 2020, 22:08

það er nú gömul og viðurkennd aðferð í þessu sporti að fara langa og kostnaðarsama leið. til að losna við að fara leið sem hefði þegar uppi er staðið, verið bæði ódýrari og minna bras
1996 Dodge Ram. 38" á breitingaskeiðinu
2004 Ford F150 .
1991. Toyota 4Runner 44" einnig á breytingaskeiðinu.

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá svarti sambo » 21.sep 2020, 22:20

Getur kannað þetta:

Ævar ÁsgeirssonBreyttir jeppar. Allt sem tengist þeim Ts eða kaups.
1 klst. ·
Til sölu 17tommu felgur 13 tommu breiðar 8x165 fimm ára gamlar þarf að mála. Verð 50þús
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 21.sep 2020, 22:47

Já þetta er akkúrat það sem mig vantar, og damn, verð að bíða eftir samþykki þarna því ég er ekki búinn að gerast meðlimur :-(
Og takk fyrir ábendinguna Elías.
Dodge Ram 1500/2500-40"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 24.sep 2020, 10:42

Ég varð of seinn að ná þessum felgum, voru farnar þegar ég náði sambandi við seljandann en á sömu síðu fann ég gang af 17x9 felgum sem ég verzlaði svo það bíður breikkunar verkefni eftir manni þegar maður kemur í land, en þetta þokast alltaf í áttina :-)
Dodge Ram 1500/2500-40"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 24.sep 2020, 10:52

Óskar - Einfari wrote:Afhverju ætli N1 sé hætt með Interco....... kanski ekkert bestu dekk í heimi en langt, langt því frá að vera það versta sem er í boði. Margir búnir að nota Irok, TrXus, SuperSwamper, Bogger t.d. og margir ánægðir...


Já, væri gaman að vita það, kannski of lítil sala til að þeim hafi fundist það borga sig að standa í þessu ?
En það er gott úrval hjá Interco og flestar gerðir af dekkjum til fyrir margar felgustærðir.
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

Startarinn
Innlegg: 1157
Skráður: 01.aug 2010, 12:02
Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
Bíltegund: Nissan Patrol '98

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Startarinn » 14.okt 2020, 23:08

petrolhead wrote:Ég varð of seinn að ná þessum felgum, voru farnar þegar ég náði sambandi við seljandann en á sömu síðu fann ég gang af 17x9 felgum sem ég verzlaði svo það bíður breikkunar verkefni eftir manni þegar maður kemur í land, en þetta þokast alltaf í áttina :-)


Er Jónbi þá kominn á Standby?
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá jongud » 15.okt 2020, 08:25

Ég var með 16" felgur undir Tacomunni, en er núna að selja þær af því að þær eru bara 10-tommu breiðar og úrvalið af 16-tommu dekkjum er ekki mikið. Til bráðabirgða er ég nú með 37x12,5 á 17x9 felgum (gætu nýst sem sumardekk) en ég býst við að ég endi í 40-42 tommu dekkjum á 17 tommu felgum


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 15.okt 2020, 16:39

Startarinn wrote:
Er Jónbi þá kominn á Standby?

Já nú verður hann dreginn fram úr fylgsni sínu og látinn í verkefni, verst að hann verslaði sér bara rennibekk um daginn en ekki vals :-D
Dodge Ram 1500/2500-40"


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 15.okt 2020, 21:05

Nú er ég búinn að skoða og spá og spuggulera mig í nokkra hringi í þessum dekkjamálum og er svona eiginlega um það bil sirka nokkurveginn hér um bil alveg kominn á þá niðurstöðu það fara í 40" cooper, finnst munstrið í þeim meira "vetrar" en Toyo...en þau eru á móti sennilega ekki eins dásamlega hljóðlát og Toyo.

og þar sem þessi þráður er nú vita myndalaus þá er ekki úr vegi að henda inn myndum af þessum tveim gerðum að dekkjum

MBK
Gæi
Viðhengi
toyo-40x13.5r17.png
toyo-40x13.5r17.png (112.42 KiB) Viewed 18883 times
cooper sst.jpg
cooper sst.jpg (38.74 KiB) Viewed 18883 times
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1270
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá svarti sambo » 15.okt 2020, 22:31

Miðað við mína reynslu af cooper fólksbíladekkjum, þá ættir þú ekki að þurfa að hafa neinar áhyggjur.
Það voru með betri dekkjum sem ég hef keyrt á og alveg lúnamjúk. Ekkert veghljóð.
En ég hef enga reynslu af Toyo.
Fer það á þrjóskunni

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá jongud » 16.okt 2020, 09:47

En þá fór ég að spá í svolítið varðandi Toyo vs. Cooper.
Það hefur þurft að valsa felgur (m.a. felgurnar frá Elmari) til að felgurnar snerust ekki inni í Cooper dekkjunum.
Er Toyo með sama vandamálið? Eða eru þau eitthvað þrengri?


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 16.okt 2020, 11:01

Hafa menn verið að lenda í að Cooper dekkin séu að snúast á með fullum loftþrýstingi eða er þetta bara að gerast þegar er búið að hleypa úr ?
Dodge Ram 1500/2500-40"

User avatar

DABBI SIG
Innlegg: 306
Skráður: 01.feb 2010, 00:02
Fullt nafn: Davíð Þór Sigurðsson
Staðsetning: Garðabær
Hafa samband:

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá DABBI SIG » 16.okt 2020, 11:57

petrolhead wrote:Hafa menn verið að lenda í að Cooper dekkin séu að snúast á með fullum loftþrýstingi eða er þetta bara að gerast þegar er búið að hleypa úr ?


Ég setti notuð 40''Cooper á felgurnar frá Elmari og voru dekkin nokkuð 'laus uppá' þ.e. smullu uppá kantana með ca 5-10 psi þrýsting sem gefur tilefni til að halda að dekkin myndu ekki þola lítinn þrýsting í snjóakstri eða hliðarátökum. Það er ekki við felgurnar að sakast heldur eru þessi dekk almennt rúm uppá óvalsaðar felgur. Hinsvegar eru þessi dekk bara ætluð í sumarakstur og því valsaði ég ekki.
Hef keyrt núna í mánuð alveg niðrí ca 6-7 pund og í smá hamagangi í steinum, hliðarhalla og kröppum beygjum og allt í góðu og dekkin hafa ekki snúist á felgunum. Þau ættu nú varla að geta snúist á felgum á fullum þrýstingi, það myndi ekki gefa góð fyrirheit ef svo væri.

Ef menn ætla hinsvegar að nota svona dekk í mikinn snjóakstur er völsun klárlega málið því ég myndi ekki treysta þessu í 2-3 pundum og hliðarhalla en í mínu tilfelli er ég með önnur snjódekk hvort sem er.
-Defender 110 44"-


Léttfeti
Innlegg: 67
Skráður: 22.feb 2010, 20:25
Fullt nafn: Sverrir Aðalsteinn Jónsson
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Léttfeti » 16.okt 2020, 13:54

jongud wrote:Það hefur þurft að valsa felgur (m.a. felgurnar frá Elmari) til að felgurnar snerust ekki inni í Cooper dekkjunum.
Er Toyo með sama vandamálið? Eða eru þau eitthvað þrengri?


Er með 37" toyo undir lc 100 og kannast ekki við að þau séu að snúast þegar búið er að hleypa úr.

User avatar

jongud
Innlegg: 2670
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá jongud » 16.okt 2020, 14:48

Léttfeti wrote:
jongud wrote:Það hefur þurft að valsa felgur (m.a. felgurnar frá Elmari) til að felgurnar snerust ekki inni í Cooper dekkjunum.
Er Toyo með sama vandamálið? Eða eru þau eitthvað þrengri?


Er með 37" toyo undir lc 100 og kannast ekki við að þau séu að snúast þegar búið er að hleypa úr.


Hvernig felgur ert þú með?

User avatar

ellisnorra
Póststjóri
Innlegg: 2809
Skráður: 06.feb 2010, 10:43
Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
Bíltegund: Patrol
Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá ellisnorra » 18.okt 2020, 21:42

Ég ætla, amk áskorunarinnar vegna, að setja 40" cooper á 17x14 innan tíðar. Ég ætla að mála (menja, epoxy eða eitthvað slíkt) í dekkjasætið á felgunni, strá milligrófum sandi í blauta málninguna, láta þorna og mála svo aftur yfir. Djöflast svo á þessu og sjá hvað gerist.
Annars gengur felgusalan vel, ég held að ég sé að festa mig þokkalega í sessi í felguheiminum hér á landi, búinn að selja úr húsi tæplega 150 ganga plús slatti á lager núna.
Ég hef bent nokkrum á þessa pælingu sem ég nefndi en ég hef engar fréttir enn fengið af einhverjum sem hefur prófað þetta, nema bara gamlar sögusagnir frá því í gamla daga áður en farið var að valsa felgur.
Þessi dekk eru almennt talin mjög góð, amk í mín eyru, bæði sem torfærudekk og malbiksdekk, fyrir utan svolítinn hávaða í keryslu.
http://www.jeppafelgur.is/


Höfundur þráðar
petrolhead
Innlegg: 343
Skráður: 19.nóv 2015, 21:00
Fullt nafn: Garðar Tryggvason
Bíltegund: Dodge Ram

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá petrolhead » 19.okt 2020, 17:13

Það var nú þarfaþing að fá þig inn á felgumarkaðinn Elli, gott framtak hjá þér og vonandi að þetta gangi hjá þér til frambúðar.

Mér einmitt fannst það líklegt að það væri smá hávaði í Cooper dekkjunum miðað við munstrið í þeim, Toyo komu mér reyndar á óvart með hvað þau eru hljóðlát en maður fær aldrei allt í einum pakka í þessu dekkja dóti svo það er ekki annað að gera en að velja og hafna. Ég var td mjög hrifinn af Iroc dekkjunum að keyra á þeim, þræl góð í hálku og snjó og bíllinn rásfastur út á vegi en það var skuggalegur hávaði í þeim og ég fór að heyra ýmis hljóð sem ég hafði ekki heyrt í bílnum áður eftir að Toyo dekkin fóru undir hann.....sum reyndar ekkert svo góð eins og hvininn í millikassanum :-(

MBK
Gæi
Dodge Ram 1500/2500-40"


Axel Jóhann
Innlegg: 290
Skráður: 11.jan 2012, 19:49
Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
Bíltegund: 38" Musso
Staðsetning: 800

Re: Dekkja pælingar.

Postfrá Axel Jóhann » 19.okt 2020, 21:44

Cooper dekkin eru jú aðeins hávær enn alls ekki svo slæm miðað við margt annað.
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur