Að gera upp framljós


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 98
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Að gera upp framljós

Postfrá TDK » 26.jún 2020, 16:09

Ég er með gamla toyotu og framljósin eru orðin frekar mött.
Nú eru margir með svona kit til að gera upp ljósin. Einhver sandpappír og massi. Eru þessi kit eitthvað að virka? Eru þessar viðgerðir eitthvað að endast?User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1775
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn Eiríksson
Bíltegund: Suzuki
Staðsetning: Hafnarfjörður
Hafa samband:

Re: Að gera upp framljós

Postfrá Sævar Örn » 26.jún 2020, 17:31

settin sýnast mér öll gera sitt gagn en þau sett sem innihalda einhverskonar glæru, eða sealant efni til að bera á ljósið eftir meðferðina eru þau efni sem ég hef valið og þau endast þetta milli 2-3 ár, yaris ljósin eru sérstaklega oft orðin mött en það er mjög misjafnt milli bíltegunda hvernig það fer
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
TDK
Innlegg: 98
Skráður: 19.des 2011, 22:11
Fullt nafn: Guðmundur H. Aðalsteinsson

Re: Að gera upp framljós

Postfrá TDK » 26.jún 2020, 17:52

Þetta er reyndar corolla hjá mér en örugglega ekki allur munur á þvi og Yaris.
2-3 ár er nú allt í lagi. Maður gæti kannski gramleingt það með þvi að bóna ljósin árlega.


olei
Innlegg: 813
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Að gera upp framljós

Postfrá olei » 30.jún 2020, 09:20

viewtopic.php?f=2&t=13869

Ef þau eru mjög slæm er fínt að renna fyrst með fínan vantspappír yfir þau og síðan massa. Lagast helling við það.
Sennilega ágæt hugmynd að bóna þau öðru hvoru fyrir þá sem nenna því.

Til fróðleiks:
Efnið í "glerinu" er plastefni sem heitir Polycarbonate og það tærist (oxast) við útfjólublátt ljós. Jebb, skondið að efni sem er notað í ljós skuli ekki þola útfjólubláa ljósgeisla. En svona er það samt. Sumir bílaframleiðendur gefa upp að nota þurfi ákveðnar perur (vottaðar eða eitthvað slíkt) sem gefa ekki frá sér útfjólublátt ljós - til að tryggja að ljósin endist. Án þess að vita það nákvæmlega grunar mig að það sé talsvert af ljósaperum í umferð sem uppfyllir ekki þau skilyrði.

Óvísindaleg athugun af minni hálfu bendir til að Xenon kit eyðileggi ljósin bæði fljótt og vel. Líklegast út af því að þau gefa frá sér verulegt ljósmagn á útfjólubláa tíðnirófinu.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 13 gestir