Er með Suzuki GV mod. 2012; hann er breyttur f. 30'' dekk en ég er að leita að aðstoð svo hann geti ekið í gegnum dýpri ám (mig langar að keyra F26)... sem sagt ekki bara snorkel, heldur einnig framlengja rör fyrir "loftræstingu", ... athuga rafeindatækni osfr.
Takk fyrir allar vísbendingar.
er að leita að verkstæði f. breytingar í Suzuki Grand Vitara
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: er að leita að verkstæði f. breytingar í Suzuki Grand Vitara
Sæll
Grand Vitara fer Sprengisandsleið F-26 alveg leikandi, nema það séu óeðlilega miklir vatnavextir.
Þá er gott að hafa í huga að djúpar ár á Íslandi eru almennt straumþungar þannig að léttur bíll á litlum hjólum er býsna líklegur til að berast með straumnum í djúpri á.
Það er hinsvegar mjög skynsamlegt að skoða þann búnað sem er í bílnum og hvort hann sé ekki í lagi, þá sérstaklega öndunarventla og lagnir frá drifum og kössum og hvort legur og annað sé nokkuð á tíma. Ég myndi allavega veita því meiri athygli.
Grand Vitara fer Sprengisandsleið F-26 alveg leikandi, nema það séu óeðlilega miklir vatnavextir.
Þá er gott að hafa í huga að djúpar ár á Íslandi eru almennt straumþungar þannig að léttur bíll á litlum hjólum er býsna líklegur til að berast með straumnum í djúpri á.
Það er hinsvegar mjög skynsamlegt að skoða þann búnað sem er í bílnum og hvort hann sé ekki í lagi, þá sérstaklega öndunarventla og lagnir frá drifum og kössum og hvort legur og annað sé nokkuð á tíma. Ég myndi allavega veita því meiri athygli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur