Rúðurnar í framhurðunum hjá mér eru eitthvað stirðar og fara ekki alla leið niður. Rafmótorarnir koðna á einhverjum stífleika.
Hvað er til ráða?
Spreyja WD40 niður með rúðuköntunum eða eitthvað svoleiðis?
Smyrja vaselíni yst á rúðurnar?
Eruð þið með eitthvað drullumixráð til að leysa þetta? Ég nenni alls ekki að rífa hurðaspjöldin af og hurðinar í tætlur.
Stífar rúður
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Stífar rúður
Youtube kom til bjargar. Ráðið var að hreinsa brautirnar þar sem maður kemst að með þunnfljótandi sílikoni, eins og notað er á gúmmílista svo þeir frjósi ekki fastir.
Svo sprautaði ég niður með rúðunni þannig að sílikonið myndi renna niður brautina ofan í hurðina.
Bílstjórarúðan getur nú farið alla leið upp og niður, en farþega-megin þarf meira sílikon, enda kláraði ég það litla sem ég átti, enda búinn að nota hylkið í 3-4 ár á listana á 2 bílum.
Svo sprautaði ég niður með rúðunni þannig að sílikonið myndi renna niður brautina ofan í hurðina.
Bílstjórarúðan getur nú farið alla leið upp og niður, en farþega-megin þarf meira sílikon, enda kláraði ég það litla sem ég átti, enda búinn að nota hylkið í 3-4 ár á listana á 2 bílum.
-
- Innlegg: 307
- Skráður: 11.jan 2012, 19:49
- Fullt nafn: Axel Jóhann Helgason
- Bíltegund: 38" Musso
- Staðsetning: 800
Re: Stífar rúður
Siliconaprey virkar vel â þetta, um að gera að sprauta reglulega niður með rúðunum :)
1997 Musso 2.9TDI 42"
2001 Nissan Patrol 35"
2001 Nissan Patrol 35"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur