Vantar úr viskubrunninum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 04.okt 2011, 22:30
- Fullt nafn: Sigurður Bjarki Guðbjartsson
Vantar úr viskubrunninum
Sælir allir viskuheilar. Ég er með L200 dísel 1989 módel. Núna hefur hann tekið upp á þeim leiðindum að það virkar ekki hitunin á glóðarkertunum. Þetta er víst enhvernveginn tvöfalt system. Tveir startpungar, annar forhitar en hinn tekur við þegar í gang er komið. Prófaði að beintengja stýringuna á þá og báðir virka. Svo ég spyr hvernig er stjónunin á þessu, er það reley eða eitthvað slíkt og ef svo er hvar er það staðsett. Það er fjandi leiðinlegt að hafa þetta svona, ég er með þrýstirofa tengdan á annann punginn en það er engann veginn að gera sig. Endilega ausið úr viskubrunninum. Kveðja Sig. Bjarki
-
- Innlegg: 261
- Skráður: 09.apr 2011, 09:59
- Fullt nafn: Ágúst Snær Hjartarson
- Bíltegund: pajero
Re: Vantar úr viskubrunninum
Það er öryggi hjá geimirnum glow svo er brúnt reley rétt hjá startpungunum síðan er tölva vinstra megin við kuplingspetslan í hliðini á bílnum.
Kv Ágúst
Kv Ágúst
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur