Langaði að heyra reynslu sögur varðandi þessa orginal lása og hvort menn séu að skipta þeim út fyrir eitthvað annað eins og loft td
ég er með 38" breyttan bíl, lás óvirkur og spurning hvort borgi sig að laga hann eða skoða aðra möguleika
2007 Land cruiser 120 rafmagns lás aftan
-
- Innlegg: 690
- Skráður: 01.feb 2010, 08:29
- Fullt nafn: Óskar Andri Víðisson
- Bíltegund: Toyota
- Staðsetning: Vatnsenda, Kópavogur
- Hafa samband:
Re: 2007 Land cruiser 120 rafmagns lás aftan
Þessir Toyota rafmagnslásar eru almennt bara fínir en þeir þurfa viðhald eins og aðrir lásar. Ef lásinn er búinn að virka fínt í 11 ár þá myndi ég halda að það væri bara þjóðráð að gera við hann: skipta um mótor og rafmagnslúm og keyra í önnur 11 ár. Ef það er rafmagnslás fyrir þá er í mínum huga algjörlega glórulaust að fara í breytinguna sem þarf til að setja loftlás í þessa hásingu, bara lásinn einn og sér er +150.000 og hann passar ekki í þessa miðju. Loftlás er heldur ekki viðhaldsfrír frekar en rafmagnslásinn.
Menn hafa sett lofttjakka í staðin fyrir rafmagnsmótorinn í þessum orginal raflæstu drifum. Það kostar breytinguna sem þarf að gera til að koma lofttjakknum fyrir + efni + loftdælu með kút + lagnir + rafmagn/takka í mælaborð fyrir dælu og/eða lás. Það er örugglega ekki viðhaldsfrítt frekar en rafmagsndótið og þá ertu kominn með hluti sem eru ekki lengur orginal og hugsanlega eitthvað sérsmíðað, það getur verið ókostur þegar kemur að því að sinna viðhaldi og treysta á að fá hlutina sem vantar. Ef þú ert handlaginn og getur unnið í þessu sjálfur þá væri þessi leið mögulega ódýrari en að endurnýja allt rafmagnsdótið. En lásinn er ekki betri að neinu leyti þar sem þetta er ennþá bara sami lásinn nema með lofttjakk í staðin fyrir rafmagsnmótor.
Það eru kostir og gallar í þessu. Oftast er vandamálið með raflásana að þegar þetta er orðið svona gamalt að þá er ekki nóg að skipta bara um mótorinn. Oft er víralúmið og rofin sem skynjar stöðuna á lásnum orðið sjúskað og illa farið. Ef það er ekki skipt um það í leiðinni þá getur komið fljótt upp vandamál aftur.
Menn hafa sett lofttjakka í staðin fyrir rafmagnsmótorinn í þessum orginal raflæstu drifum. Það kostar breytinguna sem þarf að gera til að koma lofttjakknum fyrir + efni + loftdælu með kút + lagnir + rafmagn/takka í mælaborð fyrir dælu og/eða lás. Það er örugglega ekki viðhaldsfrítt frekar en rafmagsndótið og þá ertu kominn með hluti sem eru ekki lengur orginal og hugsanlega eitthvað sérsmíðað, það getur verið ókostur þegar kemur að því að sinna viðhaldi og treysta á að fá hlutina sem vantar. Ef þú ert handlaginn og getur unnið í þessu sjálfur þá væri þessi leið mögulega ódýrari en að endurnýja allt rafmagnsdótið. En lásinn er ekki betri að neinu leyti þar sem þetta er ennþá bara sami lásinn nema með lofttjakk í staðin fyrir rafmagsnmótor.
Það eru kostir og gallar í þessu. Oftast er vandamálið með raflásana að þegar þetta er orðið svona gamalt að þá er ekki nóg að skipta bara um mótorinn. Oft er víralúmið og rofin sem skynjar stöðuna á lásnum orðið sjúskað og illa farið. Ef það er ekki skipt um það í leiðinni þá getur komið fljótt upp vandamál aftur.
-
- Innlegg: 2699
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: 2007 Land cruiser 120 rafmagns lás aftan
Það er ekki mikið mál að rífa rafmótorinn úr og skoða hann. Það hef ég gert úti á hlaði og skoðað hann á eldhúsborðinu.
Ef það þarf eitthvað að hreinsa hann mikið upp og yfirfara þá mæli ég með Tæknivélum.
Ef það þarf eitthvað að hreinsa hann mikið upp og yfirfara þá mæli ég með Tæknivélum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur