Jú það ætti að vera hægt, en ráðfærðu þig samt við rafvirkjann. Sjálfur er ég rafeindavirki (eða smáspennuhommi samkvæmt rafvirkjum :-), en hef unnið töluvert í kringum veiturafmagn.
Sævar Örn wrote:32amp~360v
Getur ekki verið að þetta sé frekar 380V? Þá er þetta 230/400V kerfi, sem hét áður 220/380V þar til viðmiðunarspennan var hækkuð í 230V í einhverri Evrópusamhæfingunni. Ef að núllið er til staðar, sem það ætti að vera, þá geturðu náð þér í einfasa 32A grein með því að taka einn fasann á móti núllinu. Til að uppfylla ýtrustu öryggiskröfur væri kannski rétt að setja 20 eða 25A útsláttaröryggi á fasann, ef það er það sem er uppgefið á suðunni. Það getur líka verið til þægindaauka ef taflan er óaðgengileg, þar sem það öryggi ætti að slá út á undan 32A örygginu þar.
Ath. að þú ættir ekki að nota venjulegann "schuko" tengil við svo stórt öryggi, þar sem þeir eru bara gefnir upp fyrir 16A. Annaðhvort að fasttengja suðuna eða setja öflugan tengil, t.d. eldavélatengil eða bara þrífasa tengil.
--
Kveðja, Kári.