Vélarþvottur 351 w
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Vélarþvottur 351 w
Við heddpakkningarskipti í 351 w árg. 1979 kom í ljós ca 7 mm þykkt lag af drullu, eins og koppafeiti á öllu undir milliheddi og ventlalokum, þetta var þrifið eftir bestu getu. Hvaða aðferðum er hægt að beita við að skola vélina eða borgar það sig ekki. Kv, kári.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Vélarþvottur 351 w
Það er lítið annað að gera en að rífa vélina og þrífa hana, annars getur drullan losnað og stíflað smurgöng þegar verður skipt um olíu, menn lentu í þessum vandamálum þegar Shell urðu fyrstir til að koma með hreinsiefni í smurolíuna fyrir 40 árum eða svo
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Vélarþvottur 351 w
Rétt! rífa og þrífa.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Vélarþvottur 351 w
Maður hefur séð ýmsar útskolanir m.a. á youtube, með mixi af hráolíu og smurolíu, ætli það sé hugsað til að skola út úr smurgöngum og því sem vont er að komast að?
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Vélarþvottur 351 w
Hráolía hefur verið notuð til að hreinsa smurgöng en þá hlítur olían að vera hituð og jafnvel settur á góður þrýstingur. Málið er helst sem maður hefði áhyggjur af að það yrði einhverstaðar eftir drulla sem færi af stað. Stundum er engu að tapa og láta bara vaða og vona það besta.
Re: Vélarþvottur 351 w
Brimborg selur Belladd System cleaner sett í olíu vél latin ganga í minst 30 mín í hægagangi, svo skipta um olíu og síu.
Best að skipta svo strax aftur um olíu og síu eftir ca. 50km Belladd eru mjög flott hreynsi efni sem eru mikið notuð á verkstæðum.
Best að skipta svo strax aftur um olíu og síu eftir ca. 50km Belladd eru mjög flott hreynsi efni sem eru mikið notuð á verkstæðum.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vélarþvottur 351 w
Það væri líka hægt að tappa olíunni af, setja hreinsiefni í olíupönnuna, taka kveikjuna af og snúa olíudælunni með borvél. Það fer kannski illa með dæluna, en þær eru hræódýrar í 351w
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: Vélarþvottur 351 w
Það er líka hægt að setja auka dælu með 220v mótor og fara inn á smurrás og láta svo dæluna ganga að vild, á til hráolíudælu sem er klár með mótor sem ég gæti lánað. Sakar ekki að prufa og dæla einhverju hreinsiefni eða dísel.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 335
- Skráður: 01.feb 2010, 11:48
- Fullt nafn: Kári Gunnarsson
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Varmahlíð
Re: Vélarþvottur 351 w
Takk fyrir þetta, líklega er best að prufa að dæla vel af hráolíu í gegnum systemið og sjá hvað gerist, fer aldrei ver en illa......
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vélarþvottur 351 w
karig wrote:Takk fyrir þetta, líklega er best að prufa að dæla vel af hráolíu í gegnum systemið og sjá hvað gerist, fer aldrei ver en illa......
Reykingar bannaðar...
Re: Vélarþvottur 351 w
Ekki vitlaust að kíkja á legur ef það er búið að vera froslaugur hefur farið í olíu það er algjört eytur. hef ég heyrt er samt ekki sérfæðingur
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Vélarþvottur 351 w
Eftir mína reyslu af því að hreinsa svona drullu úr skipavélum með dísel sem hreinsiefni, og þá erum við að tala um mjög þunnt lag af drullu, myndi ég persónulega ekki nenna fyrirhöfninni við að dæla einhverju gegnum vélina, ég myndi rífa hana strax og athuga legur í leiðinni
En það er bara mín skoðun
En það er bara mín skoðun
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
-
- Innlegg: 3133
- Skráður: 07.feb 2010, 13:19
- Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson
Re: Vélarþvottur 351 w
Jamm annað hvort finnst mér að láta þetta bara vera eins og það er eða taka vélina í sundur og skoða allt og þrífa og yfirfara.Það er ekki svo mikil vinna.Að fara að reyna að hreinsa td. með hráolíu og fleir teg. af öflugum hreinsiefnum gæti komið af stað veseni.
Síðast breytt af sukkaturbo þann 02.apr 2017, 19:35, breytt 1 sinni samtals.
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Vélarþvottur 351 w
sukkaturbo wrote:Jamm annað hvortfinns mér er að láta þetta bara vera eins og það er eða taka vélina í sundur og skoða allt og þrífa og yfirfara.Það er ekki svo mikil vinna.Aað fara að reyna að hreinsa td. með hráolíu og fleir teg. af öflugum hreinsiefnum gæti komið af stað veseni.
Alveg sammála þessu, svona þvottur er bara ef maður nennir ekki að skrúfa tappana úr smurgöngunum og/eða á ekki löngu "pelaburstana" fyrir smurgöngin. Legu- og pakkningasett fyrir amerískar V8 er ekki það dýrt að maður sleppi því að skipta um.
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Vélarþvottur 351 w
Mér skildist á pabba (hann lenti í þessu með vörubíl þegar hreinsiefnin komu í olíuna) að drullan hafi farið af stað þegar losnaði um hana og stíflað smurgöng. Hann varð allavega að spaðrífa mótorinn og þrifa allt.
Dullan losnaði semsagt í kögglum, hún leysist ekki upp í rólegheitunum
Dullan losnaði semsagt í kögglum, hún leysist ekki upp í rólegheitunum
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur