Góðan daginn gott fólk,
Hefur einhver hérna reynslu af að bjarga föstum bíl með spili þegar hann er einn á ferð?
Í flestum tilfellum eru aðrir bílar notaðir til að draga upp fastan bíl, sem er þá ekkert vandamál. Á you-tube sést að þeir nota oft tré til að draga upp bíl þegar þeir eru einbíla en tré eru nú ekki mörg hér heima. Mig langar að heyra reynslusögur af því hvernig gengur að bjarga sér einbíla með spili.
Kveðja, Rögnvaldur
að nota spil einbíla
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: að nota spil einbíla
Þú verður að gróðursetja tré og svo bíða :) Nota álankeri og grafa það niður, grafa niður staur/tréplanka, grafa niður varadekk ef það er með, svona það helsta en má notast við ým. til að grafa niður.
Síðast breytt af villi58 þann 15.jan 2017, 10:14, breytt 1 sinni samtals.
Re: að nota spil einbíla
Akkeri= festing fyrir skip ofl.
Anker= kjarninn í rafmótor eða rafal, sem snýst með öxlinum
Anker= kjarninn í rafmótor eða rafal, sem snýst með öxlinum
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: að nota spil einbíla
Sælir og takk fyrir svörin.
Það er alltaf gott að fá íslenskukennslu. Ég þarf að finna eða búa til einhverskonar akkeri semsagt. Ekki ætla ég að bíða þangað til tréin eru fullvaxin, þá er ég of gamall fyrir jeppamennsku :)
Það er alltaf gott að fá íslenskukennslu. Ég þarf að finna eða búa til einhverskonar akkeri semsagt. Ekki ætla ég að bíða þangað til tréin eru fullvaxin, þá er ég of gamall fyrir jeppamennsku :)
Re: að nota spil einbíla
https://www.youtube.com/watch?v=3kRrBBYK9Ig
sjá frá mínútu 32.....en skemmtilegast að horfa á allt ;)
sjá frá mínútu 32.....en skemmtilegast að horfa á allt ;)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur