Land Rover Discovery 3 - 44"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.des 2015, 17:12
- Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
- Bíltegund: Gaz 69
Land Rover Discovery 3 - 44"
Sælir félagar,
Smá pæling. Hvering ætli það sé að skella 44" ásamt því sem þarf og vera ber á Disco 3 ? Nú er hægt að fá þá (eldri gerðir) á ágætis verði frá útlöndunum. Er kanski einhver sem hefur farið útí svona justeringar?
Kv. AJ
Smá pæling. Hvering ætli það sé að skella 44" ásamt því sem þarf og vera ber á Disco 3 ? Nú er hægt að fá þá (eldri gerðir) á ágætis verði frá útlöndunum. Er kanski einhver sem hefur farið útí svona justeringar?
Kv. AJ
-
- Innlegg: 183
- Skráður: 25.sep 2011, 17:13
- Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
- Bíltegund: Land Rover
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Þetta væri bara gaman að sjá.
Spurning með rafmagn og hásingu vs. klafar
Spurning með rafmagn og hásingu vs. klafar
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.des 2015, 17:12
- Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
- Bíltegund: Gaz 69
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Já væri áhugavert. Ætli einhver eigi til cad model af fjörðruninni eða bílnum sjálfum?
-
- Innlegg: 113
- Skráður: 20.jún 2012, 14:36
- Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
- Staðsetning: Mosfellsbær
- Hafa samband:
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Varð aldrei neitt meira úr þessum?
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Er þessi mynd ekki unnin í photoshop?
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
-
- Innlegg: 113
- Skráður: 20.jún 2012, 14:36
- Fullt nafn: Sighvatur Halldórsson
- Staðsetning: Mosfellsbær
- Hafa samband:
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Haha jú, ég var bara að vona að hún myndi kannski rífa þetta spjall aðeins í gang :)
Disco 3 er hingað til besti ferðabíll sem ég hef keyrt/setið í. Oft velt því fyrir mér hvernig þeir væru breyttir. Svo leiddist mér eitthvað um helgina og ákvað að shoppa saman mynd af gömlum Y60 sem ég átti við mynd sem ég fann af Disco.
Persónulega finnst mér þetta skítlúkka og væri alveg til í að eiga einn svona.
Disco 3 er hingað til besti ferðabíll sem ég hef keyrt/setið í. Oft velt því fyrir mér hvernig þeir væru breyttir. Svo leiddist mér eitthvað um helgina og ákvað að shoppa saman mynd af gömlum Y60 sem ég átti við mynd sem ég fann af Disco.
Persónulega finnst mér þetta skítlúkka og væri alveg til í að eiga einn svona.
-
- Innlegg: 183
- Skráður: 25.sep 2011, 17:13
- Fullt nafn: Sveinbjörn Karvelsson
- Bíltegund: Land Rover
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Hvað segja menn sem virkilega vita til verka.
Eru nýjir jeppar orðnir vonlausir??
Eru nýjir jeppar orðnir vonlausir??
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Er það ekki bara 150 cruiserinn og svo allir pallbílarnir?
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1397
- Skráður: 30.jan 2010, 22:43
- Fullt nafn: Árni Björnsson
- Bíltegund: Land Rover
- Staðsetning: Akureyri
- Hafa samband:
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Eru 150 og 200 krúserar ekki komnir á 38"? Þetta hlýtur að vera hægt, ef viljinn er til staðar.
Pajero, sem er á klöfum að framan og að aftan, hefur verið mikið breytt. Ætli það sé þá ekki spurning um hversu mikið af aukabúnaðinum virkar eða veldur vandræðum.
Pajero, sem er á klöfum að framan og að aftan, hefur verið mikið breytt. Ætli það sé þá ekki spurning um hversu mikið af aukabúnaðinum virkar eða veldur vandræðum.
Land Rover Defender 130 38"
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Hef séð mynd af lc200 á 38" staðsettan í Noregi svo það er allt hægt :) Sjálfur er ég mjög spenntur fyrir nýju navörunni, þá sérstaklega ef einhver breytir henni á 38".
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
fá svona boddy og setja ofan á p38 grind væri öruglega sneddý. henda þessum nýmóðis undirvagni ! þetta er allt og flókið og fíngrert dót fyrir (jeppadekk)
DEFENDER 90 300tdi / DEFENDER 110 td5
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Heidar wrote:Er það ekki bara 150 cruiserinn og svo allir pallbílarnir?
Ekki gleyma Jeep, þeir eru ennþá að framleiða jeppa ;-)
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.des 2015, 17:12
- Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
- Bíltegund: Gaz 69
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Skemmtilegast væri að nota loftpúða fjörðunina og halda sjálfstæðri fjörðrun á öllum. Mætti að sjálfsögðu hanna nýja arma og það til að pass fyrir stærri dekk. Enn hvernig ætli sjálfskiptingin (eða gírkassinn) og millikassinn myndu höndla þetta, ætli það séu of veik drif í þeim???
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 12
- Skráður: 03.des 2015, 17:12
- Fullt nafn: Alexander Jóhönnuson
- Bíltegund: Gaz 69
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Heiðar.
Arctic Trucks eru búnir að breyta einni Navöru á 38" hún er í brettakanntasmíðum núna.
Framdrif úr Nissan Titan að ég held.

Arctic Trucks eru búnir að breyta einni Navöru á 38" hún er í brettakanntasmíðum núna.
Framdrif úr Nissan Titan að ég held.

Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Sæll Aron, draumar virðast rætast! :)
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
-
- Innlegg: 76
- Skráður: 19.jún 2012, 07:44
- Fullt nafn: Aron Frank Leópoldsson
- Bíltegund: Nissan
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Heiðar ég er líka mjög spenntur enda með 2006 38" Navöru núna
Re: Land Rover Discovery 3 - 44"
Mér leiðist að taka yfir þráðinn :) En ég verð að játa að ég er sáttur að finna aðra á vörum hérna :D Ég er eigandi aðeins þroskaðrar varar eða 99 árgerð. Glæsilegir bílar alveg :)
Nissan Patrol 46" 2003, 3.0l vélin horfin og komin 2.8l í staðinn :D
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur