Sælir félagar. Ég er með LC 90 árg. 99 LX og er í vandræðum með aðalljósin að aftan. Peran er tveggja ( póla) og hún virkar þegar stígið er á bremsuna en logar ekki sem aðalljós. Ég er búinn að skifta um öll örryggi inn í bílnum, nema eitt 5 amp öryggi sem virðist ekki vera hægt að fá á bensínstöðvum. Reyndar sá ég ekkert að þessum öryggjum en samt skifti ég og ég er búin að skifta um peru öðrumeigin. Svo er ég nokkuð viss um að þokuljósið virki heldur ekki.
Hafið þið einhverja hugmyndir fyrir mig?
LC 90 aðalljós að aftan óvirk
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 6
- Skráður: 23.apr 2016, 15:11
- Fullt nafn: gunnlaugur Jónsson
- Bíltegund: Toyota LC
Re: LC 90 aðalljós að aftan óvirk
Langlíklegast að ljósin séu ónýt, botninn ryðgar úr þeim. Þetta er alþekkt í þessum bílum og lítið annað að gera en að skipta þeim út, færð þau ekki nema í umboðinu en mig minnir að það hafi verið sæmilega hagstætt verð á þeim. Einhverjir hafa farið þá leið að flytja upp í efri ljósin en ég taldi það ekki borga sig.
Kv
Bhauks
Kv
Bhauks
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: LC 90 aðalljós að aftan óvirk
Þú átt væntanlega við stöðuljós, ef þú snýrð ljósarofanum eitt pall, loga þá 5w perurnar að framan eða eru þær dauðar líka? þær eru yfirleitt á sama öryggi og stöðuljósin að aftan, ásamt númersljósum (tail/dome)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 6
- Skráður: 23.apr 2016, 15:11
- Fullt nafn: gunnlaugur Jónsson
- Bíltegund: Toyota LC
Re: LC 90 aðalljós að aftan óvirk
bhauks wrote:Langlíklegast að ljósin séu ónýt, botninn ryðgar úr þeim. Þetta er alþekkt í þessum bílum og lítið annað að gera en að skipta þeim út, færð þau ekki nema í umboðinu en mig minnir að það hafi verið sæmilega hagstætt verð á þeim. Einhverjir hafa farið þá leið að flytja upp í efri ljósin en ég taldi það ekki borga sig.
Kv
Bhauks
Ok en ef botnin er ónýtur þá ætti varla að koma bremsu eða stefnuljós? Sem eru í sama ljósinu, þ .e sefnuljósið er sér pera en bremsuljósið og aðalljós að aftan er sama pera!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 6
- Skráður: 23.apr 2016, 15:11
- Fullt nafn: gunnlaugur Jónsson
- Bíltegund: Toyota LC
Re: LC 90 aðalljós að aftan óvirk
Sævar Örn wrote:Þú átt væntanlega við stöðuljós, ef þú snýrð ljósarofanum eitt pall, loga þá 5w perurnar að framan eða eru þær dauðar líka? þær eru yfirleitt á sama öryggi og stöðuljósin að aftan, ásamt númersljósum (tail/dome)
Þegar ég horfi aftan á aðra sambærilega LC þá eru aðal aftur ljósin í stuðaranum , og það ljós er í sömu peruni og bramsuljósið. Reyndar virka stöðuljósin að framan heldur ekki og ég er ekki búinn að athuga perurnar þar en finnst einhvern veigin skrítið ef allar perurnar sé farnar samtímis
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur