4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur


Höfundur þráðar
bogith
Innlegg: 41
Skráður: 22.mar 2011, 23:21
Fullt nafn: Bogi Theodor Ellertsson

4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur

Postfrá bogith » 27.des 2015, 23:47

Ég er með Cherokee XJ sem er búinn að standa í nokkur ár fer í gang kaldur en ekki heitur.
hefur einhver hugmund hvað þetta gæti verið.




thor_man
Innlegg: 278
Skráður: 29.aug 2010, 19:48
Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: 4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur

Postfrá thor_man » 28.des 2015, 02:51

Háspennukeflið, ef þetta er reglubundið. Átti eitt sinn einn svona sem ekki fór í gang ef maður kæfði óvart á honum, fyrr en eftir nokkra klukkutíma. það var reyndar algengur kvilli, var mér sagt.

User avatar

ormara
Innlegg: 15
Skráður: 09.okt 2013, 21:05
Fullt nafn: Ormar Agnarsson
Bíltegund: Jeep Cherokee 4.0 91
Staðsetning: 220 Hafnarfirði

Re: 4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur

Postfrá ormara » 28.des 2015, 03:27

Sæll
Það er þekkt vandamál með þessa bíla að það klikki sveifarássskynjarar, hann er staðsettur ofan við svinghjólið festur á sjálfskiptinguna og snúran liggur upp á soggrein, þeir jagast í sundur með tímanum og myndast þá viðnám í rásina þangað til vélartölvan les ekki lengur merkið frá þeim.(viðnám eykst með hærri hita)
Þá kveikir vélartölvan ekki á háspennukeflinu og bíllinn fær ekki neista.
Knastássskynarinn getur valdið sömu bilun en hann er undir kveikjulokinu, ætti að vera sjáanleg tæring/skemmd ef hann er bilaður.

Ættir að geta lesið af honum kóðana með því að svissa á x3 og bíða ef hann er 91' eða yngri.
Jeep Cherokee 91' 38'' 4.0 ho


Höfundur þráðar
bogith
Innlegg: 41
Skráður: 22.mar 2011, 23:21
Fullt nafn: Bogi Theodor Ellertsson

Re: 4.0 L Cherokee fer ekki í gang heitur

Postfrá bogith » 28.des 2015, 11:48

Takk fyrir skjót svör.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur