1MZ-FE v6 toyota í 4runner


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá biturk » 22.sep 2015, 23:01

hefur einhver sett svona í runnar með sjálfskiptingu?

ætli það sé vinnandi vegur útaf því að skiptingin úr 4runner notar vélatölvuna til að stjórna sér?

eru þetta góðir mótarar fyrir jeppa? hvernig er eiðsla á svona? er þetta betri kostur en 3vze elskan?


head over to IKEA and assemble a sense of humor


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá grimur » 23.sep 2015, 02:40

Ekki viss með þessa, en 5vzfe er ekki svo erfitt swapp, til hellingur af uppl um það á netinu.
5vzfe er miiiikið skemmtilegri vel en 3vze. Þar munar mest um 2x fleiri ventla og almennilegt flæði að og frá vel. 0,4 lítrar auka spilla ekki.
Svo er hægt að setja supercharger á þetta, til bolt on kitt.


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá biturk » 23.sep 2015, 11:57

Er eitthvap af þeim hér?

Nota þæt sömu sjálfskiptingu?

1mz heillar mig því hún er bolt on á skiptinguma að mér skylst
head over to IKEA and assemble a sense of humor


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá grimur » 24.sep 2015, 06:01

Það er slæðingur af 90 cruiserum með þessa vél. Eitthvað af tacoma kannski en ekki svo margar.
Þessi vél passar beint í stað 3VZE, á kassa eða sjálfbíttara. Svinghjól af 3vze er notað með kassanum. Mótor festingar eru teknar af 3VZE líka og settar á 5VZFE, þá passar sá hluti í ef 3VZE var þarna fyrir. Annars þarf að breyta festingum í grind ef annar mótor var fyrir.
Pannan er gerð fyrir vinstri drifkúlu, en panna af fyrstu Tacomunum sem voru með gamla klafa systeminu leysir það, bara leita að því í USA, það finnst fyrir rest.
Gæti hugsast að panna af 3VZE passi lika, ekki alveg viss með það samt. Það þarf í öllum tilfellum að laga til olíu pickupið við pönnu breytingar og færa kvarðann.
Blokkirnar hafa allar staðinn fyrir kvarðann, nýrri týpurnar eru ekki með tilbúið gat en það má bora.
Svo eru tölvu mál. Best er að finna tölvu úr sem líkustum bíl, sérstaklega upp á sjalfskiptinguna. Innspýtingin var uppfærð eitthvað milli ára, 2002 módelið er amk með wideband O2 sensor fyrir framan hvarfakút, en 2000 runner er með 2 narrowband. Mér finnst wideband útgáfan betri.
Svo má vera að 1MZ-FE sé alveg rakið dæmi, ég þekki það bara ekki svo gjörla.

Kv
G


Höfundur þráðar
biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: 1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá biturk » 24.sep 2015, 11:29

Takk fyrir þetta, ég hefði engar áhyggjur af pönnu, myndi bara breita henni ef illa fer

En ég hef afturá móti áhyggjur af sjalfskiptingunni útaf vélartölvunni

Kannski væri bara best að nota drifrás úr 90 cruiser með öllu en það kostar sennilega augun úr
head over to IKEA and assemble a sense of humor


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: 1MZ-FE v6 toyota í 4runner

Postfrá grimur » 27.sep 2015, 02:44

Þessar A340 skiptingar eru nú ekki svo ofur flóknar, mig minnir að tölva fyrir skiptingu vilji fá merki frá skiptingunni upp á hvað hún er að snuast. Svo eitthvað smá dót annað eins og lockup og overdrive. Það er ekkert svo bilað mikið í gangi þar. Það er held ég alltaf hægt að finna tölvu t.d. í USA sem passar fyrir skiptinguna sem þú ert með og 5VZFE, ef þetta snýst upp í einhvert vesen.
Hin vélin er þversum motor, reyndar náskyldur, en líklega einhvert vesen með festingar, pláss hér og þar og þannig.
Um að gera að skoða hvað er til, það er hægt að finna svona rokka á ebay fyrir sirka 1500USD eða minna, lítið notaða eða upptekna. Svo er bara að prútta við Icelandair með flutning.
Kv
Grímur


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur