Sælir félagar þarf að versla mér hjólatjakk.
Er með litla súkka á 33" sem þetta þarf að sinna en má auðvitað taka mikið meira. Hef verið að hugsa um tjakk sem lyftir um 50cm. Megið endilega deila ef þið vitið um eitthvað sniðugt
Hjólatjakkur
-
- Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hjólatjakkur
Verkfærasalan er með fína tjakka
Kv Óttar
Kv Óttar
Re: Hjólatjakkur
Hef heyrt að tjakkarnir frá verkfærasölunni séu frekar mikið ON/OFF þegar kemur að því að slaka bílum niður t.d á búkka og það er ekki ásættanlegt. Á einhver hér tjakk frá þeim?
Re: Hjólatjakkur
Ég er með einn sem ég er alveg sáttur með. Það er ekkert mál að slaka honum rólega niður þegar þú ert búinn að læra inná það. Málið er bara að þeir eru stífir og losnar snögglega þegar þú slakar, þannig að það þarf bara að vera viðbúinn til að fá "mjúka" hreyfingu. Eina sem ég get kvartað yfir er að hann "lekur" niður á nokkrum klst, en veit ekki hvort það er almennt þannig með tjakka.
Re: Hjólatjakkur
Ég á gamlan tjakk frá Verkfærasölunni og hann fór fljótt að síga hratt. Ég tók hann þá í sundur og þreif hann allan upp, en vökvinn á honum var eitthvað furðulegur mjöður. Ég setti ATF Dexron á hann og herti allt vel þegar ég setti saman og hann virkar ágætlega og sígur lítið. Hann er sennilega orðinn 15 ára svo það getur verið frá allt öðrum framleiðanda í dag.
Re: Hjólatjakkur
Þekkir einhver þennan http://www.fossberg.is/?prodid=1065
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur