Sælir félagar.
Ég og félagi minn vorum í ferð í gær í kringum Skjaldbreiði og lentum í vandræðum þegar snjóalög breyttust með hitastigi og við festum báða bílana okkar í snjósykri. Við náðum að losa annan þeirra og komumst að hinum en það gekk ekkert hjá okkur að losa hann og veðrið var farið að versna svo við komum okkur í bæinn og skildum bílinn eftir á Skjaldbreiði í ca 700m hæð.
Við ætlum að sækja hann á morgunn fimmtudag en okkur vantar helst einn bíl til viðbótar ef færið er jafnvont og það var í gær því minn 38" LC90 átti í töluverðu basli.
Ef einhver er til í smá björgunarleiðangur eða á mögulega leið hjá á morgunn þá væri frábært að heyra í mönnum. Við greiðum fyrir hjálpina
/Ragnar (8566800)
Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Er bíllinn norðanmeginn eða sunnan?
Hvað voruð þið lengi að staðnum og hvenær hafið þið hugsað ykkur að fara?
Viljið þið ekki svo bara kanna með að reyna á einum bíl og eiga það inni að vera sóttir ef illa fer. Þannig er líklegt að það megi spara sér "björgunarlaun"
Hvað voruð þið lengi að staðnum og hvenær hafið þið hugsað ykkur að fara?
Viljið þið ekki svo bara kanna með að reyna á einum bíl og eiga það inni að vera sóttir ef illa fer. Þannig er líklegt að það megi spara sér "björgunarlaun"
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Styð það sem Ívar segir, getið hringt í mig ef þarf aðstoð seinnipartinn á morgun :) 6624228
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Takk fyrir svörin Ívar og Helgi.
Ég er svo sem sammála þér Ívar um að það sé ágætt að reyna þetta á einum bíl og þá sérstaklega þegar menn leggja af stað ferskir í rescue mission. Bíllinn hjá mér var bara ekki að ná að losa hann með spotta þar sem gripið var ekkert þarna í gær og við vorum búnir á því eftir að hafa mokað hinn lausann ítrekað.
Við vorum ekkert lengi að komast þetta upp fyrri part dags (kannski 15-20m) en færið versnaði svakalega þegar líða tók á kvöldið svo við vorum næstum um 1.25 tíma að komast frá línuvegi og upp að bíl þá.
Hugmyndin var að fara fyrr en síðar á morgun en það er enn verið að skipuleggja svo það er ekki allveg komið á hreint
Ég er svo sem sammála þér Ívar um að það sé ágætt að reyna þetta á einum bíl og þá sérstaklega þegar menn leggja af stað ferskir í rescue mission. Bíllinn hjá mér var bara ekki að ná að losa hann með spotta þar sem gripið var ekkert þarna í gær og við vorum búnir á því eftir að hafa mokað hinn lausann ítrekað.
Við vorum ekkert lengi að komast þetta upp fyrri part dags (kannski 15-20m) en færið versnaði svakalega þegar líða tók á kvöldið svo við vorum næstum um 1.25 tíma að komast frá línuvegi og upp að bíl þá.
Hugmyndin var að fara fyrr en síðar á morgun en það er enn verið að skipuleggja svo það er ekki allveg komið á hreint
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Jæja, þetta er komið að mér sýnist. Frábær viðbrögð hér á spjallinu og vill ég þakka þeim sem hringdu og buðu fram aðstoð, nóg af frábæru fólki hér! Takk!
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Því miður þá dugði ferðin seinast ekki til og bíllinn varð aftur eftir á Skjaldbreið bara 150m neðar.
Þar sem viðbrögðin voru góð seinast ætla ég að athuga hvort enn séu einhverjir til í að aðstoða næstu daga þegar veður leyfir. Sama og áður, greitt verður fyrir aðstoð. Einhverjir til í leiðangur?
Þar sem viðbrögðin voru góð seinast ætla ég að athuga hvort enn séu einhverjir til í að aðstoða næstu daga þegar veður leyfir. Sama og áður, greitt verður fyrir aðstoð. Einhverjir til í leiðangur?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Aðstoð óskast - bíll á skjaldbreiði
Aftur eru menn búnir að bregðast vel við ósk um aðstoð. Líklega er þetta komið.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur