Ég er með Dodge Ram 1999árg 2500týpu er að sjæna hann allan til..
Hvert fér maður til að Ryðverja undirvagninn. Er einhver með góða reynslu af þessu?
hvað kostar þetta?
Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
-
- Innlegg: 269
- Skráður: 21.jan 2012, 22:15
- Fullt nafn: Hafþór Ægir Þórsson
- Bíltegund: Terrano II 36"
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Pabbi fór nýlega með 120 cruiser 2003 árg uppá bíldshöfða við hliðina á hlölla og hann borgaði 40 þús...
ég var svo búinn að fá tilboð sjálfur uppá 70 þús í að ryðverja terrano en það er fluid film sem einhver er búinn að vera auglýsa mikið á facebook
ég var svo búinn að fá tilboð sjálfur uppá 70 þús í að ryðverja terrano en það er fluid film sem einhver er búinn að vera auglýsa mikið á facebook
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Ég prufaði á bíl hjá mér að pensla undirvagn og grind með steikingarfeiti blandaða 50/50 við smurolíu af diesel bíl. Kom furðulega vel út og núna ári seinna perlar allt vatn af undirvagni. Og lítur mjög vel út.
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Þegar þú talar um að taka "allt í gegn" geri ég ráð fyrir að þú viljir endanlega lausn sem endist
ég hef trú á að ég hafi gert það á mínum bíl 1991 ford explorer

Málað með hálfmatt undirvagnsmálningu frá Poulsen, þrælsterkur fjandi en loðir vel við og fyllir vel í raufar og misfellur, kostar heldur ekki mjög mikið, má fara á bert járn og þarf ekki grunn undir
Ég gufuþvoði botninn og háþrýstiþvoði og skellti þessu á og núna 4 mánuðum seinna perlar enn vatn undir bílnum á málningunni svo ég get ekki ímyndað mér að þetta ryðgi í bráð

ég hef trú á að ég hafi gert það á mínum bíl 1991 ford explorer

Málað með hálfmatt undirvagnsmálningu frá Poulsen, þrælsterkur fjandi en loðir vel við og fyllir vel í raufar og misfellur, kostar heldur ekki mjög mikið, má fara á bert járn og þarf ekki grunn undir
Ég gufuþvoði botninn og háþrýstiþvoði og skellti þessu á og núna 4 mánuðum seinna perlar enn vatn undir bílnum á málningunni svo ég get ekki ímyndað mér að þetta ryðgi í bráð

Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 444
- Skráður: 16.júl 2011, 22:07
- Fullt nafn: Elvar Eyberg Halldórsson
- Bíltegund: Jeep WJ Grand Cherok
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Hvar er hægt að gufuþvo undirvagnin svo allt fari af honum til að gera svona?
Jeep WJ Grand Cherokee 4.7 L HO
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454
Elvar Eyberg Halldórsson
S:869 7454
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Ég veit ekki hvar slíkt fæst gert, en ég fékk svoleiðis græju lánaða frá múrara sem notar þessa græju m.a. til að þrífa krass og sprey af veggjum og í undirgöngum, og hún dugði til að losa alla leiðinda drullu svo tók ég restina bara með öflugri háþrýstidælu,
notabene var með boddýið á bílalyftu og ekki á grindinni þannig allar aðstæður voru kjörnar til að komast að
notabene var með boddýið á bílalyftu og ekki á grindinni þannig allar aðstæður voru kjörnar til að komast að
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Allir ættu ad eiga gufuhreinsivél, nýtist í miklu meira en ég hafdi ímyndad mér fyrst. Algjör snilld ad skella gufu á bletti, næstum alveg sama hvada blettir thad eru, svo er bara ad strjúka thá af/úr eda nudda lítilsháttar.
Svo getur yfirvaldid fengid vélina lánada til ad thrífa í kringum blöndunartækin og annad í eldhúsinu og inni á badi. :P
Svo getur yfirvaldid fengid vélina lánada til ad thrífa í kringum blöndunartækin og annad í eldhúsinu og inni á badi. :P
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Sævar þessi málning frá Poulsen, málaðir þú með pensli/rúllu eða sprautað á ?
LC 120, 2004
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Ég penslaði allt sem ég gat, en þetta efni er líka til á spraybrúsa en það þótti mér ekki þekja jafn vel svo ég notaði það eingöngu þar sem ómögulegt var að koma pensli að
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 278
- Skráður: 29.aug 2010, 19:48
- Fullt nafn: Þorvaldur Böðvarsson
- Staðsetning: Reykjavík
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Haukur litli wrote:Allir ættu ad eiga gufuhreinsivél, nýtist í miklu meira en ég hafdi ímyndad mér fyrst. Algjör snilld ad skella gufu á bletti, næstum alveg sama hvada blettir thad eru, svo er bara ad strjúka thá af/úr eda nudda lítilsháttar.
Svo getur yfirvaldid fengid vélina lánada til ad thrífa í kringum blöndunartækin og annad í eldhúsinu og inni á badi. :P
Hvernig græja er þessi gufuhreinsivél, er þetta eitthvað sem fæst á viðráðanlegu verði og hvar þá helst?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Ryðvörn á undirvagni eldri bíla.
Þessi græja sem ég fékk lánaða var svipuð og háþrýstidæla og virkar eiginlega eins, en ég get ekki ímyndað mér að hún fáist á verði sem hobbymaður kærir sig um, eigandinn fær líklega einhverjar tekjur inn af notkun græjunnar, enda er hún mjög öflug ég var með hana á 100°c og 90 bar þrýsting og tektíll og málning flaug alveg af
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur