Sælir félagar.
Ég er að velta fyrir mér að setja framdrif undir og hækka econoline. Þetta er 2001 ford 150 með 5,4 triton ég veit ekki hvaða tegund sjálfskiptingin er og þá hvort að það passi aftan á hana millikassi. Hvaða millikassa á að nota og get ég notað afturhásinguna og þá hvaða hásing er best að setja að framan og hvað geri ég varðandi ABS. Kerfið, á að taka það úr sambandi eða hvað.
Ástæðan fyrir því að ég ætla að hækka þennan bíl er meðal annars sú að þetta er frábært eintak sem hefur aldrei staðið úti hér á landi þ.e. áður en ég eignaðist hann og mjög lítið keyrður ég hef hug á að eiga hann lengi.
Með von um góð og gagnleg svör.
Econoline upphækkun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 11.okt 2014, 11:14
- Fullt nafn: Steinþór Darri Þorsteinsson
- Bíltegund: Ford
Re: Econoline upphækkun
Sælir nú er ég búin að kaupa annan econoline þ.e. 91 módel með 6 cil. Línu, dana 44 að framan og ford 8.8 að aftan báðar loftlæstar, c6 skiptingu og mér sýndist vera einhver ál millikassi (skoðaði það ekki nógu vel). Þannig að nú er spurningin hvað af þessu get ég notað, hvað er best að nota og hvernig er best að gera þetta? Er t.d. sniðugt að hækka hann aðeins á body líka til að halda þyngdini neðarlega eða á maður bara að hækka hann á hásingonum. Annað,er sniðugt að vera með auka millikassa( lo gír) og þá aðeins hærri hlutföll til þess að hann sé á lágum snúningi þegar maður er úti á þjóðvegi á 90 km.
Sorry ég kann ekki að setja myndir af bílnum inn.
Kv. D
Sorry ég kann ekki að setja myndir af bílnum inn.
Kv. D
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Econoline upphækkun
Líst vel á þetta hjá þér þú átt að geta notað allt úr partabílnum afturhásingin er sú sama 8.8 og millikassinn ætti að passa beint við þína skiptingu sem líklega heitir 4R100 eina spurningin er með millistykkið það er líklega lengri öxull afturúr þinni skiptingu en þó ekki víst þarft bara að skoða það og mæla.
Síðan er alltaf spurning hvað þú ætlar á stór dekk með hækkunina hvort hann er ekki orðinn nógu hár þegar framhásingin er komin undir annars er ekkert að vel frágenginni boddýhækkun ef þú þarft að lyfta meira.
Síðan er alltaf spurning hvað þú ætlar á stór dekk með hækkunina hvort hann er ekki orðinn nógu hár þegar framhásingin er komin undir annars er ekkert að vel frágenginni boddýhækkun ef þú þarft að lyfta meira.
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 11.okt 2014, 11:14
- Fullt nafn: Steinþór Darri Þorsteinsson
- Bíltegund: Ford
Re: Econoline upphækkun
Já ég gleymdi að taka það fram að ég er að spá í 38" dekk. Ég var líka að velta fyrir mér hvort að afturhásingin sem er undir 2001 bílnum sé sterkari. En hvað hafa menn verið að gera við abs bremsurnar eru þær bara aftengdar ?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 11
- Skráður: 11.okt 2014, 11:14
- Fullt nafn: Steinþór Darri Þorsteinsson
- Bíltegund: Ford
Re: Econoline upphækkun
Jæja nú er ég búin að rífa þennan econoline sem ég keypti og farin að spá í næstu skref. Nú vantar mig að vita hvar ég fái allt sem við á í þetta four link dæmi.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur