Sælir spjallverjar mér datt í hug að koma af stað smá umræðu um dekk mér og öðrum til fróðleiks og vonadi gamans líka :)
Ég er búinn að vera að spá í dekkjastærðum og tegundum, ég vil helst ekki fara í of stórt og alltaf eitthvað óorð á byas ply hefur mér fundist.
Svo hvað haldið þið með drifgetu 2500-2600kg bíls á 38" dekkjum (T.D AT dekkiði) Væri maður alltaf í spotta í fjallaferðum?
Mundi drifgeta aukast mikið að fara í 41" irok sem er aðeins mjórra?
Svo annað sem ég hef verið að spá er ég að græða eitthvað að fara í 39.5" byas ply dekk fram yfir 38"?
Endilega deilið ykkar reynslu á góðum dekkjum ekki verra er þyngd á bíl mundi fylgja. og þarf alls ekki að falla undir pælingarnar hér að ofan:)
Dekkjaspjall
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Dekkjaspjall
Það er alltaf gaman að vera á stóru dekki og engin spurning að í slæmu færi er það mikill munur en við flestar aðstæður er ca. 2.5 tonna bíll alveg fullfær um að skila sér vel áfram á 38" dekki og alveg sérstaklega ef hann hefur þokkalegt afl.
Hef keyrt talsvert með bílum í þessari þyngd og dekkjastærð td.patrol ekki mikið afl þar en skila sér ágætlega áfram allavega með sæmilegum dræver og svo td. ca.400 hestafla Astro á 39.5 irok radial ca.2.6 T sem ber sig mjög vel um og þarf ekki að bíða eftir,það væri einmitt gaman að prófa 41 irok eða 42 GY undir þann bíll.
Það sem ég hef séð af AT dekkinu á fjöllum er bara gott hef samt ekki keyrt á því sjálfur.
Og svo eru Pitbull með eitthvað af dekkjum td. 41.5 radial sem hljómar vel hef bara aldrei séð það í aksjón.
Hef keyrt talsvert með bílum í þessari þyngd og dekkjastærð td.patrol ekki mikið afl þar en skila sér ágætlega áfram allavega með sæmilegum dræver og svo td. ca.400 hestafla Astro á 39.5 irok radial ca.2.6 T sem ber sig mjög vel um og þarf ekki að bíða eftir,það væri einmitt gaman að prófa 41 irok eða 42 GY undir þann bíll.
Það sem ég hef séð af AT dekkinu á fjöllum er bara gott hef samt ekki keyrt á því sjálfur.
Og svo eru Pitbull með eitthvað af dekkjum td. 41.5 radial sem hljómar vel hef bara aldrei séð það í aksjón.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Re: Dekkjaspjall
Sæll, það er best að ég byrji :) ég myndi fara í stærra en 38 á þessum bíl já ,og 39.5 var ég einna fyrstur að prufa og ég setti þau á 14 tommu breiðar felgur og það skítvirkaði þó þau séu ekki radial blæs á allt hjal um að öll dekk þurfi að vera radial :) , þýðir samt enga feimni við að hleypa úr þessu bara fara vel niður með dekkin :) 41 hef ég ekki prufað en myndi hiklaust gera það ef ég ætti ekki kost á öðru , Gleymdu DC 44 ef þú ætlar í stærra en 41 til 42 þá er það bara 46,
Þá hefurðu mín ráð blessaður :)
Þá hefurðu mín ráð blessaður :)
-
- Innlegg: 1164
- Skráður: 05.maí 2011, 14:49
- Fullt nafn: Sveinn Haraldsson
- Bíltegund: Toyota hilux
- Staðsetning: Dalvík
Re: Dekkjaspjall
Hvernig haldiði að 39,5 15t radial super svamper komi út undir hilux sem er um 2 tonn
Sveinn Haraldsson
Toyota hilux 38"
Toyota hilux 38"
-
- Innlegg: 41
- Skráður: 01.nóv 2012, 13:48
- Fullt nafn: Guðni F Pétursson
- Staðsetning: Kópavogur
Re: Dekkjaspjall
ég er sammála því sem Brjótur talar um, þá sérstaklega að fara í stærra en 38" á þessum bíl, það hefur sýnt sig í ferðum þar sem færið fer að þyngjast eitthvað af viti þá hægist ansi fljótt á þessum bílum sem eru í þyngri kanntinum á 38"
en þetta fer nú yfirleitt áfram á endanum :)
en þetta fer nú yfirleitt áfram á endanum :)
Re: Dekkjaspjall
Ef þú ert að tala um bíl sem er klár á fjöll 2,5 - 2,6 tonn þá eru 38" dekk alveg nóg. Menn sem eru mikið í spotta á fjöllum eru yfirleitt klaufar að keyra. Það er auðvitað eðlilegt að lenda annað slagið í spotta en 38" bílar í þessum þyngdarflokki skila sér oftast vel með góðan bílstjóra. Kosturinn við að vera á 38" er sá að bíllinn er vel nothæfur utan fjallaferða. Ef þú hins vegar ert að fara að koma þér upp fjallabíl sem eingöngu á að nota sem slíkan er auðvitað mun skemmtilegra að vera á stórum dekkjum. Þetta er auðvitað bara mín skoðun og örugglega margir sem vilja stærra og stærra.
Ég fór af 38" yfir á 44" á 4runner sem ég átti einu sinni og sá alltaf eftir þeirri breytingu.
kv Tolli
Ég fór af 38" yfir á 44" á 4runner sem ég átti einu sinni og sá alltaf eftir þeirri breytingu.
kv Tolli
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Dekkjaspjall
Brjotur wrote:Sæll, það er best að ég byrji :) ég myndi fara í stærra en 38 á þessum bíl já ,og 39.5 var ég einna fyrstur að prufa og ég setti þau á 14 tommu breiðar felgur og það skítvirkaði þó þau séu ekki radial blæs á allt hjal um að öll dekk þurfi að vera radial :) , þýðir samt enga feimni við að hleypa úr þessu bara fara vel niður með dekkin :) 41 hef ég ekki prufað en myndi hiklaust gera það ef ég ætti ekki kost á öðru , Gleymdu DC 44 ef þú ætlar í stærra en 41 til 42 þá er það bara 46,
Þá hefurðu mín ráð blessaður :)
Nú er ég forvitinn. Af hverju eru 46 tommu dekkinn svona vinsæl vs 44? Maður hefur heyrt að þau þurfi helst að vera töluvert slitin til að belgjast almennilega o.s.frv. Er það breiddin sem er málið eða grófara munstur...
Re: Dekkjaspjall
Ragnar , það er náttúrulega misjafnt hvað mönnum finnst , sérð hér á undan að Tollinn talar hreint út um 38 ég hugsaði mér að segja þetta , een þá hefði þráðurinn snúist upp í að kveða mig niður :) en ég er samt ósammála honum með að 38 sé nóg undir þessa þyngd af bílum og ég er margbúin að prufa þessa stærð, einu jepparnir sem ég myndi nenna að ferðast á á 38 er hilux og sambærilegir bílar, kanski lc 120 svona við og við :) vinn á svoleiðis bílum :) En Ragnar þetta er rétt sem þú heyrir, ég hef ekki prufað ný 46 undir mínum Patta er á mýktum dekkjum undan Ford í túristakeyrslu og vil ekki annað bæði flotlega og já vegna grips, ég vil dekk með gripi ekki dekk sem hægt er að spóla endalaust ofan á snjónum :( hef heyrt hvoru tveggja um þessi dekk , þ.e. að þau séu of stíf fyrir Patrol ný, en svo þekki ég einn sem er á nýjum og er bara ánægður með þau , svona vill þetta vera misjafnt, en ég ætla að halda mig við hálfslitin tikeyrð dekk
kveðja Helgi Brjótur
kveðja Helgi Brjótur
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 234
- Skráður: 26.feb 2012, 23:34
- Fullt nafn: Óttar..
- Bíltegund: VW Touareg
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Dekkjaspjall
Hef heyrt að það sé ágætt að keyra á 41" irok en aftur á móti heyrir maður æ oftar ekkert sérstakar sögur af 44DC en hef aldrei prufað stærra en 38" og sá bíll var 2000kg og nóg afl, mjög gaman!
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Dekkjaspjall
Ein ástæðan fyrir vinsældum 46-tommunnar er framboðið. Það er mjög oft verið að auglýsa hálfslitin 46" hér á spjallinu undan ferðaþjónustubílum, og þau kosta kannski helminginn af því sem nýr 38-tommu gangur fer á.
-
- Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: Dekkjaspjall
jongud wrote:Ein ástæðan fyrir vinsældum 46-tommunnar er framboðið. Það er mjög oft verið að auglýsa hálfslitin 46" hér á spjallinu undan ferðaþjónustubílum, og þau kosta kannski helminginn af því sem nýr 38-tommu gangur fer á.
Við þurfum að fá fleiri ferðaþjónustuaðila á 38"-42" ef þetta er málið! :) Er Ísak flotinn ekki að skipta um dekk neitt?
En gríni sleppt þá er ég einnig forvitinn með 39.5" dekkin. Eru menn að fá e-ð markvert framyfir góð 38" þar, þ.e. þau virka vel en er þetta e-ð upgrade fyrir 38" bíl?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur