Hvað ertu alltaf með í bílnum?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 16
- Skráður: 16.des 2014, 20:03
- Fullt nafn: Birgir Örn Ragnarsson
- Bíltegund: Grand Cherokee ZJ
- Staðsetning: Kópavogur
Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Sælir og gleðilegt nýtt ár,
Ég sá skemmtilegan þráð á erlendu spjalli þar sem þessari spurningu var hennt framm.
Hvað eru menn allaf með í bílnum hjá sér?
Sjálfur er ég alltaf með startkappla, tóg, sjúkrapúða og símahleðslutæki
Ég sá skemmtilegan þráð á erlendu spjalli þar sem þessari spurningu var hennt framm.
Hvað eru menn allaf með í bílnum hjá sér?
Sjálfur er ég alltaf með startkappla, tóg, sjúkrapúða og símahleðslutæki
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Það er margt en meðal þess er neyðarblys, er alltaf með 2 slík í jeppanum og passa að endurnýja þau árlega og brenna þau gömlu á nýársnótt.
Kv. Freyr
Kv. Freyr
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Allt ofangreint er gáfulegt að hafa með og eiginlega engin ástæða að sleppa því, þó langar mig að bæta við að gott er að hafa spelku meðferðis, það er hægt að fá spelku úr áli í rauðakrossbúðinni á að mig minnir 1990 kr og tekur ekkert pláss og vigtar ekkert, er minni um sig en sjúkrapúði
Alveg ótrúlegt hvað maður getur spelkað traust með því að beygja álið í stans og þannig komið í veg fyrir hreyfingu á broti t.d. handarbroti eða fótbroti sem koma oft fyrir í óbyggðum, t.d. þarf oft ekki mikið út af að bregða svo maður brjóti óvænt ökkla eða fót við að ganga í djúpum snjó,
Ég hef ekki verið með þetta stk meðferðis í ferðum hingaðtil en hef oft hugsað til þess eftir að hafa setið skyndihjálparnámskeið hversu litlu hefur mátt muna margsinnis að grípa þyrfti til slíkrar spelku
Alveg ótrúlegt hvað maður getur spelkað traust með því að beygja álið í stans og þannig komið í veg fyrir hreyfingu á broti t.d. handarbroti eða fótbroti sem koma oft fyrir í óbyggðum, t.d. þarf oft ekki mikið út af að bregða svo maður brjóti óvænt ökkla eða fót við að ganga í djúpum snjó,
Ég hef ekki verið með þetta stk meðferðis í ferðum hingaðtil en hef oft hugsað til þess eftir að hafa setið skyndihjálparnámskeið hversu litlu hefur mátt muna margsinnis að grípa þyrfti til slíkrar spelku
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 703
- Skráður: 14.aug 2010, 21:35
- Fullt nafn: ólafur finnur jóhannsson
- Bíltegund: Toyota Yaris GRMN
- Staðsetning: Akureyri
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Ég er með sjúkrapúða slökvitæki kaðal skóflu verkfæri viftureimar kert kertaþræði kveikjulok og hamar
vetlinga og einota hanska hjólalegur framan á eftir að fá vara að aftan og eins hjöruliðskrossa já og er með tappa set auka ventla hettur og pílur vasaljós felgubolta felgurær plastbönd
vetlinga og einota hanska hjólalegur framan á eftir að fá vara að aftan og eins hjöruliðskrossa já og er með tappa set auka ventla hettur og pílur vasaljós felgubolta felgurær plastbönd
Síðast breytt af olafur f johannsson þann 02.jan 2015, 11:30, breytt 1 sinni samtals.
Toyota Yaris GR 4 2020
Hilux Sr5 22re 1995
Hilux Sr5 22re 1995
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Harðfisk og gúmmískó. Alvöru jeppakallar þurfa ekkert meira en það. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 90
- Skráður: 02.mar 2011, 19:34
- Fullt nafn: Þráinn Ársælsson
- Bíltegund: Chevrolet K2500
- Staðsetning: Vík í Mýrdal
- Hafa samband:
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
fyrir utan þetta vanalega sem allir eru með; basic verkfærasett spotta skóflu og sjúkrabúnað þá er þetta alltaf með í bílnum, svona hlutir sem maður getur alltaf reddað sér einhvað á
verklegan skiftilykil
sleggju
felgubolta og rær
ducktape
handfylli af bennslum
handfylli af vírum
handfylli af allskonar boltum og róm
gaslóðbolta og tin
handfylli af allsonar öryggjum - hef bjargað nokkrum á því fyrir engan kostnað
þjófavír til að opna bíla - glatað að hafa samt vírana inn í bílnum þegar maður læsir sig sjálfur inni....
millistærð af ströppum
tonnatak
voltmælir
prufulampa
tappasett
er reyndar alltaf líka með aðra innspítingartölvu, en það er bara eðlilegt fyrri 6.5 :)
verklegan skiftilykil
sleggju
felgubolta og rær
ducktape
handfylli af bennslum
handfylli af vírum
handfylli af allskonar boltum og róm
gaslóðbolta og tin
handfylli af allsonar öryggjum - hef bjargað nokkrum á því fyrir engan kostnað
þjófavír til að opna bíla - glatað að hafa samt vírana inn í bílnum þegar maður læsir sig sjálfur inni....
millistærð af ströppum
tonnatak
voltmælir
prufulampa
tappasett
er reyndar alltaf líka með aðra innspítingartölvu, en það er bara eðlilegt fyrri 6.5 :)
-
- Innlegg: 1919
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Ég ætla að vera ansi vel græjaður í fyrstu ferðinni á jeppanum, inn í landmannalaugar 9 jan
set sennilega bara inn mynd þegar ég er búinn að raða í bílinn, því það er annað mál að það er ekki sama hvernig hlutum er komið fyrir í bílunum, þá ekki síst verkfærum og þyngri hlutum sem geta farið af stað ef eitthvað kemur fyrir.
set sennilega bara inn mynd þegar ég er búinn að raða í bílinn, því það er annað mál að það er ekki sama hvernig hlutum er komið fyrir í bílunum, þá ekki síst verkfærum og þyngri hlutum sem geta farið af stað ef eitthvað kemur fyrir.
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 1270
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Svona fyrir utan þetta hefðbundna sem hefur verið talið hér að ofan, þá er gott ullarteppi staðalbúnaður hjá mér allt árið. Held að ullarteppi sé einn mest vanmetnasti björgunarbúnaðurinn sem til er, og ætti að vera í öllum bifreiðum. Eins merkilegt og það nú er, þá er mesta hættan á að fólk ofkælist í lofthita milli 10-12°C, ef það hefur lent í slysi. Því þá spáir enginn í ofkælingu, öllum finnst svo hlýtt. En þetta svo sem þekkja flestir, sem hafa komið að björgunarstörfum.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Sævar Örn wrote:Spelka.....
Græjan sú kallast SAM spelka og er frãbært ad hafa í bílnum. Ég er med eina í fjölskyldubílnum og var med tvær í jeppanum.
-
- Innlegg: 2667
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Var ekki einhver svipaður þráður um þetta hér á spjallinu fyrir ca. 2 árum síðan?
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Það er lykilatriði að vera með nægt eldsneyti til að komast heim. Helst með bíl í togi.
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
jwolf wrote:Það er lykilatriði að vera með nægt eldsneyti til að komast heim. Helst með bíl í togi.
Þetta er bara fyrir Ford kallana hinir þurfa minna eldsneyti því þeir eru í spotta aftaní. ;O)
Heilagur Henry rúlar öllu.
-
- Innlegg: 45
- Skráður: 11.feb 2014, 14:43
- Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
- Bíltegund: Suzuki Vitara
- Staðsetning: Reykjavík
- Hafa samband:
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Ég er nú bara byrjandi og þykir þetta góður þráður og fræðandi, en það sem ég er með hjá mér er...
Slökkvitæki
Spotti
Verkfærataska
Öryggi
Höfuðljós
Snjógleraugu
Gríma fyrir munn og nef (svona kulda ekki vinnu)
Tappasett
Svefnpoki
Gönguskór
Hleðslutæki fyrir síma
Labbrabbstöðvar og bílhleðslutæki
Inverter
Startkaplar
20l bensínbrúsi á hleranum
Skófla á toppnum
Ducktape
Litlir strappar
Og pottþétt að gleyma einhverju og það er alltaf eitthvað á innkaupalistanum.
Slökkvitæki
Spotti
Verkfærataska
Öryggi
Höfuðljós
Snjógleraugu
Gríma fyrir munn og nef (svona kulda ekki vinnu)
Tappasett
Svefnpoki
Gönguskór
Hleðslutæki fyrir síma
Labbrabbstöðvar og bílhleðslutæki
Inverter
Startkaplar
20l bensínbrúsi á hleranum
Skófla á toppnum
Ducktape
Litlir strappar
Og pottþétt að gleyma einhverju og það er alltaf eitthvað á innkaupalistanum.
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Hundrað sprittkerti. Og eldspýtur.
Getur auðveldlega skilið milli lífs og dauða.
Getur auðveldlega skilið milli lífs og dauða.
-
- Innlegg: 77
- Skráður: 31.jan 2010, 23:13
- Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
- Bíltegund: Patrol 44"
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
það sem er alltaf í bílnum hjá mér er;
sjúkrapúði
slökkvitæki
verkfærasett
lotfdæla og slanga
dráttartóg
teppi
frostlögur
teip
skófla
startkapplar
tjakkur
og örugglega einhverjir smáhlutir sem ég er að gleyma.
sjúkrapúði
slökkvitæki
verkfærasett
lotfdæla og slanga
dráttartóg
teppi
frostlögur
teip
skófla
startkapplar
tjakkur
og örugglega einhverjir smáhlutir sem ég er að gleyma.
Patrol 44"
-
- Innlegg: 77
- Skráður: 19.maí 2014, 21:53
- Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
- Bíltegund: Nissan Patrol Y61
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Takk fyrir skemmtilegan þráð. Það kemur mér á óvart að fáir nefna föt. Ég er með húfu, vettlinga, kuldagalla og gönguskór allt árið. Alveg nauðsynlegt ef maður þyrfti að skila bílinn eftir á fjallveg.
-
- Innlegg: 14
- Skráður: 30.sep 2014, 00:17
- Fullt nafn: Ingvar G Engilbertsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
Síma svo ég geti hringt eftir hjálp
Það sem er ekki í bílnum bilar ekki (Henry Ford)
Lada sport 1979 (seldur)
Lada sport 1987 (seldur)
Toyota 4Runner 1985 (seldur)
Toyota extra cab v6 1989 (seldur)
Toyota 4Runner 3 L. dísel 1995
Toyota extra cab 2.4 1992
Dodge Challenger 1970
Lada sport 1979 (seldur)
Lada sport 1987 (seldur)
Toyota 4Runner 1985 (seldur)
Toyota extra cab v6 1989 (seldur)
Toyota 4Runner 3 L. dísel 1995
Toyota extra cab 2.4 1992
Dodge Challenger 1970
-
- Innlegg: 1233
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Toyota Hilux
Re: Hvað ertu alltaf með í bílnum?
villtur wrote:Hundrað sprittkerti. Og eldspýtur.
Getur auðveldlega skilið milli lífs og dauða.
Virkilega góður punktur. Mér hefur aldrei dottið í hug að hafa þetta í bílnum. Hef þó oft notast við sprittkerti til þess að kynda híbýli.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur