Dekkjaval CJ7


Höfundur þráðar
Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Dekkjaval CJ7

Postfrá Jonasj » 18.des 2014, 19:38

Er með ríflega hálfslitin 38 tommu möddera undir CJ7 a 15 tommu felgum.
Velta fyrir mér valkostum í nýjum dekkjum. Ein spurning hvort maður eigi að leiðast út í eitthvað stærra? Kem stærri dekkjum undir, jafnvel 44.Eða halda sig við 38, fá betri aksturs eiginleika en minni drif getu.
Hvaða kostir eru markaðnum?



User avatar

jeepcj7
Innlegg: 1697
Skráður: 01.feb 2010, 08:46
Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
Bíltegund: F-250 Powerstroke
Staðsetning: Akranes

Re: Dekkjaval CJ7

Postfrá jeepcj7 » 18.des 2014, 19:58

Ef þú ætlar að halda þig við 15" felgur þá er bara til í 38" super swamper og AT dekkið síðan er til 39,5" irok radial og svo 42" irok diagonal svo næst er bara 44" DC,veit reyndar ekki alveg hvað Gunni Egils Icecool er með af Pitbull dekkjum.
Heilagur Henry rúlar öllu.

User avatar

Kiddi
Innlegg: 1160
Skráður: 02.feb 2010, 10:32
Fullt nafn: Kristinn Magnússon
Bíltegund: Wrangler 44"

Re: Dekkjaval CJ7

Postfrá Kiddi » 18.des 2014, 22:11

Er með Wrangler á 44" og er mjög sáttur við drifgetu en þarf að hleypa mjög mikið úr til að ná gripi, það skiptir svosem ekki höfuðmáli því þessir loftmælar eru bara til viðmiðunar. Langar samt að prófa AT dekkin en hef verið á 38" Mudder og finnst skemmtilegra í snjó á 44". Það bætist auðvitað við hellings fjöðrun með stærri belg sem getur verið kostur eða galli eftir því hvernig á það er litið.

Mér hefur sýnst menn margir hverjir vera svolítið á móti 44" Dick Cepek og skoðun þeirra á því dekki liti svolítið hvað þeim finnst um dekk eins og 41-42" Irok og fleiri í þeirri stærð. Þá á ég við að þeir sem eru sáttir við Cepekinn vilja ekki sjá þessar millistærðir en þeir sem segjast vera sáttir við þessar millistærðir vilja ekki sjá Cepekinn... ég persónulega vil ekki sjá Irok.


Höfundur þráðar
Jonasj
Innlegg: 71
Skráður: 01.feb 2014, 22:05
Fullt nafn: Jónas Jónatansson
Bíltegund: Willys CJ7

Re: Dekkjaval CJ7

Postfrá Jonasj » 18.des 2014, 22:40

Hvað með td goodyear 42. Þarf eg þá að skipta í stærri felgur? Hver er drifgeta þeirra t.d mv 38 mudder? Geri ráð fyrir að goodyear dekkin séu skemmtileg i keyrslu en spurning hversu mikið flot er i þeim og hvernig er að hleypa ur þeim.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 21 gestur