terrano turbo þrystingur
terrano turbo þrystingur
sælt verði folk er með terrano 2,7 sem er að blasa 2 psi en min spurning er get eg misst turbo þrysting i gengum hedd pakningu það er farið að hverfa af honum vatnið lekur hvergi svo hann er að brenna þvi binan er i lagi og allar hosur og cooler i goðu fyrir fram þökk
Re: terrano turbo þrystingur
99 árgerð blæs um 14 psi - þá slær ventillinn við túrbínuna af þannig að hún blæs ekki hærra. Mér þykir það mjög ótrúlegt að heddpakning geti lekið svo mikið að það hafi áhrif á þetta.
Eg mundi skoða:
Ventill við túrbínu stirður eða fastur eða lekur.
Óþétt pústgrein eða lagnir að túrbínu.
EGR ventil
Stífluð hráolíusía eða olíuskortur
Loftsíu
Eg mundi skoða:
Ventill við túrbínu stirður eða fastur eða lekur.
Óþétt pústgrein eða lagnir að túrbínu.
EGR ventil
Stífluð hráolíusía eða olíuskortur
Loftsíu
Re: terrano turbo þrystingur
buið er að blocka egr ventilinn við binuna er liðugur og ekkert slag eða neitt svoleiðis þar var að setja aðra turbinu i þar sem eg helt að hin væri ónyt þannig að pakkningar og allt þar i kring er i lagi ny loftsia og hráoliu sia lika svo eg er farinn að hallast af þvi að þetta er hedd pakkninguni að kenna
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: terrano turbo þrystingur
Ég lenti í svipuðu, gerði langa og mikla leit af vandanum. Hann hikstaði og höti líka mjög mikið hjá mér þegar ég bauð honum að fara hraðar. Það var rifin hosa við intercooler. Ég var með cooler fyrir framan, þannig að ég var með meiri lagnir en original. Vertu alveg viss um að hann tapi hvergi lofti út á leiðninni frá túrbínu að inntaki, og þá meina ég alveg viss með því að rífa dótið í sundur, sjónskoða, teyja og toga allar hosur og þrýstiprófa intercoolerinn.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: terrano turbo þrystingur
það eru bara 2 hosur a þessu hja mer og er eg buinn að skipta um þær og tjekkaði a coolernum samt bara 2 psi a gomlu og nyju binuni bles aður um 14
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: terrano turbo þrystingur
Fáðu þér uppþvottalög og blandaðu saman við vatn 50/50, og úðaðu á soggrein og soghlutann allann, og sjáðu hvar hann freyðir. Hann ætti að freyða þar sem að lekinn er. Ef það er enginn leki nein staðar, þá myndi ég fara að skoða spíssa eða olíuverk. Er nokkuð að blása út með eldgrein.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: terrano turbo þrystingur
Prufaðu að banka með hamri á öxulinn sem armurinn frá membru tengist, hef lent í því að öxullinn gangi aðeins út og þá stendur lokinn aðeins opinn og þar með gefur með honum.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur