Hersla á felguboltum.

User avatar

Höfundur þráðar
jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Hersla á felguboltum.

Postfrá jeepson » 27.sep 2014, 19:16

Sælir spjallverjar. Nú er ég að velta fyrir mér herslu á felguboltum. Hversu mikið á að herða t.d 12mm felgubolta. Ég herði 85nm á frúar pattanum og í kringum 100nm á 38" pattanum. Það væri gaman að vita æskilegar herslutölur yfir t.d 12mm 14 og 9/16 felgubolta. Ég hef aðeins verið að gæla við að skella 9/16 felguboltum í 38" pattann þar sem að stefnan er tekin á 44 eða 46" dekk. Og þá veitir kanski ekkert af að hafa svera bolta sem þola þokkalega herslu. En endilega. Komið góð svör við þessu. Þetta gagnast mönnum svo seinna í framtíðinni eins og margt annað hérna inná þessu fína spjalli.


Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn


KÁRIMAGG
Innlegg: 579
Skráður: 01.feb 2010, 12:59
Fullt nafn: Kári Freyr Magnússon

Re: Hersla á felguboltum.

Postfrá KÁRIMAGG » 27.sep 2014, 20:41

12mm er óhætt að herða uppi 120 nm
14mm eða 9/16 ma herða 150
þið leiðrettið mig ef eg man þetta ekki rett


olei
Innlegg: 816
Skráður: 30.apr 2011, 01:41
Fullt nafn: Ólafur Eiríksson

Re: Hersla á felguboltum.

Postfrá olei » 27.sep 2014, 21:03

Nissan Terrano, Nissan Patrol Y60 og Nissan Patrol Y61 - uppgefin hersla frá framleiðanda er: 118-147 Nm (12-15 kgm, 87-108 ftlb)

Herslutölur á felguboltum fara síðan eftir því hver stigningin er á þeim og fl atriðum.

Ps
Það er álitamál hvort eitthvað græðist á því að setja sverari felgubolta að framan í Patrol, nöfin eru ekki mjög efnismikil og þau veikjast við að bora þau út fyrir sverari boltum og mörg dæmi þess að boltarnir hafi losnað í þeim.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur