Sælir/Sælar.
Ég er að leita mér af Pallbíl og ákvað að óska eftir hjálp frá reynslu miklu fólki. ég er núna á Nissan disel dc árg 1999 sem er góður en krafturinn er enginn.
Það sem ég er að gera er: Ég er iðnaðarmaður/skipasmiður er oft að draga báta milli bæja, flytja timbur/rekavið, er með með lítin bóndabæ, Ég mun ekki nota þennan bíl dagsdaglega en þarf bíl sem er sterkur og áraðanlegur og kostar mig ekki handlegg, þar að seigja eyðir ekki brjálæðislega.verðið á bílnum sem ég er að leita af má vera 2mills.endilega deilið reynslu sögum af góðum öflugum pall bílum..
Takk fyrir..
Pallbíla kaup..
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Pallbíla kaup..
Hér er einn. Borgar sig reyndar að setja í hann kubb, til að ná niður eyðslu.
viewtopic.php?f=29&t=26215
viewtopic.php?f=29&t=26215
Fer það á þrjóskunni
Re: Pallbíla kaup..
Sammála svarta sambo... þessi bill myndi henta þér mjog vel í þetta. 7.3 vélin í þessum bílum er mjog sterk og vandræða lítil, buinn að eiga svona bíl siðan 2006 og hef ekkert nema gott um þá að segja.
Helsta viðhald á svona bíl eru sennilega bremsurnar... enn það er allt frekar ódyrt í þessa bila svo viðhaldskostnaður er sennilega lægri enn á japönskum pallbíl.
Eyðsla á svona bil óbreyttum er á milli 15 og 20 Hilux sem ég átti á undan fordinum var að fara með 17-18 litra innanbæjar á 38... þá vil eg frekar henda þessum litrum i almennilegan bil sem getur borið og dregið eitthvað og ekki vantar plássið inn í þessum bílum.
Helsta viðhald á svona bíl eru sennilega bremsurnar... enn það er allt frekar ódyrt í þessa bila svo viðhaldskostnaður er sennilega lægri enn á japönskum pallbíl.
Eyðsla á svona bil óbreyttum er á milli 15 og 20 Hilux sem ég átti á undan fordinum var að fara með 17-18 litra innanbæjar á 38... þá vil eg frekar henda þessum litrum i almennilegan bil sem getur borið og dregið eitthvað og ekki vantar plássið inn í þessum bílum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: Pallbíla kaup..
Þetta er akkúrat bílinn sem Eías bendir á. Ford með 7.3 lítra vél. Mikil dráttargeta, ótrúlega lítil eyðsla miðað við. Ég fór ásamt félaga mínum austur á Breiðdalsvík (úr Borgarfirði) með 3 öxla kerru og kramlausan bíl austur og palllausan 10 tonna vörubíl á heimleiðinni. Vagnlestin var 8.2 tonn á heimleiðinni (Ford Excurtion með 3 öxla kerru og vörubíl á kerrunni) og eyðslan á á heimleiðinni var 19l/100. Umræddur bíll er með tölvukubb og hann kraftar mjög vel. 7.3 er milljón mílu vél og kramið allt mjög sterkt, þó vissulega sé öllu hægt að ofbjóða.
Ef þú ætlar að draga eitthvað að ráði þá gleymiru þessu japanska dóti og ferð beint í amríku dótið. Chevy og dodge eru líka úrvals kostir, sérstaklega duramax vélin frá gm og cummins í dodge stendur alltaf fyrir sínu. Það er bara minna framboð af þeim og dýrari.
Japaninn er fínn í snattið og léttar kerrur.
Ef þú ætlar að draga eitthvað að ráði þá gleymiru þessu japanska dóti og ferð beint í amríku dótið. Chevy og dodge eru líka úrvals kostir, sérstaklega duramax vélin frá gm og cummins í dodge stendur alltaf fyrir sínu. Það er bara minna framboð af þeim og dýrari.
Japaninn er fínn í snattið og léttar kerrur.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 27
- Skráður: 22.sep 2014, 11:36
- Fullt nafn: Jón Ragnar Daðson
- Bíltegund: Ram2500
Re: Pallbíla kaup..
Ford með 7.3 lítra vél. Mikil dráttargeta .. vélarnar í ford sem eru um 6 litrA nýrri fordum héld ég. eru þær betri og eyðslu minni ?
-
- Innlegg: 579
- Skráður: 10.apr 2010, 11:39
- Fullt nafn: lúðvik freyr sverrisson
- Bíltegund: nissan patrol y60
Re: Pallbíla kaup..
eg tæki 7.3l frammyfir 6.0l vélina það virðist vera meira vesen a 6.ol motornum
1994 nissan patrol 2.8l 44"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
1994 toyota hilux 2.4l 38"
1996 toyota tacoma 2.7l 32"
1987 jeep cherokee 4.0l 38"
1988 jeep wrangler 4.2l 31"
1982 chevrolet custom deluxe 6.2l 33"
1976 international scout 5.2l 38"
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Pallbíla kaup..
Er sjálfur með svona 7.3L vél í F350. Og var að eyða 18-20L á 35" dekkjum í afturdrifi, fyrir kubb ( í langkeyrslu ). En er að eyða 12-13L í dag, á 37" dekkjum í afturdrifi, með kubb frá edge ( í langkeyrslu ). Það eru of mörg leiðindar tilfelli í 6.0L vélinni. til að ég myndi telja það fýsilegan kost. Held að 7.3L vélin, sé búinn að marg sanna sig, varðandi áreiðanleika. Vissulega eru fleiri bíltegundir, sem koma til greina, en mér hefur fundist verðmiðinn vera hærri, á þeim. Miðað við þessa tölu sem þú nefnir, þá held ég að þú fáir mest fyrir peninginn í 7.3L Ford. Þó svo að það sé ekki algilt. Og vissulega geta allir bílar bilað, sama hversu góðir þeir eru.
Fer það á þrjóskunni
-
- Innlegg: 1010
- Skráður: 02.des 2012, 02:05
- Fullt nafn: Hannibal Sigurvinsson
- Bíltegund: kaiser M715 44"
Re: Pallbíla kaup..
sælir ég verð að koma inn hér þið talið um 7,3L ford fint það er bara ein 7,3 L vél sem er nothæf ,,, það er siðasta útgáfan af þessari vél ,, sem er powerstroke með turbo ,, þessi maður er að fá ráð ef hann kaupir gamlan ford pickup með 7,3 ekki powerstroke og turbo þá er hann með 30l eiðslu 7,3 turbo er ekkert betra heldur ef stroke ið vantar
cummins er með minsta eiðsluna en sjálfskiptingin er ekki goð hun er sterkari i fordinum
þa er duramax sterk eins og cummins og með alison skiptingu sem er sterkast svo liklega er cevy i heild með vinninginn þar og minst hastur af þessum trukkum svo er Duramax ekki dýr i usa ef hun fer hun kostar ný 2000usd og helling til kostar minna en notuð cummins
6l fordinn er ansi misjafn jafn margar goðar sögur og slæmar kemur sú vél ekki um 2001-2002 og 7.3 vélin hættir þá logs þegar 7,3 var orðin fin eða ölluheldur nothæf
fyrir peninginn er ég sammála hér að ford 250-350 með lágan pall 7,3 power stroke turbo ca 99-2000 er málið ,,,stuttur pallur er að minu mati ekki nothæft ,,,og fáranlegt i svo stórum bil
cummins er með minsta eiðsluna en sjálfskiptingin er ekki goð hun er sterkari i fordinum
þa er duramax sterk eins og cummins og með alison skiptingu sem er sterkast svo liklega er cevy i heild með vinninginn þar og minst hastur af þessum trukkum svo er Duramax ekki dýr i usa ef hun fer hun kostar ný 2000usd og helling til kostar minna en notuð cummins
6l fordinn er ansi misjafn jafn margar goðar sögur og slæmar kemur sú vél ekki um 2001-2002 og 7.3 vélin hættir þá logs þegar 7,3 var orðin fin eða ölluheldur nothæf
fyrir peninginn er ég sammála hér að ford 250-350 með lágan pall 7,3 power stroke turbo ca 99-2000 er málið ,,,stuttur pallur er að minu mati ekki nothæft ,,,og fáranlegt i svo stórum bil
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: Pallbíla kaup..
Fyrstu 6.0L vélarnar, koma seinni hluta árs 2003. Minn kemur t.d. á götuna úti, í apr. 2003 og er með 7.3L vélinni. Ég held að allir ræðumenn, séu að tala um powerstroke útgáfuna. Og ef að japanskur pallur, hefur dugað, þá dugar styttri pallurinn á ford. Fordinn er líka rýmstur, ef við miðum við fjögurra dyra bílinn. Þannig að bíll sem er árg. 99-03, ætti að vera fýsilegur kostur.
Fer það á þrjóskunni
Re: Pallbíla kaup..
Ég ætla að bætast í halelúja hópinn á 7,3 vélina í ford.
Hef átt nokkra E350 með turbolausum 7,3 frá árg 88 held ég og upp í 93 og var ánægður með þær allar. Einn af þessum bílum notaði ég einmitt eins og þú ert að lýsa, bara í skak og misbjóða í ýmislegt og stóð hann alltaf fyrir sínu þrátt fyrir að vera að nálgast 400þ km markið.
Hef átt nokkra E350 með turbolausum 7,3 frá árg 88 held ég og upp í 93 og var ánægður með þær allar. Einn af þessum bílum notaði ég einmitt eins og þú ert að lýsa, bara í skak og misbjóða í ýmislegt og stóð hann alltaf fyrir sínu þrátt fyrir að vera að nálgast 400þ km markið.
Re: Pallbíla kaup..
Isuzu 3,1 er fínn dráttarmótor hef dregið vörubílinn minn á honum. En bíllinn kannski ekki beint dráttarbíll til að draga þunga hluti. Ég hef sjálfur verið að pæla í svona dráttarbíl en frúin tímir ekki að láta mig hafa fjármagn svo ég læt mér bara nægja að dreyma.
Þeir sem ég hef talað vð sem hafa reynslu af bæði Ford og Dodge segja Dodgsinn mikið meiri dráttarjálk, Gm mennirnir eru alveg sér á báti og prufa ekkert annað. En ég hef nú engan heyrt sem kallar Duramaxinn einhvern dráttarjálk þótt ég efist ekki um að það sé öflugur mótor því hann kemur frá Isuzu.
Alltaf finnst mér mest talað um eyðslu á Ford (átti reyndar einn Ford með stróklausan 7,3 sem eyddi skelfilega) Cummins vélin fannst mér alltaf bera af en gamla 6,2 fannst mér vera sparneytin í þeim bílum sem ég átti með slíkri vél. (en ekki beint góð dráttarvél)
Ég held að hagstæðustu kaupin séu í Ford "99-03 í þessum stóru amerísku diesel trukkum, Bensínbílar geta verið tölvert ódýrari og jafn vel þótt þeir eyði eitthvað meira en disel trukkarnir geturðu prófað að reikna út hvað þú getur fengið þér marga bensínlítra fyrir verðmunin og reiknað dæmið út frá því.
Þeir sem ég hef talað vð sem hafa reynslu af bæði Ford og Dodge segja Dodgsinn mikið meiri dráttarjálk, Gm mennirnir eru alveg sér á báti og prufa ekkert annað. En ég hef nú engan heyrt sem kallar Duramaxinn einhvern dráttarjálk þótt ég efist ekki um að það sé öflugur mótor því hann kemur frá Isuzu.
Alltaf finnst mér mest talað um eyðslu á Ford (átti reyndar einn Ford með stróklausan 7,3 sem eyddi skelfilega) Cummins vélin fannst mér alltaf bera af en gamla 6,2 fannst mér vera sparneytin í þeim bílum sem ég átti með slíkri vél. (en ekki beint góð dráttarvél)
Ég held að hagstæðustu kaupin séu í Ford "99-03 í þessum stóru amerísku diesel trukkum, Bensínbílar geta verið tölvert ódýrari og jafn vel þótt þeir eyði eitthvað meira en disel trukkarnir geturðu prófað að reikna út hvað þú getur fengið þér marga bensínlítra fyrir verðmunin og reiknað dæmið út frá því.
Re: Pallbíla kaup..
Það er einn punktur enn inn í þessar Pælingar en það er pallstærðin. Ég ermeð Dodge extracab með 8 feta palli og finnst alveg ótrúlegur munur hvað hann er notadrýgri en 6 feta pallarnir á crew cabinum. Aftursætið i extracabnum er líka alveg viðunandi svona á styttri leiðum.
Varðandi reksturinn þessum bílum þá er kunningi minn í Canada sem er með um 60 pikkupa í rekstri í kringum sitt fyrirtæki og hann notar lang mest Ford. Hann segir að þótt þeir eyði mun meira en Dodginn þá séu þeir samt að koma betur út í rekstri þegar á heildina er litið. þá er engöngu verið að tala um diesel bíla. Hinnsvegar segist hann kaupa Dodge fyrir þá sem hafa þá sem einkabíl og fari sæmilega með þá. Þá sé viðhaldið svipað og á Fordinum en eyðslan mun minni.
Varðandi reksturinn þessum bílum þá er kunningi minn í Canada sem er með um 60 pikkupa í rekstri í kringum sitt fyrirtæki og hann notar lang mest Ford. Hann segir að þótt þeir eyði mun meira en Dodginn þá séu þeir samt að koma betur út í rekstri þegar á heildina er litið. þá er engöngu verið að tala um diesel bíla. Hinnsvegar segist hann kaupa Dodge fyrir þá sem hafa þá sem einkabíl og fari sæmilega með þá. Þá sé viðhaldið svipað og á Fordinum en eyðslan mun minni.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur