keppni í snjóakstri?

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

keppni í snjóakstri?

Postfrá andrib85 » 03.sep 2014, 21:36

hefur verið haldin einhver keppni í snjóakstri á breyttum jeppum á íslandi? ég hef verið að velta því fyrir mér hvers vegna það er ekki gert?


Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


Brjotur
Innlegg: 369
Skráður: 31.mar 2013, 15:39
Fullt nafn: Helgi j. Helgason
Bíltegund: Patrol

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Brjotur » 03.sep 2014, 21:41

Ju það hefur verið gert fyri ca 12 til 15 arum a lyngdalsheiði einhverstaðar nalægt vörðu , og man ekki hvar annarsstaðar minnir að það hafi verið 2svar ,, væri gaman að gera þetta aftur :)

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá andrib85 » 03.sep 2014, 21:45

hvernig lýsti sú keppni sér?
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


vilmundur
Innlegg: 36
Skráður: 13.aug 2012, 18:32
Fullt nafn: Vilmundur Þeyr Andrésson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá vilmundur » 03.sep 2014, 21:47

er ekki alltaf tippakeppni leið og sést í bratta brekku í jeppaferðum

User avatar

Steinmar
Innlegg: 63
Skráður: 02.aug 2013, 08:38
Fullt nafn: Steinmar Gunnarsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Steinmar » 03.sep 2014, 22:27

Þessi keppni var, að mig minnir, haldin vorið 1997 á Lyngdalsheiði.

Keppt var í ratleik, þrautabraut, brekkuklifri, spyrnu og einhverju fleiru. Keppnin var bráðskemmtileg og margir ólíkir bílar og bílstjórar sem kepptu.
Tveir voru í hverjum bíl; ökumaður og aðstoðarmaður og þurftu báðir að taka virkan þátt í keppninni, t.d. í svokölluðum blindakstri, en það var bundið fyrir augu ökumanns og kóarinn leiðbeindi við aksturinn.

Það ekki óhugsandi að til séu einhverjar videómyndir af þessari keppni, í fórum gamalla félaga minna.

Kv. Steinmar

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá andrib85 » 03.sep 2014, 22:34

já þetta hefur örugglega verið gaman. núna er t.d. KOH (king off the hammers) rosalega vinsælt í usa og það er örugglega hægt að halda einhverja svipaða keppni hér heima nema bara í snjóakstri. svo hafa aldrei verið jafn margir öflugir og flottir jeppa hérna á klakanum. það væri örugglega ágætis mæting í svona keppni. það væri kannski hægt að merka leið uppa skjaldbreið og svo væri bara tímataka og sá sem er fljótastur upp vinnur. hægt væri að skipta í flokka. V8-V6, diesel yfir 5 lítra og undir. jafnvel opin flokk þar sem menn gætu verið á torfærubílum hehe
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1395
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Járni » 04.sep 2014, 00:20

Það er nokkuð til í þessu. Endilega þrumið fram hugmyndum og pælingum, aldrei að vita hvað gerist.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

-Hjalti-
Innlegg: 1635
Skráður: 07.feb 2010, 21:22
Fullt nafn: Hjalti Sigurðsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá -Hjalti- » 04.sep 2014, 04:42

þetta er ansi góð hugmynd !
Toyota 44"runner
Arctic cat M8000 162"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Sævar Örn » 04.sep 2014, 08:03

Stöð 3 sem var og hét var á staðnum og filmaði allt mjög vel, minnir að ég eigi þetta á VHS þyrfti að kanna það betur, var mjög skemmtilegt sjónvarpsefni
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Hjörturinn » 04.sep 2014, 08:26

Á hvers vegum var þessi keppni? 4x4?

Spurning hvort jeppaspjallið geti ekki haldið svona, væri samt gaman að hafa f4x4 stimpil á þessu líka.
Eins væri hægt að hafa tímakeppni frá jaka niðrí skálpanes.
Þetta gæti verið alveg ofsalega skemtilegt :)
Dents are like tattoos but with better stories.


biturk
Innlegg: 971
Skráður: 26.maí 2012, 10:42
Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
Bíltegund: Daihatsu feroza
Staðsetning: Akureyri

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá biturk » 04.sep 2014, 10:58

Sniðug hugmynd, mætti halda landshornakeppni og svo íslandsmeistara titil :)
head over to IKEA and assemble a sense of humor


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá sukkaturbo » 04.sep 2014, 15:17

Sælir félagar fyrir all löngu stakk ég upp á að halda svona keppni á Lágheiðinni góðar aðstæður þar stutt í mikinn snjó gistingu viðgerðar aðstöðu og allt sem til þarf. kveðja guðni

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá andrib85 » 04.sep 2014, 15:49

ég held að það væri sniðugast að byrja bara smátt í þessu. setja upp eina litla keppni, og ef það er virkilegur áhugi fyrir þessu þá vindur þetta bara uppá sig,
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan


risinn
Innlegg: 195
Skráður: 22.des 2010, 21:09
Fullt nafn: Ragnar Páll Jónsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá risinn » 05.sep 2014, 01:44

Ef að ég man rétt þá hélt Jeppaklúbbur Reykjavíkur, sem að var/er torfæru klúbbur, snjó keppni/keppnir í kringum árin 1992 - 1994 ef að ég man rétt. Þar voru að keppa venjulegir jeppar og svo komu keppnis jeppararnir. Ég man að þetta var svakalega gaman að horfa á. Þessi keppni var haldin á Bláfjalla svæðinu.

User avatar

jongud
Innlegg: 2667
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá jongud » 05.sep 2014, 08:20

risinn wrote:Ef að ég man rétt þá hélt Jeppaklúbbur Reykjavíkur, sem að var/er torfæru klúbbur, snjó keppni/keppnir í kringum árin 1992 - 1994 ef að ég man rétt. Þar voru að keppa venjulegir jeppar og svo komu keppnis jeppararnir. Ég man að þetta var svakalega gaman að horfa á. Þessi keppni var haldin á Bláfjalla svæðinu.


Hehe, gangi þér vel að fá keppnisleyfi þar núna!

User avatar

Finnur
Innlegg: 181
Skráður: 26.apr 2011, 13:41
Fullt nafn: Kristján Finnur Sæmundsson
Bíltegund: Jeep CJ-7 og LC 80

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Finnur » 06.sep 2014, 00:22

Sælir

Þetta er góð hugmynd, hana þarf bara að hugsa í gegn. Ég er búinn að hugsa um þetta undanfarin ár að það gæti verið gaman að setja upp snjó-Rallý. Þar sem einhver leið er ekin með tímatöku. Það er í raun meiri hraðaksturskeppni en keppni í drifgetu. Keppni í drifgetu getur verið snúin í snjó þar sem akstur í förum er ekki sambærilegur við akstur utan fara, og þá þarf mikið pláss ef allir keyra ný för. Ef sett væri upp brekku keppni þá þarf brekkan að vera verulega breið með jafndreifðum snjó svo sumir keyri ekki upp á hörðu meðan aðrir eru á kafi í snjó. En þetta er mjög skemmtilegt pæling sem þarf að útfæra, og gæti verið gott að byrja smátt eins og Andri nefndi.

kv
Kristján Finnur


beygla
Innlegg: 87
Skráður: 26.feb 2010, 17:50
Fullt nafn: sigurður egill stefansson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá beygla » 06.sep 2014, 08:29

jongud wrote:
risinn wrote:Ef að ég man rétt þá hélt Jeppaklúbbur Reykjavíkur, sem að var/er torfæru klúbbur, snjó keppni/keppnir í kringum árin 1992 - 1994 ef að ég man rétt. Þar voru að keppa venjulegir jeppar og svo komu keppnis jeppararnir. Ég man að þetta var svakalega gaman að horfa á. Þessi keppni var haldin á Bláfjalla svæðinu.


Hehe, gangi þér vel að fá keppnisleyfi þar núna!

þetta var haldið bakvið bláfjöll ekki við skíðasvæðið

User avatar

Skúri
Innlegg: 64
Skráður: 12.mar 2010, 19:39
Fullt nafn: Kristján Karl Kolbeinsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Skúri » 06.sep 2014, 10:44

Keppnin bakvið Bláfjöllin var haldin veturinn ´89 af Jeppaklúbbi Reykjavíkur.

Helgin áður en keppnin var haldin var farið að kanna aðstæður og voru þær mjög góðar en nóttina áður en keppnin var haldin kyngdi niður snjó svo keppnin varð aldrei eins skemmtilega og stóð til.
Ég á fullt af videóum af þessari keppni sem ég fékk hjá Ragga Kristins heitnum og var ég fyrir nokkrum árum búinn að setja þau á youtube.

Keppnin ´97 var öllu skemmtilegri skilst mér en ég var sjálfur á fjöllum þá helgi svo ég kíkti ekki á keppnin sjálfa en hún var sýnd á einhverri sjónvarpsstöðinni á þeim tíma, ef minnið mitt er rétt þá sigruðu þeir bræður Freysi heitinn og Gísli í Arctic Trucks við ekki svo mikinn fögnuð Bigga Bollu aka Fjalla sem hafði sett nítrókerfi í Djáknann fyrir þessa keppni He He He :-)

Hérna er eitt videó af keppninni ´89 af pabba þínum Hjörtur , en fleiri videó af ´89 keppninn sjást á þessari rás

https://www.youtube.com/watch?v=-d8aSNgcGuo
Kv. Kristján Kolbeinsson www.icejeep.com

User avatar

Höfundur þráðar
andrib85
Innlegg: 206
Skráður: 10.jan 2012, 23:09
Fullt nafn: Andri Björnsson
Bíltegund: Ford

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá andrib85 » 06.sep 2014, 11:21

þetta lítur út fyrir að vera gaman. það þarf að halda svona aftur
Ford Ranger 46" Powered by Chevy, driven by Nissan

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Hjörturinn » 08.sep 2014, 12:13

Gaman að sjá svona, vekur upp hugljúfar minningar að sjá gamla cruiserinn, það sem maður skröllti afturí þessu árum saman :)

Hvað segja menn um að hittast bara við tækifæri og taka fund á þetta, verður alltaf töluvert meira productive en svona netspjall.
Dents are like tattoos but with better stories.

User avatar

Hjörturinn
Innlegg: 643
Skráður: 01.feb 2010, 21:44
Fullt nafn: Hjörtur Már Gestsson
Bíltegund: Grand Cruiser 4.0TDI

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Hjörturinn » 03.maí 2017, 14:54

Svona til að vekja upp gamlan en skemtilegan þráð.

varðandi svona snjó rallý þá er alltaf hætta að menn fari sér að voða þar sem hraðinn gæti orðið töluvert mikill, en svona snjóbrekku spyrna gæti verið svoldið áhugavert, einfalt í framkvæmd og tekur hæfilegan tíma.

svipað og þetta: http://www.griztekusa.com/snowchallenge.html

https://www.youtube.com/watch?v=mNMJS1d3Rh0&t=1696s
Dents are like tattoos but with better stories.


karlguðna
Innlegg: 66
Skráður: 17.apr 2017, 17:47
Fullt nafn: guðmundur karl guðnason
Bíltegund: econoline

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá karlguðna » 03.maí 2017, 17:39

Sælir allir ,, það er náttúrulega bara gaman að svona spyrnu keppnum en ég hefði viljað sjá LIÐAKEPPNI þar sem tveir eða þrír bílar væru saman í liði og hinir ýmsu viðkomustaðir á hálendinu væru HLIÐ sem allir bílarnir þyrftu að komast til , þá myndi reyna á allan fjallamennsku pakkann. Þá væru ekki bara þeir aflmestu sem myndu endilega sigra, því eldsneyti til fararinnar þyrfti að hafa með ,,, einnig reyndi á ratvísi gps notkun , bilana lausnir og allt það sem góðir fjallamenn þurfa að kunna skil á ,,, kannski bæta við einhverjum þrautum svo sem að bjarga "manni" úr sprungu og fl. kannski ganga á eitthvað fellið fyrir auka stig ??? svo er tækninni að þakka að myndavél í hvern bíl er lítið mál, svo hægt væri að setja saman video fyrir dellusnúðana og kannski selja til styrktar einhverjum klúbbnum eða góðu málefni..
bara svona spekúlasjón. :)
kv Kalli


Haffinnalla
Innlegg: 2
Skráður: 05.maí 2017, 20:05
Fullt nafn: Hafsteinn Aðalsteinsson
Bíltegund: fj 40 44

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Haffinnalla » 05.maí 2017, 20:11

sælir gaman að þessu og gaman að því að cruiserinn er enn i fullufjöri
kv Haffi


Haffinnalla
Innlegg: 2
Skráður: 05.maí 2017, 20:05
Fullt nafn: Hafsteinn Aðalsteinsson
Bíltegund: fj 40 44

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Haffinnalla » 05.maí 2017, 20:27

hér eru tvær myndir fyrri tekin á vatnajökli fyrir rúmuári síðari á bryggjunni húsavík
mmm 323.jpg
mmm 323.jpg (1.68 MiB) Viewed 8406 times
mmm 046.jpg
mmm 046.jpg (1.58 MiB) Viewed 8406 times

User avatar

eirikuringi
Innlegg: 45
Skráður: 11.feb 2014, 14:43
Fullt nafn: Eiríkur Ingi Bengtsson Helgason
Bíltegund: Suzuki Vitara
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá eirikuringi » 23.maí 2017, 20:14

Vá þetta er áhugaverðasti þráður sem ég hef lesið í langan tíma, ég styð þetta heils hugar. Svona 3 bíla liðskeppni hljómar ótúrlega sniðug og reynir á hæfni manna til að vinna saman. Brekkukeppnir væru auðvitað miklu auðveldara "inngöngumiða" consept. En þetta er klárlega eitthvað til að vinna með. Ég spyð þá hugmynd um að prufa að funda um þetta, sakar ekki að hittast og kasta fram hugmyndum. Ég mæti í það minnsta.
33" Suzuki Vitara 1998 árgerð, aka. Mosi


Lenni Mullet
Innlegg: 10
Skráður: 20.feb 2010, 22:17
Fullt nafn: Leonard Jóhannsson
Bíltegund: AMC
Staðsetning: Akueyri

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá Lenni Mullet » 24.maí 2017, 09:32

Það hafa verið haldnar svona keppnir á Akureyri líka

Einu sinni allavega var keppt í snjó brekku keppni á á torfæru svæðinu á Akureyri fyrir Jeppa ( 198X eitthvað )
Svo hefur einnig verið haldin ein eða tvær snjó spyrnur á Jeppum líka


indjaninn
Innlegg: 11
Skráður: 26.mar 2010, 19:47
Fullt nafn: Þórarinn Þórarinsson

Re: keppni í snjóakstri?

Postfrá indjaninn » 10.maí 2018, 18:45

Er einhverstaðar hægt að sjá videoið af keppnini 1997


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur