Bensín gæði


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Bensín gæði

Postfrá grimur » 10.aug 2014, 23:36

Nú fór ég 2 helgar í röð til Siglufjarðar, sem eru kjöraðstæður fyrir eldsneytiseyðslu-mælingar.
Hérna fyrir sunnan hef ég verið að tanka hjá Atlantsolíu, aðallega vegna þess að stöðvarnar þeirra eru vel í leiðinni hjá mér í/úr vinnu.
Á Siglufirði er bara Olís.
Eftir að fara þennan rúnt fram og til baka, annars vegar með fellihýsi sem er næstum tonn í eftirdragi, og svo með bílinn meðal hlaðinn(2100 til 2300 kg á vigt), sýnist mér að það muni nokkurn veginn 2 lítrum á hundraðið eftir því hvort bensínið fór á tankinn.
Mest fór ég með 15.8 á AO bensíni, minnst með 10.8 á Olís bensíni.
Áhugaverðasti munurinn var á norðurleið 2100kg hleðsla, 13.1 eyðsla, sparakstur dauðans, AO bensín, versus 2300kg þyngd og 10.8 á hundraðið, ekkert sérstaklega sparað í akstri.
Bíllinn er 3.4 V6 90 Cruiser 2002 módel sjálfskiptur. Búinn að klappa inntaki og pústi, setja nýja spíssa og svona þannig að vélin er alveg í topp standi þrátt fyrir 270.000km keyrslu.

Þá er spurningin: Hafið þið sambærilega reynslu og mælingar á bensíni milli stöðva?
Það er ekkert lítið að spara jafnvel 15% með betra bensíni, fáeinar krónur eru ekki mörg% í afslátt þegar lítrinn er á næstum 250 kall.

Mælikveðja
Grímur




Aparass
Innlegg: 308
Skráður: 25.sep 2011, 21:29
Fullt nafn: Guðni Þór Scheving

Re: Bensín gæði

Postfrá Aparass » 10.aug 2014, 23:56

Ég þurfti að skjótast á akureyri um dagin að sækja guttann minn þar sem hann hafði verið í heimsókn hjá vini sínum og hann er ekki nema 8 ára gamall svo ég vildi ekki að hann færi í strætó.
Ég ákvað að skjótast á bílnum sem konan mín keyri á, sem er MMC Space Star með 1,3 vél og hann hefur alltaf verið nettur á eyðslunni en samt hangið í einhverjum 8,7 lítrum.
Nema hvað að þegar ég fór á shell stöðina upp á höfða þá ruglaðist ég á dælum og fyllti bílinn af 98 oktana súperbensíninu hjá þeim sem ég man ekki hvað heitir, það kostaði aðeins meira en ekkert svo mikið.
Ég keyrði síðan alla leið norður og enginn sparakstur og þurfti að fara sirka 15km lengra en akureyri að sækja guttann. Síðan til baka á ak og þar var rúntað eitthvað og bryggjan skoðuð og við fengum okkur að éta og síðan brunað beint aftu í bæinn.
Þegar ég kom aftur í höfðabrekkuna þá fór ég beint á N1 stöðin þar og fyllti aftur og það var ekki nema 10.700 sem fór á hann eftir alla þessa keyrslu bæði fram og til baka.
Þetta er eyðsla sem ég hef ekki séð áður í þessum bíl svo það gerði eitthvað þetta bensín og það sem meira var að hann eyddi minna næstu tvær vikurnar, síðan sá ég á skjánum að eyðslan var hægt og rólega að komast í sama horf og hún var áður, núna þarf ég bara að testa þetta aftur með sama bensíni þegar ég renni út á land næst.


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bensín gæði

Postfrá grimur » 11.aug 2014, 00:20

Já mig er að gruna þjappþolið, sérlega þar sem long term fuel trim var ekkert að breytast að ráði(er með OBD2 á bluetooth og Torque Pro í símanum til að fylgjast með tölvunni). Ég er ekki kominn með kveikjuflýtinguna í puttana, þannig að það gæti hafa hliðrast helling milli tanka. Bílar eru víst með slatta mikla getu til að hliðra tímanum á kveikju, sem getur nýtt hærri oktantölu betur skilst mér. Annars er ég ekki alveg nógu sleipur í þeim fræðum.
Allavega, ég ætla að prófa 98 ofurbensín við tækifæri. Aldrei að vita hvað þá gerist...ef ég næ 12 ára gömlum sjálfskiptum bensín cruiser niður fyrir 10 á hundraðið eru náttúrulega lögmál brotin ;-)

Kv
G


Elmar Þór
Innlegg: 50
Skráður: 11.sep 2011, 18:54
Fullt nafn: Elmar Þór Hauksson

Re: Bensín gæði

Postfrá Elmar Þór » 12.aug 2014, 19:50

Er þetta ekki enn eitt ruslið sem er verið að selja okkur fyrir morðfjár, einhvað gamalt drasl sem er útrunnið annars staðar, mér finnst rosalegt hvað það fara mikið að súrefnisskynjurum í bílnum í dag, ætli það sé tengt bensíninu sem við erum að fá ?

User avatar

svarti sambo
Innlegg: 1273
Skráður: 15.okt 2013, 19:45
Fullt nafn: Elías Róbertsson
Bíltegund: F350 38,5"
Staðsetning: Ólafsvík

Re: Bensín gæði

Postfrá svarti sambo » 12.aug 2014, 22:29

Ég heyrði sagt að N1, væri eina olíufélagið hér á landi, sem myndi setja öll bætiefnin í eldsneytið, sem ætti að vera. Þetta var haft eftir aðila sem vinnur hjá Olíudreifingu. Þar sem að einn sem ég þekki, var að lenda í tómu tjóni með vélina hjá sér reglulega, fór hann að spyrjast fyrir um þessi mál vegna tengsla. Og þetta var niðurstaðan úr því.
Fer það á þrjóskunni


Höfundur þráðar
grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Bensín gæði

Postfrá grimur » 13.aug 2014, 00:20

Áhugavert. Ég á allavega eftir að prófa mig áfram með þetta, er með ágætis prófunar apparat í höndunum held ég þar sem cruiserinn virðist svara vel svona breytingum og ég get lesið auðveldlega út hvað tölvan er að finna út hverju sinni. Langar samt að finna "app" sem safnar og geymir fuel trim og kveikju mappið. Það hlýtur að vera til. Annars verður maður bara að læra að forrita Android og gera þetta sjálfur. Ég var alls ekki sáttur við hvað hann var að svolgra mikið þangað til ég datt óvart niður á þetta að skipta um bensín birgja, reyndar setti ég aftur í hann hvarfakút, high-flow Flowmaster kút, en munurinn er samt til staðar milli bensínstöðva.
Ég set fljótlega inn það sem er búið að gera til að ná þessu svona niður í tækni innlegg, það er aldrei að vita nema einhverjir geti nýtt sér það.
Kv
G

User avatar

jongud
Innlegg: 2700
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: Bensín gæði

Postfrá jongud » 13.aug 2014, 08:18

Ein spurning Grímur; er EGR dæmið tengt á vélinni?


baldur
Innlegg: 159
Skráður: 02.feb 2010, 17:43
Fullt nafn: Baldur Gíslason

Re: Bensín gæði

Postfrá baldur » 13.aug 2014, 08:45

Ef til vill eru einhver olíufélög byrjuð að uppfylla lög sem tóku gildi um áramótin og kveða á um að þynna skuli bensínið út með einhverju sem er ekki bensín.


Rögnvaldurk
Innlegg: 77
Skráður: 19.maí 2014, 21:53
Fullt nafn: Rögnvaldur Kári Víkingsson
Bíltegund: Nissan Patrol Y61

Re: Bensín gæði

Postfrá Rögnvaldurk » 13.aug 2014, 11:10

Öll Olíufélög á Íslandi fá sama bensínið. N1 bætir bætiefni út í bensínið og nýlega fór Olís einnig ap gera það. Ég veit ekki um hin olíufélögin. Þó svo að bensín gæti haft einhver áhríf á eyðsluna efast ég um að það sé aðalorsök mikils munns. Til dæmis er allt annað að keyra frá A til B en frá B til A. Vindátt og brekkurnar á leiðinni ræða jú líka mikið um eyðsluna.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur