Galloper snillingar sameinist


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Galloper snillingar sameinist

Postfrá Andri M. » 27.jún 2014, 23:55

eg á s.s. forláta galloper bifreið, sem tók upp á því um síðustu helgi að koka, og vera kraftlaus, og varla meikar það yfir 2000-2200 snúninga fyrir utan að hægagangurinn er rétt um og yfir 500 snúningum, og svoldið grófur finnst mer

eftir að hafa komist að því að loftsía væri hrein, túrbína í lagi, og ekki nema 2-3000 km síðan skipt var um hráolíusíu

var mer bent á að líklegast orsakaði skítur, raki og eða einhver gróður í eldsneytiskerfinu þetta vesen, og var mer bent á að fara upp í kemi og kaupa einhvað sull þar til að setja í tankinn sem á að hreinsa eldsneytiskerfið, svo eg fór þangað uppeftir og keypti einhvað sull sem þeir hjá kemi bentu mer á, og setti á tankinn, og það var einsog við manninn mælt, allt í einu fór krafturinn að aukast, kokið minnkaði, bíllinn fór að haga sér svona einsog hann á að sér að vera,

þannig að eg ákvað að gera mer ferð aðeins út úr bænum, og þá snarversnaði hann, og er orðinn margfalt verri heldur en helgina áður, s.s. kraftminni, og kokar meira, og eg þurfti að læðast upp kambana í 1-2 gír á 15-20 km/klst

hvað dettur ykkur snillingunum í hug að geti verið að hrjá greyið, og hafið þið lennt í einhverju svipuðu með ykkar bíla hvort sem það sé galloper eða aðrir sambærilegir bílar

bíllinn minn er s.s. 99 módel, og keyrður rúmlega 136 þús




Bjarni Ben
Innlegg: 82
Skráður: 23.nóv 2011, 10:12
Fullt nafn: Bjarni Benedikt Gunnarsson
Bíltegund: Willys

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Bjarni Ben » 28.jún 2014, 00:27

Mér þykir líklegast að þú hafir náð að hreyfa við einhverri drullu í rörum og/eða tanki sem hefur safnast fyrir í nýju hráolíusíunni þinni og stíflað hana.
Bjarni Benedikt
Willysdellukall

User avatar

Freyr
Innlegg: 1704
Skráður: 01.feb 2010, 10:52
Fullt nafn: Freyr Þórsson

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Freyr » 28.jún 2014, 00:33

Á inntakinu á olíuverkinu er lítil vírsía sem getur pakkast af drullu og valdið vandræðum á borð við þau sem þú ert að fást við.


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Andri M. » 28.jún 2014, 16:53

eg þakka fyrir fenginn svör, eg vona innilega að þetta sé ekkert alvarlegra en það sem bent hefur verið á hér að ofan, talaði við einn mjög svartsýnan í gær sem sagði að mótorinn gæti verið farinn

eg skil ekki hvað getur orsakað það að mótor fari ef smur og kælikerfi er í lagi, og vél hefur verið reglulega smurð og fengið gott viðhald


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá sukkaturbo » 28.jún 2014, 19:44

Sæll skoðaðu vírsíuna .


spazmo
Innlegg: 77
Skráður: 31.jan 2010, 23:13
Fullt nafn: Grétar Mar Axelsson
Bíltegund: Patrol 44"

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá spazmo » 28.jún 2014, 23:07

sælir.
ég myndi skoða hvort stönginn sem er á milli túrbínu og membru sé ekki örugglega tengd saman.
því ef hún fer af þá stendur aflestunin opin á túrbínunni og mótorinn verður afllaus og leiðinnlegur, en aftur á móti ætti þetta ekki að hafa áhrif á hægaganginn en vert að skoða þetta líka.
lenti í þessu vandamáli á mínum gamla.
kv. Grétar
Patrol 44"


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Andri M. » 29.jún 2014, 00:19

takk fyrir þetta, eg prófa að kíkja á vírsíuna og þessa stöng sem liggur frá túrbínu til membru

en með þessa vírsíu er hún utanáliggjandi, eða þarf eg að rífa einhvað til að komast að henni ?

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Stebbi » 29.jún 2014, 00:23

Þarft að finna olíurörið fremst á olíuverkinu og losa svokallaðan 'banjo-bolta'. Passaðu bara vel upp á koparskinnurnar sem eru báðu megin á endanum á rörinu. Þegar þetta er komið í sundur þá er þessi stálsía ofaní gatinu og það þarf að veiða hana upp með vír eða einhveju áhaldi.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Sævar Örn » 30.jún 2014, 02:33

skoðaðu líka allar eldsneytislagnirnar frá tank og fram í olíuverk, ég átti galloper sem var vitamáttlaus upp brekkur og missti afl eftir langvarandi botngjafir, á þeim bíl var örlítil skemmd á rörinu frá hráolíusíunni (eitthvað hafði nuddað járnið og gert nálargat) þetta orsakaði að kraftleysi varð þegar bíllinn hallaði upp á við því þá tók hann greinilega inn meira loft en annars, og eins þegar olíugjöfin var sett í botn í lengri tíma


hef líka átt galloper þar sem óhreinindi í þessari vírsíu sköpuðu vandræði, þau voru þó stöðug og bíllinn var alltaf eins aldrei skárri eða verri, tregur upp á snúning og hægfara almennt
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Andri M. » 10.júl 2014, 21:45

þá er það komið á hreint, hráolíusían var stutfull af ógeði, og litla vírsían líka, búið að hreinsa bæði, og bíllinn hefur aldrei verið jafn kraftmikill, allaveganna ekki í minni eigu


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá grimur » 11.júl 2014, 02:58

Þessar upplýsingar ættu að fylgja öllum gömlum galhoppurum. Hrjáði minn nákvæmlega svona.
Stöngin á bypass ventilinn í túrbínuna fór líka eins og nefnt var hérna að ofan.
Svo eru tankarnir ryðsæknari en allt. Endaði á að smíða nýjan í minn ásamt að leggja nýtt úr honum fram í vélarrúm og til baka.
Þetta er kannski það helsta, fyrir utan trissuna framaná sveifarás sem er ógeðslega dýr og vandfundin sem og hjöruliðskrossar í sköftin.

Þetta Galloper ævintýri herti mig bara í Toyota trúnni, fæ mér allavega ekki eitthvað kóreskt eða Mitsubishi ættað á næstunni...þetta er sjálfsagt orðið ágætt dót í dag en þessi Pajero kópía var ekki vel heppnuð.

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Stebbi » 11.júl 2014, 18:25

Þetta Galloper ævintýri herti mig bara í Toyota trúnni, fæ mér allavega ekki eitthvað kóreskt eða Mitsubishi ættað á næstunni...þetta er sjálfsagt orðið ágætt dót í dag en þessi Pajero kópía var ekki vel heppnuð.


Hefðirðu átt gamla hiluxinn minn þá hefðirðu sjálfsagt aldrei fengið þér Toyotu nokkurn tíman aftur. :)
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"

User avatar

Sævar Örn
Innlegg: 1919
Skráður: 31.jan 2010, 19:27
Fullt nafn: Sævar Örn
Bíltegund: Hilux
Staðsetning: Reykjavik
Hafa samband:

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Sævar Örn » 11.júl 2014, 19:36

galloper eru snilldar bílar, eru bara svo rosalega misjafnir, er búinn að eiga 8 stk og sá sjöundi var eintak sem ég kann mjög vel við og hef ferðast mikið á...

sá fyrsti var líka mjög góður en ég fór mjög illa með hann og reif hann fyrir rest, mótorinn er í súkkunni núna
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is

Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is


Höfundur þráðar
Andri M.
Innlegg: 133
Skráður: 02.feb 2010, 15:00
Fullt nafn: Andri Már Eyþórsson
Staðsetning: Reykjavík

Re: Galloper snillingar sameinist

Postfrá Andri M. » 12.júl 2014, 00:43

allaveganna er galloperinn orðinn það kraftmikill að eg þurfti að hringja í þann sem lagaði bílinn fyrir mig, og double tjékka hvort hann hafi nokkuð átt við túrbínuna í honum, því eg einfaldlega trúði því ekki að það væri til svona mikið afl í orginal galloper


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur