Vantar ráðgjöf - fyrstu kaup á breyttum jeppa. LC 120, 35"


Höfundur þráðar
Parelius
Innlegg: 2
Skráður: 24.jún 2014, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Parelius Finnsson

Vantar ráðgjöf - fyrstu kaup á breyttum jeppa. LC 120, 35"

Postfrá Parelius » 24.jún 2014, 20:37

Heilir og sælir á Jeppaspjallinu.
Nú er mig búið að langa í breyttann jeppa síðan 2009 og lofaði konunni að fara ekki útí þann pakka fyrr en við hefðum efni á því.
Nú er fjárhagsstaðan orðinn nægilega góð (að ég tel) að ég geti leyft mér að kaupa græju.

Bíllinn sem ég hef í huga er Landcruiser 120 LX, AT breyttur í 35". Ekinn 200þ km.

Ég fór og skoðaði gripinn og var bennt á að tékka sérstaklega á smurbók.
Bíllinn hefur verið smurður á 10-14þ km fresti og skoðaður án athugasemda frá byrjun (fyrir utan eitt skipti þar sem þurfti að stilla ljós og setja slökkvitæki í bílinn)

Enginn olía sjáanleg í vél, engar útfellingar á batteríum.
Mun fara með hann í ástandsskoðunn hjá Artic Trucks til að tékka á hlutum sem ég hef ekki þekkingu né vit á ;)

Nú spyr ég. Hvernig er að reka svona græju?

Hvernig er eyðsla á LC 120 LX með 35" breytingu í blönduðum akstri?
Hvað kostar td að skipta um bremsupúða etc?
Hvað slittnar mest á svona bíl?

Mun ég gersamlega setja mig á hausinn eða ?


Bestu kveðjur
Hjalti Parelius




Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Vantar ráðgjöf - fyrstu kaup á breyttum jeppa. LC 120, 35"

Postfrá Izan » 24.jún 2014, 21:17

Sæll

Þetta hljómar ekkert illa, 10-14 þ km fresti er óþarflega langur tími milli smurninga að mér finnst, sérstaklega þegar vélin fer að eldast og slitna (toyotuvélar slitna nefninlega líka eins og aðrar vélar þó að sumir telji það ekki vera) myndi segja að 5-7 þ vera lágmark. Þú þarft að lesa í gegnum smurbókina hvað hefur verið gert s.s. hefur bara verið þefað af gírolíunum eða hefur verið skipt um þær reglulega og það á öllu, gírkassa, millikassa og fram og afturdrifi. Þetta er það sem þarf að lesa úr smurbókum og eins að athuga hvort hún sé óhrein og hvort það sé alltaf notaður sami penni og rithönd því að það gæti bent til þess að smurbókin hafi verið samnin í fyrradag.

Ég veit ekkert um hvaða tekjur þú hefur og get þessvegna engan veginn svarað því hvort þessi bíll muni gera þig gjaldþrota en ef þú ert ekki að skuldbinda þig til að borga þeim mun meira á mánuði í afborganir ætti þetta að vera á færi meðaltekjufólks leikandi. Hann á eftir að bila, það er á hreinu, og þú gætir verið svo óheppinn að í þessu eintaki fari t.d. hedd og kosti urmul af peningum en það gæti líka gerst við bílinn sem stendur við hliuðina á honum á bílasölunni. Þú gætir líka verið svo heppinn að það dugi að skipta um bremsuklossa á nokkurra ára fresti og hjólalegur en enginn veit fyrr en allt í einu.

Ég er ekki mikill Toyotu maður (eins og glöggir sáu úr skrifum mínum hér ofar) og þekki ekki hvað er viðkvæmt í þessum bílum.

Kv Jón Garðar

User avatar

snöfli
Innlegg: 287
Skráður: 03.sep 2010, 19:21
Fullt nafn: Lárus Elíasson
Bíltegund: Patrol Y61

Re: Vantar ráðgjöf - fyrstu kaup á breyttum jeppa. LC 120, 35"

Postfrá snöfli » 24.jún 2014, 23:38

Þú segir ekkert um árgerð, en held að það skipti milli 2004 og 2005 sem hann kemur með 5 gíra sjálfskiptingu.
Mjög skemmtilegt combó vélinn í þessum bílum og skiptingin, millikassin líka búinn að ná pajero Standard: 2H, 4H, 4Hlock, 4L.
Mér skilst að eldsneytisdælurnar hafi verið að fara í þessum bílum (100þús plús per dælu) uppúr 100þúsundunum í akstri. Hægagangurinn brokkgengur þegar þær fara.

Hef átt svoná óbreyttan VX og 39,5" breyttan LX. Báðir ágætir bílar sem biluðu lítið/ekkert. Menn borga hinsvegar handlegg og fót fyrir "reglubundið" viðhald hjá umboðinu, hvar-inní þeir skipta um hitt og þetta án þess að láti þig vita:)

39,5" var í 13lítrum í raun, og hinn í ef ég man rétt 10-11, en þá að stærstum hluta innanbæjar. Hinvegar merkilega snarpir og liprir innanbæðjar

l.


Höfundur þráðar
Parelius
Innlegg: 2
Skráður: 24.jún 2014, 20:12
Fullt nafn: Hjalti Parelius Finnsson

Re: Vantar ráðgjöf - fyrstu kaup á breyttum jeppa. LC 120, 35"

Postfrá Parelius » 25.jún 2014, 01:03

Kærar þakkir fyrir svörin, ég gleymdi að taka framm að hann er 2003 módel, beinskiptur.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur