Econoline 1988 drepur á sér


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 03.jún 2014, 20:44

Sælir

Er með econoline 350 með 351 bensín og innspýtingu. Hann tók allt í einu uppá því að drepa á sér í tíma og ótíma þegar hann hitnar,er mun betri kaldur. finnst eins og þetta sé bensíntengt en það er nóg að svissa af ,einusinni,á aftur af og þá dettur hann í gang og keyrir í smá tíma. stundum er hann bara fínn.

Kannast einhver við svona skemmtilega bilun

Bestu kveðjur
Hilmar



User avatar

Jónas
Innlegg: 111
Skráður: 10.apr 2010, 09:56
Fullt nafn: Jónas Hafsteinsson
Staðsetning: Reykjavík
Hafa samband:

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá Jónas » 03.jún 2014, 21:25

Stífluð bensínsía getur látið svona ( stíflan þéttist við þrýsting/sog ) biluð háspennukefli detta oft út þegar þau hitna.


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 04.jún 2014, 03:29

Takk fyrir þetta
Er búinn að skipta út háspennukefli prófa síuna

Bestu kveðjur
Hilmar


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 05.jún 2014, 19:33

það er ekki bensínsían en eithvað tengt bensíninu. einhverjar fleiri hugmindir


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá sukkaturbo » 06.jún 2014, 07:27

Sæll Hilmar komdu með hann og við lögum þetta ekki vandamál kveðja guðni


grimur
Innlegg: 891
Skráður: 14.mar 2010, 01:02
Fullt nafn: Grímur Jónsson

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá grimur » 06.jún 2014, 21:48

Haha...farið að róast í Hulk verkefninu?

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá MixMaster2000 » 06.jún 2014, 23:34

Sæll. Er bensíndælan ekki bara orðin slöpp. Þær geta farið að detta svona út þegar þær eru orðnar lélegar, þó svo að oftast deyi þær bara allveg.
Þú getur athugað hvort það heyrist í dælunni næst þegar þetta gerist, áður en þú svissar af. Ef það heyrist ekki í henni getur þú prófað að mæla spennuna að henni til að vera allveg viss.

Er hann mað dæluna í tanknum eða utaná grindinni, eða bæði?

kv Heiðar
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


sukkaturbo
Innlegg: 3133
Skráður: 07.feb 2010, 13:19
Fullt nafn: Guðni Þór Sveinsson

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá sukkaturbo » 07.jún 2014, 08:15

jamm hulk búinn


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 09.jún 2014, 21:54

Takk fyrir kíki á dæluna er búinn að tengja framhjá skiptinum en á dæluna eftir. Stundum dettur hann í gang aftur án þesss að nokkuð sé gert. Dælan er næst


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 09.jún 2014, 23:10

Hvar er best að kaupa dælu og hvernig dælu? hún er ekki tank heldur á grindinni


Bad
Innlegg: 19
Skráður: 19.aug 2013, 15:15
Fullt nafn: Bjarni Rúnar Jónsson
Bíltegund: Isuzu

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá Bad » 09.jún 2014, 23:35

Ég er með 4.9 með beinni innspýtingu árgerð 1991 og hann er með dælur bæði í tönkum og í grind. Er alveg sama úr hvor tanknum þú tekur?

User avatar

MixMaster2000
Innlegg: 101
Skráður: 05.des 2011, 20:41
Fullt nafn: Heiðar Þorri Halldórsson
Bíltegund: Ford Bronco 1974

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá MixMaster2000 » 10.jún 2014, 17:38

Þú ættir að geta fengið dælu í Bílanaust eða álíka búð. Það voru meira og minna sömu dælurnar í öllum þessum fordum á þessum tíma. 4,9 vélin var bara með annan regulator 60pund í stað 40punda sem var á öllum V8.
Annars eru þetta fínar dælur:
http://www.summitracing.com/int/parts/vpn-gsl392bx/overview/
http://www.summitracing.com/int/parts/crt-p74028/overview/make/ford

Ef það er bæði dæla í tanknum og á grindinni þá er dælan í tanknum bara prime-dæla upp á aðaldæluna á grindinni. Vélin á að geta vel gengið þú svo að tælan í tanknum sé ekki til staðar.

kv Heiðar
Ford Bronco 1974, 351W EFI
Polaris 800 RMK 155
Polaris Fusion, 900


Höfundur þráðar
hilmarerl
Innlegg: 15
Skráður: 03.jún 2014, 20:34
Fullt nafn: Hilmar Erlingsson
Bíltegund: Ford

Re: Econoline 1988 drepur á sér

Postfrá hilmarerl » 11.jún 2014, 18:54

Takk fyrir ábendingarnar

Fékk lánaðan bensínþrýstingsmælir og komst að því að dælan var ekki vandamálið.
Háspennukeflið er nýtt og var mér bent á kveikjuheilann,(grátt tengi á kveikjunni) keypti nýjan hjá Benna lok og hamar og kagginn er eins og nýr.

Bestu kveðjur
Hilmar


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur