Er að spá í stífur á Hilux fyrir framhásingu, ég hef séð að menn hafa verið að nota RangeRover og Patrol stífur.
Spurningin er hvað er heppilegast að nota fyrir svona bíla varðandi afstöðu, smíðavinnu og fl.
Kosnað við gúmmí og fl.
Stífur fyrir framhásingu
-
- Innlegg: 62
- Skráður: 18.okt 2011, 20:57
- Fullt nafn: Sveinn Guðberg Sveinsson
Re: Stífur fyrir framhásingu
Ég þekki ekki Nissa en ef þú ferð í LR þá eru sömu stífurnar undir Defender 1983-2014, Disko I til 1998 og Range Rover clasic (allar árgerðir held ég 1971-1994) en það eru mismunandi gúmi í þeim ein mikill spekingur sagði að þær sem væru í Defener sem væru með tvöföldum stál hring væru endindingar bestar og kosta ekki mikið (þá á ég við Land Rover parta)
Mercedes Benz 230CE 1983 (farinn)
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Land Rover 90 1987 fyrst dísel svo bensín V8 svo dísel aftur
Toyota Corolla XLI 1996
Land Rover Discovery 1997 fornaður á altari uppgerðar
Renault Megane 2003
Sími 8216406
Re: Stífur fyrir framhásingu
Rover stífur eru eðal búnaður á framhásingu.
Patrol stífur hafa hrokkið í tvennt við það eitt að detta í gólfið, svosem ekki heyrt að þær hafi gefið sig í notkun, en Rover stífurnar hafa verið réttar upp eftir að bogna í vinkil í torfærugrindum.
Sennilega eru heppilegustu stífurnar samt ættaðar úr toyota, annað hvort 70 eða 80 cruiser. Þær eru með réttri kryppu fyrir millibilsstöng (verður að nota reverse drif með því), sem sparar helling af plássi fyrir framan hásingu. Liðhúsarma þarf að fiffa eitthvað til svo að þetta virki rétt, man ekki alveg hvort það er hægt að hvolfa+snúa örmum af Hilux hásingu þannig að þeir séu réttir fyrir aftanverða millibilsstöng. Gæti samt vel verið.
Einfaldast af öllu er að ná sér í hásingu undan 70 cruiser með drifi, stífum, örmum og öllu gúmmelaðinu bara. Virkilega blátt-áfram breyting sem hefur margoft verið gerð og búið að finna út úr öllum hnökrum á því.
Ef þetta er Hilux með flatjárnum að framan, þá er lítið mál að koma hásingunni í verð(ef þú finnur 70 cruiser hásingu).
Stýrismaskína úr flexitorabíl passar minnir mig vel með þessu, man ekki alveg með cruiser maskínuna.
Þetta hjálpar kannski ekki neitt....ruglar bara rímið þegar spurt er einfalt um stífur á hásingu :-)
kv
Grímur
Patrol stífur hafa hrokkið í tvennt við það eitt að detta í gólfið, svosem ekki heyrt að þær hafi gefið sig í notkun, en Rover stífurnar hafa verið réttar upp eftir að bogna í vinkil í torfærugrindum.
Sennilega eru heppilegustu stífurnar samt ættaðar úr toyota, annað hvort 70 eða 80 cruiser. Þær eru með réttri kryppu fyrir millibilsstöng (verður að nota reverse drif með því), sem sparar helling af plássi fyrir framan hásingu. Liðhúsarma þarf að fiffa eitthvað til svo að þetta virki rétt, man ekki alveg hvort það er hægt að hvolfa+snúa örmum af Hilux hásingu þannig að þeir séu réttir fyrir aftanverða millibilsstöng. Gæti samt vel verið.
Einfaldast af öllu er að ná sér í hásingu undan 70 cruiser með drifi, stífum, örmum og öllu gúmmelaðinu bara. Virkilega blátt-áfram breyting sem hefur margoft verið gerð og búið að finna út úr öllum hnökrum á því.
Ef þetta er Hilux með flatjárnum að framan, þá er lítið mál að koma hásingunni í verð(ef þú finnur 70 cruiser hásingu).
Stýrismaskína úr flexitorabíl passar minnir mig vel með þessu, man ekki alveg með cruiser maskínuna.
Þetta hjálpar kannski ekki neitt....ruglar bara rímið þegar spurt er einfalt um stífur á hásingu :-)
kv
Grímur
-
- Innlegg: 1697
- Skráður: 01.feb 2010, 08:46
- Fullt nafn: Hrólfur Árni Borgarsson
- Bíltegund: F-250 Powerstroke
- Staðsetning: Akranes
Re: Stífur fyrir framhásingu
Rover stífur eru fínar,eins patrol,pajero og jafnvel bronco en stífur úr 80 cruiser hafa fram yfir aðrar að með auga upp við grind sem alveg snilld ef dótið á að fjaðra eitthvað endist vel og er virkilega þess virði að skoða í upphafi ef nota á einhverjar orginal stífur en ekki smíða nýtt.
Heilagur Henry rúlar öllu.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur