Sælir,
Olíumælirinn er nýbyrjaður á þessum leiðindum:
Þegar ég set í gang rýkur hann upp í t.d. 3/4 en eftir 5-10 mín akstur er hann kominn niður í 1/4 (olíumagn á tanki einhversstaðar þarna á milli). Ef ég drep á bílnum og starta aftur rýkur hann aftur upp í 3/4. Hann er líka mjög viðkvæmur fyrir halla, en þó aðallega þegar keyrt er niður brekku, þá fellur hann enn hraðar.
Kannast einhver við svona kenjar og getur bennt mér á hvað gæti verið að?
Kv.
Siggi
Olíumælir LC90
Re: Olíumælir LC90
ef það er ekki sambandsleysi þá þarf að skipta um viðnám í tankinum..
-
- Innlegg: 971
- Skráður: 26.maí 2012, 10:42
- Fullt nafn: Gunnar Þórólfsson
- Bíltegund: Daihatsu feroza
- Staðsetning: Akureyri
Re: Olíumælir LC90
Viðnámið er lang líklegast í svona tilfellum
Getur sennilegt keipt það í ískraft eða álíka, það er oftast lóðað á milli víra og lítið mál að skifta ef allir boltar snúast ekki í sundur í tanknum
Getur sennilegt keipt það í ískraft eða álíka, það er oftast lóðað á milli víra og lítið mál að skifta ef allir boltar snúast ekki í sundur í tanknum
head over to IKEA and assemble a sense of humor
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Olíumælir LC90
biturk wrote:Viðnámið er lang líklegast í svona tilfellum
Getur sennilegt keipt það í ískraft eða álíka, það er oftast lóðað á milli víra og lítið mál að skifta ef allir boltar snúast ekki í sundur í tanknum
Mér finnst þetta kalla á frekari útskýringar, fær maður orðið varahluti í Toyota í Ískraft ?????
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Olíumælir LC90
Hann er sennilega að tala um stilliviðnáms brettið sjálft.
Svo er hægt að fá complet unit með flotinu og lokinu á tankinn og allt í toyota ;)
Svo er hægt að fá complet unit með flotinu og lokinu á tankinn og allt í toyota ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: Olíumælir LC90
Þetta er því miður hlutir sem fást ekki í raflagnaheildsölum frekar en Byko og Húsasmiðjuni. Gaman væri það nú samt ef svo væri því þá væri ég með rosa fínan afslátt á Toyota varahlutum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Olíumælir LC90
Þú getur ábyggilega fundið stilliviðnám sem hefur samskonar svið og hæðarmælir í olíutank á bíl í ískraft eða íhlutum
Ég held að hann hafi ætlað að meina það
en svoleiðis myndi maður sennilega ekki gera nema í einhverju sem erfitt eða ómögulegt væri að útvega varahluti í, toyotu umboðið er nogu gott að maður hikar ekki við að sleppa svona aukavinnu við þá bíla ;)
Ég held að hann hafi ætlað að meina það
en svoleiðis myndi maður sennilega ekki gera nema í einhverju sem erfitt eða ómögulegt væri að útvega varahluti í, toyotu umboðið er nogu gott að maður hikar ekki við að sleppa svona aukavinnu við þá bíla ;)
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
Re: Olíumælir LC90
Takk fyrir svörin, en hafið þið heyrt um að þetta geti verið í mælaborðinu?
-
- Innlegg: 1929
- Skráður: 31.jan 2010, 19:27
- Fullt nafn: Sævar Örn
- Bíltegund: Hilux
- Staðsetning: Reykjavik
- Hafa samband:
Re: Olíumælir LC90
Það getur vel verið en er þó eflaust mun sjaldgæfara, það mæðir meira a búnaðinum undir bilnum sem er støðugt i skitnum
Samband Íslenskra Suzukijeppaeigenda
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
http://sukka.is
Skúra- og ferðablogg ásamt öðrum fróðleik
http://sabi.is
-
- Innlegg: 13
- Skráður: 09.okt 2012, 23:34
- Fullt nafn: Andri Guðmundsson
- Bíltegund: IH Scout II
Re: Olíumælir LC90
Sælir,
startar hann eðlilega hjá þér?
Hef lent í bíl sem var kvartað undan olíumælis veseni, búið var að skipta um mótstöðuna og rekja rafkerfið frá a-ö, sá bíll startaði aðeins þyngra en venjulega. Það sem var málið var að jörðin sem liggur frá hægri geyminum niður á blokk var brotin af blokkinni. Það var lagað og allt small í lag, startaði betur og mælirinn hætti veseninu. Jörðin frá mælinum er tekin af vélinni minnir mig, og þegar þetta fór þá ruglaðist mælirinn.
Kv.
startar hann eðlilega hjá þér?
Hef lent í bíl sem var kvartað undan olíumælis veseni, búið var að skipta um mótstöðuna og rekja rafkerfið frá a-ö, sá bíll startaði aðeins þyngra en venjulega. Það sem var málið var að jörðin sem liggur frá hægri geyminum niður á blokk var brotin af blokkinni. Það var lagað og allt small í lag, startaði betur og mælirinn hætti veseninu. Jörðin frá mælinum er tekin af vélinni minnir mig, og þegar þetta fór þá ruglaðist mælirinn.
Kv.
Re: Olíumælir LC90
Takk fyrir þetta, þetta hljómar ekki ósvipað, hann hefur verið þungur í gang og ég var að spá í að fara að endurnýja geymana (Toyota geymar en geta samt varla verið síðan 99??).
En ég skoða jarðsamböndin.
En ég skoða jarðsamböndin.
Re: Olíumælir LC90
Takk fyrir þetta Andri, þú hittir naglann á höfuðið!
Jarðsambandið hægra megin var í sundur og nú startar hann eðlilega aftur:)
Sparaði mér nýtt geymasett!!!
Ég á eftir að sjá hvað mælirinn gerir þar sem ég var nýbúinn að fylla á tankinn, en ég hef enga trú á öðru en að hann sé kominn í lag líka:)
Þessi síða er annars alger snilld, fullt af snillingum með ráð við nánast öllu!!!
Kv.
Siggi
Jarðsambandið hægra megin var í sundur og nú startar hann eðlilega aftur:)
Sparaði mér nýtt geymasett!!!
Ég á eftir að sjá hvað mælirinn gerir þar sem ég var nýbúinn að fylla á tankinn, en ég hef enga trú á öðru en að hann sé kominn í lag líka:)
Þessi síða er annars alger snilld, fullt af snillingum með ráð við nánast öllu!!!
Kv.
Siggi
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur