biturk wrote:Hún allavega blés talsverðu þegar ég prófaði hana
Ef þú ert að hugsa um að nota hana til að dæla í stór dekk þá er mikill kostur að hafa hana öfluga.
Ég tók dæluna mína ekki í sundur heldur smíðaði ég smurskilju þannig að það sem fer í hana fer inn á sogportið á dælunni. Grönn plastslanga á milli og nálarloki sem temprar smurflæðið að dælu, og virkar án vandræða.
1. 1 stk. dæla
2. Olíuskilja
3. Hitaþolin slanga frá dælu í skilju, best að hafa hana svolítið langa og með einstefnuloka.
4. Nálarloki neðan á olíuskilju tengdur með 4 mm plastslöngu í sogportið á dælu.
5. Té á sogslöngu með skrúfuðum tappa til að geta bætt olíu á dælu, slanga tengd við lofthreinsara af einhverju tagi.
6. Við úrtakið á pressuðu lofti setti ég rakaglas en ekki nauðsinlegt ef þú ert með loftkút undir bíl sem er hægt að tappa undan, hjá mér þá sest öll olía í kútinn sem er kostur. Gott að vera með 10 - 20 ltr. kút þá verður loftið ekki eins smurmettað, best að hafa hann sæmilega stóran þá eru minni líkur á að loftið hitni og verði minna smurmettað.
Svo þarf að vera pressustat sem setur dælu á og af þegar æskilegum þrýstingi er náð.