nissan terrano krafleysi
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 35
- Skráður: 27.feb 2014, 16:19
- Fullt nafn: henning henningsson
- Bíltegund: pajero/l200
nissan terrano krafleysi
er með nissan terrano 1998 2,7 td
hann kraftar illa og er lengi uppá snúning, einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að hrjá hann ?
hann kraftar illa og er lengi uppá snúning, einhverjar hugmyndir hvað gæti verið að hrjá hann ?
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: nissan terrano krafleysi
Prófaðu að skifta um loftsíu og ef að það dugar ekki. þá er sennilega loftflæðiskynjarinn farinn og hann var ódýrastur í bílanaust síðast þegar ég vissi.
Fer það á þrjóskunni
Re: nissan terrano krafleysi
hráoliu siu er lika fin byrjun
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 35
- Skráður: 27.feb 2014, 16:19
- Fullt nafn: henning henningsson
- Bíltegund: pajero/l200
Re: nissan terrano krafleysi
takk fyrir þetta en hann kraftar um leið og ég svissa af snögglega í nokkrar mínútur getur þetta verið loftflæði skynjarinn.
-
- Innlegg: 968
- Skráður: 20.aug 2010, 08:26
- Fullt nafn: Hlynur Freyr Sigurðsson
- Bíltegund: Toyota Hilux 3.0
Re: nissan terrano krafleysi
Sæll, ég myndi byrja á því að athuga microsíuna í olíuverkinu, hún er ofan á því og vill oft stíflast.
Það þarf að taka stýrisdæluna og forðabúrið frá svo hægt sé að komast að henni, um leið og það er komið frá þá ættirðu að sjá spíssann ofan á olíuverkinu, þú þarft langa framlengingu og 17mm topp í verkið og eftir að þú losar spíssann þá þarftu að veiða gorminn upp úr og undir gorminum er þessi microsía..
Það þarf að taka stýrisdæluna og forðabúrið frá svo hægt sé að komast að henni, um leið og það er komið frá þá ættirðu að sjá spíssann ofan á olíuverkinu, þú þarft langa framlengingu og 17mm topp í verkið og eftir að þú losar spíssann þá þarftu að veiða gorminn upp úr og undir gorminum er þessi microsía..
Toyota Hilux D/C '00 38" Í notkun
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
Toyota Hilux V6 X/C '94 38" seldur
Toyota Hilux V6 X/C '92 33" seldur
Chevy S-10 Single Cab '90 4.3 seldur
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: nissan terrano krafleysi
sennilega er þetta loftflæðiskynjarinn og hann fer reglulega í þessum bílum. En þar sem að loftinntakið er í eða við innrabrettið, að þá er hann að ausa bleytu og drullu að því og menn eru í tómum vandræðum út af þessu. Ég er með svona bíl 2002 árg. og ég breytti staðsetningunni á loftinntakinu hjá mér strax og ég sá þetta. bíllinn var tveggja ára þegar að loftflæðiskynjarinn fór fyrst og ég var ný búinn að kaupa bílinn, En hann hefur verið til friðs síðan og er enn í fullri notkun, En öll bleyta er ekki holl fyrir loftsýuna, þar sem að þetta er pappasía og hún þéttist við raka og er ódýrari en loftflæðiskynjarinn til að prufa og hún þarf ekkrt að vera svo ljót að sjá en er samt stífluð og hann fær ekki næga olíu ef að hann sveltur á lofti eða skynjarinn ruglar og hann þarf ekki að koma með vélaljósið þó að skynjarinn sé farinn. því að ef að spegillinn er bara fullur af skít, þá skynjar hann ekkert flæði og mér skyldist á sínum tíma að það væri ekki hægt að hreynsa þá. Þú getur líka skoðað sogsíuna í olíuverkinu og hún er fyrir neðan banjó-boltann þar sem að olían kemur inná verkið ef ég man þetta rétt. Þarft að taka banjóboltann úr til að sjá hana og setja svo nýja eyrhringi þegar að þú setur saman aftur. En miðað við bilanalýsinguna hjá þér, að þá held hég að þetta tengist loftflæðinu.
Fer það á þrjóskunni
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: nissan terrano krafleysi
Hvort er zexel rafkerfi eða bosch rafkerfi? Best er að sjá muninn á að bosch er með kringlótt svört plögg beint fyrir ofan olíuverkið en zexel ferköntuð grá.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 35
- Skráður: 27.feb 2014, 16:19
- Fullt nafn: henning henningsson
- Bíltegund: pajero/l200
Re: nissan terrano krafleysi
er ekki viss um rafkerfið verð að skoða það en takk allir fyrir, fer að prófa mig áfram byrja á loftflæðinu og síum.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: nissan terrano krafleysi
Tékkaðu á rafkerfinu, ég gæti átt eitthvað handa þér ef þú ert með zexel.
http://www.jeppafelgur.is/
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 35
- Skráður: 27.feb 2014, 16:19
- Fullt nafn: henning henningsson
- Bíltegund: pajero/l200
Re: nissan terrano krafleysi
takk fyrir
Re: nissan terrano krafleysi
Fyrsta vers er að taka slönguna af EGR ventlinum og prófa bílinn. Það kemur fyrir að segullokarnir sem stjórna honum festast af skít þannig að EGR membran fær stöðugt sog og ventillinn stendur opinn. Ef það gerist þá vinnur græjan mjög illa, er lengi upp á snúning og reykir slatta.
Ég hef ekki fundið neina síu í olíuverkinu á mínum bílum. Báðir með Zexel olíuverk ef ég man rétt.
Ég hef ekki fundið neina síu í olíuverkinu á mínum bílum. Báðir með Zexel olíuverk ef ég man rétt.
Síðast breytt af olei þann 28.feb 2014, 16:20, breytt 1 sinni samtals.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: nissan terrano krafleysi
Ég fann ekki þessa síu í olíuverkinu á mínum gamla, með zexel olíuverkið.
http://www.jeppafelgur.is/
Re: nissan terrano krafleysi
elliofur wrote:Ég fann ekki þessa síu í olíuverkinu á mínum gamla, með zexel olíuverkið.
Nei, það er engin sía í Zexel verkunum, við hefðum örugglega fundið hana ef hún væri til staðar. Ég hef ekki séð Bosch verk úr svona bíl, það eru líklega þau sem eru með umræddri síu.
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 35
- Skráður: 27.feb 2014, 16:19
- Fullt nafn: henning henningsson
- Bíltegund: pajero/l200
Re: nissan terrano krafleysi
Þetta er bosch hjá mér. Þá er ég búinn ađ skipta um hráoliusiu og loftsíu en hann er eithvađ enn ađ trubla mig er hægt ađ þrífa loftflæđiskinjarann.Ef ekki hvađ er hann þá ađ kosta.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 2809
- Skráður: 06.feb 2010, 10:43
- Fullt nafn: Elmar Snorrason (Elli)
- Bíltegund: Patrol
- Staðsetning: Travitsenfirkopfendorf
Re: nissan terrano krafleysi
Hann kostar að mig minnir um 100 þúsund í umboðinu en ef þú skoðar númerin sem eru á þeim sem eru í bílnum hjá þér þá geturu fengið aftermarket skynjara fyrir fimmtung af því á ebay.
http://www.jeppafelgur.is/
-
- Innlegg: 1273
- Skráður: 15.okt 2013, 19:45
- Fullt nafn: Elías Róbertsson
- Bíltegund: F350 38,5"
- Staðsetning: Ólafsvík
Re: nissan terrano krafleysi
Hann kostar á milli 70-80 þús í umboðinu síðast þegar að ég vissi og hann er allavega helmingi ódýrari hjá bílanaust og það er ekki hægt að hreinsa hann. Ég hef reynt það og það virkaði ekki.
Fer það á þrjóskunni
Re: nissan terrano krafleysi
grimseyhh wrote:Þetta er bosch hjá mér. Þá er ég búinn ađ skipta um hráoliusiu og loftsíu en hann er eithvađ enn ađ trubla mig er hægt ađ þrífa loftflæđiskinjarann.Ef ekki hvađ er hann þá ađ kosta.
Útilokaðu EGR dæmið áður en þú ferð að spá í loftflæðiskynjarann.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur