Hætta við Gígjökul

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Hætta við Gígjökul

Postfrá hobo » 24.des 2010, 08:42

Það var lán í óláni að jörðin ákvað að gleypa ekki bílinn allan.

http://mbl.is/mm/frettir/innlent/2010/12/24/haetta_vid_gigjokul_a_thorsmerkurleid/




Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Magnús Ingi » 24.des 2010, 16:35

já það var ansvíti skuggalegt að koma að þessu og hefði þessi gígur hæglega getagleypt allan bílinn. Mæli með að enignn fara að reyna keyra upp gamla lónstæðið það eru svona holur hreint um allt.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 24.des 2010, 16:44

nú hvernig veist þú að það eru svona gígar út um allt????? fórst þú um allt svæðið?? ég er búinn að fara nokkrum sinnum þarna inn að jökli en ég læt duga að halda mig við troðnu slóðina þarna inneftir er ekki að keyra út úr henni eins og svo margir gera og ef maður heldur sig á slóðanum þá er allt í lagi og það sést móta fyrir holunum, en það er greinilegt að þessi bíll hefur keyrt beint ofan í holu ( eða ég sé ekki betur)

kveðja Helgi


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Magnús Ingi » 25.des 2010, 22:59

Þessi ákveðna hola sem þessi bíll lenti í var nú bara ofan í læknum sem rennur þarna úr jöklinum. Svo ef þú opnar augun Helgi þá sérðu nú holur svona útum allt.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 26.des 2010, 20:38

Magnús Ingi ég er pottþétt búinn að keyra oftar þarna um svæðið heldur en þú svo ekki segja mér neitt um svæðið þarna,
og alltaf þegar ég er þarna á ferðinni sé ég ný för út frá slóðinni sem við keyrum inn að jöklinum, svo þetta kemur mér ekkert á óvart.

kveðja Helgi


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Magnús Ingi » 26.des 2010, 22:25

Það má vel vera að þú hafir farið þarna oftar en ég. En ég ætla ekki að fara að lenda í einhverju rifrildi við þig útaf þessu haf þú bara þína skoðun og ég hef mína:))

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá StefánDal » 26.des 2010, 23:22

Passaðu þig bara Magnús, það má ekki andmæla þessum Helga. Ekki einu sinni þegar maður er að reyna að selja bíl og verðleggur hann eftir behag;)


Arnþór
Innlegg: 152
Skráður: 06.feb 2010, 16:23
Fullt nafn: Arnþór Kristjánsson
Bíltegund: pajero

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Arnþór » 26.des 2010, 23:46

Helgi mættur og með vindinn í fangið eins og svo oft áður... :)


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Izan » 27.des 2010, 00:58

Brjótur wrote:Magnús Ingi ég er pottþétt búinn að keyra oftar þarna um svæðið heldur en þú svo ekki segja mér neitt um svæðið þarna,
og alltaf þegar ég er þarna á ferðinni sé ég ný för út frá slóðinni sem við keyrum inn að jöklinum, svo þetta kemur mér ekkert á óvart.

kveðja Helgi


Það er reyndar akkúrat svona hugarfar sem heldur Björgunarsveitunum á Íslandi að verki.

Ég skil ekki hvað menn eru að apast inn á þetta svæði á bílum. Ég hef einu sinni séð þetta eftir að lónið fór og þá mátti ég horfa upp á ferðaþjónustubíl leggja stund á vitatilgangslausann utanvegaakstur til að koma einhverjum andskotans útlendingum fáeinum metrum nær einhverju sem áður var þarna. Eins og það hefði ekki mátt senda fólkið gangandi svo ég tali ekki um ef svæðið er gersamlega "hættulaust".

Ég veit nokkuð vel hvaða hættur var að finna á þessum slóðum og í hverskyns vandamálum menn áttu til að lenda í. Á prýðilega mynd sem sýnir trukk af sverustu gerð spila upp annan trukk af næstsverustu gerð uppúr lóninu sem virtist saklaust að sjá.

Ég geri mér nokkuð góða grein fyrir því hverskyns efni komu upp úr eldfjallinu á sínum tíma og veit ekki betur en að menn séu enn í basli með þessi efni.

Þú talar um slóðina, hver lagði þessa slóð?

Kv Jón Garðar

User avatar

Tómas Þröstur
Innlegg: 330
Skráður: 19.mar 2010, 10:03
Fullt nafn: Tómas Þröstur Rögnvaldsson

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Tómas Þröstur » 27.des 2010, 12:28

Þetta lón var og er - eða það sem eftir er af því - ennþá greinilega varasamt. Hef aldrei séð það svo sem sjálfur með eigin augum en það hafa margir bílar, líka af sverustu gerð, lent í verulegum vandræðum ef farið var of ofarlega fyrir ofan vaðið þegar lónið var og hét. Virðist vera þannig ennþá.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 27.des 2010, 18:32

Jæja þá koma nokkur svör

Magnús Ingi ég er ekkert að rífast við þig , bara að benda á að ég hef farið þarna nokkuð oftar um en velflestir landar okkar
og er búinn að sjá hvernig þetta þróast þ,e þessar holur ok.

stedal að verðleggja eftir behag í þínu tilfelli vöru vörusvik, og ég var ekki einn um þá skoðun, en ég þori bara að segja það

Jón Garðar ferlega ertu eitthvað sár og neikvæður út í allt og alla, eru holurnar eitthvað að angra þig þarna fyrir austan?
þú segir andskotans útlendingar... ert þú einn af þessum andsk... vitleysingum sem gerir þér ekki grein fyrir að þessir ands
útlendingar , eru í 3 sæti yfir gjaldeirisöflun okkar hérna á klakanum, JÁ 3 SÆTI á eftir sjávarútvegi og álverum og á sennilega eftir að velta þeim úr sessi á næstu árum, og hvað munt þú þá segja góði Jón. þú segist vita hvaða hættur leynast þarna, og vitnar í eldgamla frétt um trukk sem sökk í leirinn í lóninu hu, ef þú hefur farið um svæðið eftir gos þá hlýtur þú að sjá að þarna eru verulega breyttar aðstæður, enginn leir og engin aska þetta er möl sem hefur borist fram með flóðinu, og já sumstaðar eru ísklakar undir mölinni og við sjáum þegar sá ís bráðnar þá myndast þessar holur, og efnin sem þú vitnar í eru fyrir sunnan jökul.
Ekki veit ég hver lagði slóðina en hún er þarna og er engum til ama nema einhverjum rugludöllum í reykjavík.
Ekki byrja að rugla um björgunarsveitir, ég er búinn að tjá mig um þær og ætla ekki að fara aftur út í þá sálma.

ferðakveðja Helgi

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá jeepson » 27.des 2010, 18:54

Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir :)
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

Höfundur þráðar
hobo
Póststjóri
Innlegg: 2493
Skráður: 31.jan 2010, 17:44
Fullt nafn: Hörður Bjarnason
Bíltegund: 1988 Ford Econoline

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá hobo » 27.des 2010, 19:06

Koma svo strákar, svarið brjótnum og ég fæ mér popp og kók :)

User avatar

StefánDal
Innlegg: 1238
Skráður: 23.mar 2010, 21:21
Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
Bíltegund: Isuzu Trooper

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá StefánDal » 27.des 2010, 21:46

Kæri Ljótur.
Vörusvik hvað? Í íslenskum lögum telst það ekki sem vörusvik ef allir gallar eru taldir upp á vöru sem er auglýst og engum göllum leynt. Þegar um breytta jeppa er að ræða er verð oftast samkomulag kaupanda og seljanda eins og í mínu tilfelli:)
Þinn vinur stedal

ps. Kominn með popp og kók og býð eftir næsta svari.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Járni » 27.des 2010, 22:08

Ég bið ykkur um að halda þessu á friðsamlegu nótunum, það hefur tekist svo asskoti vel hingað til.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 27.des 2010, 22:09

Já strákar svarið!!!!! ekki gefast upp ;)
Járni hver er á óvinsamlegum nótum?


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Izan » 27.des 2010, 23:01

Sælir.

Ætli það komi ekki í minn hlut að biðjast afsökunar, ég gerði það viljandi að kasta fram "sprengju" sem ég vissi að gæti farið fyrir brjóstið á Helga, vini mínum, Brjót. Þá ætla ég að biðja Helga sérstaklega að afsaka þessa hegðan mína og þessu læt ég fylgja loforð um að ég dragi andann amk tvisvar sinnum áður en ég pikki slíkann viðbjóð og sendi á þetta annars ljómandi fína spjall.

Samt ætla ég að svara Brjót en LOFA að hemja skapofsann í mér.

Þú hefur miklar áhyggjur af orðalaginu "andskotans útlendingum" og ég verð bara að biðjast enn og aftur forláts. Ég geri mér fulla grein fyrir mikilvægi túrisma á Íslandi og vil allt gera til að hvetja til þess að ferðaiðnaður fari, eins og þú segir, fram úr þungaiðnaði í gjaldeyrissköpum. Ég vissi líka að þú ert sjálfur túristaökumaður og þó að það hefði verið mun meira viðeigandi kunni ég samt ekki við að kalla slíka menn þeim nöfnum sem mér finnst þeir eigi stundum skilið;-)

Aðeins ferðu rangt með þegar þú segir að ég þykist vita hvaða hættur leynast þarna því að í mínum texta talaði ég í þátíð því að ég veit hvaða hættur VORU þarna.

Þú talar eins og ég hafi fundið trukkamyndina, umrædda, við fornleifauppgröft en myndin var tekin á myndavélasíma sem gerir hana tæplega óskaplega gamla. Það er bara í virðingarskyni við vin minn og kunningja að ég ætla ekki að birta hana hér. (svo viðhafði ég orðalagið, í ölæði, sverustu gerð og mér finnst óþægilegt að opinbera hvað mér finnst sverasta gerð)

Ég hef reyndar séð yfir þetta svæði og fannst bara tignarlegt að sjá. Ég tel mig mikinn jeppamann en engu að síður hefði mér aldrei dottið í hug að keyra þarna á auðri jörð eins og ég sá í þessari einu ferð sem ég fór suður. Tilfellið er að ég geri mér nokkra grein fyrir því hvernig gosefni og vatn passa saman og eins og þú lýsir ísmolum að bráðna undir yfirborðinu hljómar reyndar mjög sannfærandi en ég get hiklaust sagt að ég væri skíthræddur að keyra á svona stöðum. Ferð um svona svæði eiga atvinnu ferðamenn að skipuleggja í sigbeltum og línu, fótgangandi en ekki í bílum.

Þegar ég minntist á slóðann var ég svolítið að pota í sárin en ég ætla að minna þig á, Helgi, að sem atvinnu túristaökumaður berð þú og þínir líkir hrikalega mikla ábyrgð þegar kemur að umræðu um utanvega akstur. Ég, sem hobbyjeppamaður og varla það og áhugamaður um fallega náttúru, er ekki sáttur við að einhverjir guttar þykist geta lagt slóðir hér og þar ef þeim finnst líklegt að hún slái í gegn hjá útlendingunum, blessuðum. Vegagerð á ekki að vera í höndum Péturs og Páls jafnvel þó að þeir séu eitursnjallir túristaökumenn sem bæði vita hvað blessaðir útlendingarnir vilja og hvað sé best náttúrunnar vegna til allrar framtíðar. Þó að það sitji heilagur útlendingur í fullgreiddri ferð hjá ykkur skulið þið fara eftir lögum um náttúruvernd. Það er ekki síst ykkar hagur.

Þetta með björgunarsveitirnar notaði ég bara til að rugga bátnum.

Kv Jón Garðar


Magnús Ingi
Innlegg: 167
Skráður: 18.feb 2010, 15:34
Fullt nafn: Magnús Ingi Gunnarsson
Bíltegund: Toyota 4Runner

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Magnús Ingi » 28.des 2010, 18:51

Mér finnst nú allt í lagi að svara mönnum Jón Garðar. En mér fynnst maður nú bara sjá alveg nóg frá gamla útsyniststaðnum við lónið og maður þyrfi ekki að vera að þvælast þarna nær þar sem hættur leynast viða á stángli og maður sér nákvæmlega að sama. En þetta er bara sú skoðun sem ég hef á þessu máli og getur vel verið að hún sé raung

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 29.des 2010, 18:13

Sæll Jón Garðar og þakka þér fyrir þennan pistil og afsökunina, ert meiri maður fyrir vikið, og já ekkert að því að svara og fínnt svar hjá þér takk fyrir :) En varðandi akstur þarna inn í lónsstæðið þá finnst mér að aðeins sé nú farið offari í verndinni þarna , því að þetta er bara melur sem að skemmist ekki neitt og það er nú nákvæmlega það sem mér og fleirum finnst nú að sé að gerast hjá okkur og það er kallað offvernd og offar í náttúruvernd, og talandi um hættu á þessu svæði þetta eru samskonar aðstæður og fyrir neðan Sólheimajökul og þar labba þúsundir ferðamanna Íslenskir sem erlendir og enginn hverfur og enginn sekkur, ég ætla ekki nokkrum manni að keyra þarna inneftir nema að hann treysti sér til þess, og mér finnst ekki rétt að banna akstur þarna afþví að það er ekkert að skemmast, en það er hinsvegar frábært að fara alla leið þarna inn að klettinum og sjá þessa gríðarlegu umbyltingu sem hefur átt sér stað þarna, og það er alveg tvennt ólíkt að horfa þarna á svæðið neðan frá gamla vaðinu og að vera alveg upp við jökul, og já þú segir að það hvíli ábyrgð á okkur ,
já ég er sammála því og ég held nú reyndar að það sé leitun að túristaökumönnum sem ekki virða náttúruna, því miður eru þeir þó sennilega til. Og aftur að náttúruverndinni nú ryður vegagerðin öllum melum inni í Þórsmörk fram og til baka og sparkar allt út, skyldi þessi framkvæmd vera búinn að fara í umhverfismat? svo ætla menn að fara á límingunum þó að nokkrir jeppar keyri inn gamla lónsstæðið magnað:). þá finnst mér og fleirum að það í sé nú farið offari í náttúruverndinni og við verðum að passa okkur á því að ekki fari allt í sama farið hér og t.d. í Noregi.

kveðja Helgi


Skúli
Innlegg: 27
Skráður: 25.nóv 2010, 09:55
Fullt nafn: Skúli Haukur Skúlason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Skúli » 29.des 2010, 19:38

Ég hef tvisvar farið þarna inn að Gígjökli yfir aurkeiluna, í fyrra skiptið gangandi og það síðara akandi. Í fyrra skiptið skildi ég bílinn eftir og rölti þetta þar sem ég var einbíla og ekki aðrir á ferðinni og fannst einfaldlega öruggara að fara þetta á fæti og geta metið betur hvar ég stíg niður heldur en úr bílstjórasætinu. Í seinna skiptið vorum við nokkrir bílar saman og ókum þarna eftir slóðinni vandræðalaust. Það er hvorki hægt að ganga né aka þarna hugsunarlaust, það eru staðir þar sem sandurinn er mjög gljúpur og nokkrar stórar holur þar sem jakar hafa bráðnað en með því að fara aðeins með gát er þetta ekkert stórmál. Held ég færi þó ekki þarna í miklu vatnsveðri, enda sýnist mér af myndinni með fréttinni að það hafi kannski verið málið í þessu tilfelli. Þetta er hins vegar ekki aska þarna helur hreinlega möl sem hefur væntanlega skolast þarna niður með vatninu úr botni jökulsins. Það er heldur ekkert stórmál að rölta þetta, en túristarnir eru nú líklega mis færir til göngu þó stutt sé.
Það er alveg rétt hjá Helga að það er ekkert sambærilegt að skoða þetta frá stæðinu eða fara þarna upp að. Meira að segja með smá brölti hægt að fara inn í gjánna sem er mjög flott og gerir túrinn að smá ævintýri. Eins er mjög gaman að fara yfir að skriðjöklinum eða því sem eftir er af honum, mjög gaman að komast í návígi við hann. Stundum vill það loða við jeppamenn að skorta forvitni eða nennu til að skoða aðeins betur.
Það er auðvitað alveg rétt að þarna er ekki neinn löggildur slóði og því er það lögum samkvæmt utanvegaakstur að keyra þarna. Það er líka rétt hjá Helga að það er tæpast hægt að telja það náttúruspjöll að keyra þennan ólöglega slóða, þetta er því kannski lögbrot sem ekki veldur skaða, rétt eins ef farið er yfir á rauðu ljósi þegar enginn sér til (sem ég reyndar geri aldrei, en það er önnur saga). Þó ég hafi gerst sekur um þetta brot að keyra þarna utan vega með þessum hætti og hér með búinn að viðurkenna það opinberlega, þá er ég sammála því að svona eiga nýjir slóðar ekki að verða til, það þarf vera eitthvað markvissara ferli en að einhverjum snillingi detti í hug að þarna eigi að vera slóði. Vandamálið er kannski að stjórnsýslan er svolítið treg og þunglamaleg og í ofanálag kemur þessi tilhneiging til ofverndunar sem Helgi nefnir og er óumdeilanlega rétt. Þó svo slóði þarna valdi í sjálfu sér engum skaða er því miður nokkuð sterkar líkur á að hefði verið óskað eftir leyfi fyrir slóða þarna hefði það verið að velkjast í kerfinu fram og aftur og líklega hafnað á endanum með einhverjum skrýtnum röksemdum.

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 29.des 2010, 20:13

Að venju kemur þú Skúli hlutunum vel frá þér og er ég sammála flestu sem þú segir og alveg rétt að þetta með klettagjánna
(ég rölti líka um) ég trúi ekki að það verði gert mál úr því þó að einhverjir aki þarna inn á meðan það er hægt, mér finnst eiginlega að það sama eigi að gilda þarna og t.d. við krossá þar sem ekið er um alla mela eftir því hvernig áin breytir sér,
það er enginn skaði sem verður í báðum tilfellum, og notabene ég keyri bara beint inn að klettunum og geng svo um svæðið
en það hafa einhverjir séð þörf á að keyra þarna út og suður um svæðið og gera ný för, á ferðum mínum þarna í sumar hef ég tekið eftir þessum holum eða ...Gígum.. eins og ég kalla þetta myndast og hef ekki verið í neinni hættu og auðvelt að sveigja fram hjá þeim. en ég hef ekki orðið var við sand þar sem ég hef keyrt þarna inn bara möl og það mjög harðri.

kveðja Helgi

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Járni » 29.des 2010, 21:05

Þið eigið hrós skilið fyrir hröð umskipti frá stórskotaárás og sprengjuhríð yfir í herramannslega framkomu.
Svona er ekki algengt að sjá á spjallborðum, megið þið lifa sem allra lengst og sem allra best.
Land Rover Defender 130 38"


Izan
Innlegg: 616
Skráður: 29.mar 2010, 10:56
Fullt nafn: Jón Garðar Helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Izan » 29.des 2010, 22:53

Sælir

Ok, núna erum við lentir á málefni sem mér finndist vert að halda áfram með því að því sem Helgi og Skúli hafa sagt í póstum sínum hér á undan fæ ég mig ekki til að vera sammála.

Ef þið eruð báðir sáttir við og sammála því að það hafi verið "alveg ílagi" að leggja slóða inn gamla lónsstæðið, hvernig lítur þetta þá út ef við horfum á gömul vegstæði sem á að loka eins og Vonarskarð. Úr því að þeirri slóð var lokað, væri þá ekki gráupplagt að leggja bara nýja slóð við hliðina á hinni?

Ég veit að þetta hljómar eins og hroki en mér finnst þetta nákvæmlega sami hluturinn. Jeppamenn verða að læra að sættast við að það liggi ekki vegir á alla staði sem þeim langar að heimsækja og nota þá sem eru til staðar. Það eru til ljómandi skýrar og fínar reglur í dag sem segja að allur akstur utan vega er bannaður. Það að okkur sé heimilt að keyra á snæviþakinni og frosinni jörð er undanþága sem er ekki einu sinni veitt ef maður er á veiðum. Undanþágan á s.s. ekki eingöngu við þar sem engin hætta er á skemmdum.

Ég hef nefninlega á þeirri skoðun að á meðan við, jeppamenn, getum sýnt fram á að reglurnar sem eru í gildi virki og séu virtar þá þyrfti ekki að leggja til álíka lagaflækju sem nú liggur fyrir þingi. Þeirri lagaflóru er ég nefninlega alls ekki sammála og vil ýmislegt til gera til að sá ófögnuður verði ekki samþykktur.

Ofbeldi er bannað þó að það sjái ekki á þolandanum. Það má enginn keyra á 120 km hraða þó að hann sé á góðum sportbíl. Bíllinn ef hæfur til þess en það eru lög í þessu landi sem banna slíkt aksturslag. Við jeppamenn sama hvort við ökum um hálendið í tómstundum, vinnu við ferðamennsku eða hvað sem er verðum að fara eftir þeim reglum sem til eru og vera stoltir af og það hvort hugsanlega sjái á landinu eða ekki eru ekki rök ef lögbrot hefur átt sér stað.

Kv Jón Garðar

User avatar

Brjótur
Innlegg: 565
Skráður: 31.jan 2010, 23:57
Fullt nafn: helgi j. helgason

Re: Hætta við Gígjökul

Postfrá Brjótur » 30.des 2010, 00:34

Sælir aftur Járni það er bara svo fjandi auðvelt að lesa vitlaust úr tölvuskrifum, eða fjandi erfitt að skrifa svo ekki misskiljist, en þeir sem þekkja mig vita að ég er glottandi við tölvuborðið þegar ég er að tjá mig , ekki froðufellandi eins og svo margir taka því :) en hvað um það Jón minnist á lokun Vonarskarðs, ég er langt í frá að vera sammála henni og vona að þú hafir ekki skilið það sem svo á skrifum mínum, og talandi um Vonarskarð og aðra slóða, það er mér algjörlega hulin ráðgáta hversvegna í helv... á að loka svona slóðum sem hafa verið þarna áratugum saman ekki hverfa þeir við það,
og svo skil ég ekki heldur afhverju það þurfa að vera svona strangar reglur og lög um allan akstur, það er ekki eins og þetta skemmi landið einsog til dæmis þarna í lónsstæðinu og víðar þar sem að eru bara melar og ekkert skemmist, en ég er samt ekki að meina að menn eigi að spæna út um allar trissur, og lög og reglur eru að kollkeyra okkur hjá þessari fjand.. ríkisóstjórn. Og ég er ekki sammála um að ef við andmælum ekki þessari ofbeldisstjórn sem á okkur dynur núna þá verður bara valtað yfir okkur þannig vinna VG og þeir eru nú aldeilis að sýna okkur það núna með nýjustu útspilunum sínum.
Og ég ítreka það að ég er ekki að mæla utanvegaakstri bót almennt , mér finnst bara um þverbak keyra einsog í umræddu lóni. góða nótt

kveðja Helgi


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur