1. sæti með 98 atkvæði - Guðni Þór Sveinsson og vinur hans Snilli með 54" breytingu á Toyota Land Cruiser
2. sæti með 35 atkvæði - Hörður Sæmundsson með 54" breytingu á Chevrolet Avalanche
3. sæti með 21 atkvæði - Elmar Snorrason með 46" breyttan Chevrolet Suburban

Við viljum þakka öllum sem tóku þátt, hvort sem það var með skemmtilegum innleggjum, atkvæðum eða myndum og texta úr skúrnum.
Sérstakar þakkir fá Bílanaust fyrir almennilegheitin og styrkinn!
Þræðirnir sem notendur spjallsins tilnefndu til þátttöku voru 23 talsins og er því ljóst að við þurfum að breyta kerfinu sem síðan keyrir á en í núverandi mynd styður hún bara 25 möguleika í svona kosningu. Við erum handvissir um að í næstu keppni verða enn fleiri með.
Gróskan er mikil, flóran fjölbreytt og jeppasportið er langt frá því að vera dautt. Hipp hipp húrra!
Haft verður samband við sigurvegara vegna vinninga.