Sælir/ar
Var núna í fyrsta skifti að flytja inn varahlut í jeppagarminn minn. Einhverntíma finnst mér ég hafa heyrt að það væri enginn tollur á varahlutum í bíla, en kannski er það vitleysa. Allavega þá er tollskýrslan svona
Erlend fjárhæð 129 pund (varahlutur 54, sendingarkostnaður 75)
Tollverð: 24,796
Tollflokkur: 87089900
A tollur: 1,860
XC gjöld: 3,998
VSK 25.5%: 7.817
Tollmeðf: 550
Samtals 14,225
Getur einhver frætt mig um hvað í ósköpunum XC-gjöld eru?
Ekki þar fyrir að hluturinn til mín kominn er á um 40 þús en kostaði í umboðinu tæp 80.
kv. Guðmundur
Flytja inn varahluti
Flytja inn varahluti
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Flytja inn varahluti
xc er vörugjald
-
- Innlegg: 222
- Skráður: 29.mar 2012, 19:14
- Fullt nafn: Gunnar Bjarki Hjörleifsson
- Bíltegund: Land Cruiser 70
Re: Flytja inn varahluti
og er einhver 15% eða svo
Re: Flytja inn varahluti
XC Verðgjald 15% af tollverði og tollum skv. tollskrá.
http://www.tollur.is/upload/files/Adflgj_01_01_2007.pdf
Sjá neðst á síðu 35.
það er tollur, vörugjöld og vaskur. Nákvæmlega í þessari röð.
Kv. Helgi
Veit ekki hvort þetta er rétt en þetta fann ég eftir 2 mín. með Google.
http://www.tollur.is/upload/files/Adflgj_01_01_2007.pdf
Sjá neðst á síðu 35.
það er tollur, vörugjöld og vaskur. Nákvæmlega í þessari röð.
Kv. Helgi
Veit ekki hvort þetta er rétt en þetta fann ég eftir 2 mín. með Google.
Re: Flytja inn varahluti
Takk fyrir það, en er ég fer inn á tollur.is og nota reiknivélina þeirra og vel:
a) Varahlutir í bíla og tæki
b) Vélavarahlutir
Þá gefur reiknivélin bara upp virðisaukaskatt og ætti ég þá að borga rúman 6 þús kall en ekki 14 þús. Ætla að hringja í tollinn á morgun.
kv. Muggur
a) Varahlutir í bíla og tæki
b) Vélavarahlutir
Þá gefur reiknivélin bara upp virðisaukaskatt og ætti ég þá að borga rúman 6 þús kall en ekki 14 þús. Ætla að hringja í tollinn á morgun.
kv. Muggur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Flytja inn varahluti
Hvað var þetta sem þú varst að panta?
Ef þú velur td. vatnskassa í listanum færðu 14.570 kr í gjöld.
Kv. Helgi
Ef þú velur td. vatnskassa í listanum færðu 14.570 kr í gjöld.
Kv. Helgi
Re: Flytja inn varahluti
Þetta var reimahjól sem boltast framan á sveifarásinn, myndi halda að það væri varahlutur í/á vél.
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=190971487978&ssPageName=ADME:L:OU:US:1120
http://cgi.ebay.co.uk/ws/eBayISAPI.dll?ViewItem&item=190971487978&ssPageName=ADME:L:OU:US:1120
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Re: Flytja inn varahluti
Er þá ekki best að hafa samband við tollinn og láta reikna þetta í réttum flokk.
Kv. Helgi
Kv. Helgi
-
- Innlegg: 665
- Skráður: 10.mar 2010, 11:54
- Fullt nafn: Guðmundur Árni sigurðsson
- Bíltegund: gaz69m
- Staðsetning: niður við sjó í flóanum flata
Re: Flytja inn varahluti
þarft klárlega að hringja og tala við tollin , hef þurft nokkrum sinum að hringja og útskýra hvaða vara þetta er sem ég er að kaupa sem hafa einmitt verið varahlutir í hina og þessa bíla
sé það framleit úr sovéskustáli þá langar mig að eignast það.
Re: Flytja inn varahluti
Allir vélaíhlutir er bara borgaður vsk
Re: Flytja inn varahluti
Jæja fékk svar frá tollinum:
Þannig að nú er að fara og tuða í póstinum.
kv. Guðmundur
Sæll
Svona hjól eru oftast sem kasthjól og eða reimhjól.
Ef það er sérsmíðað fyrir bílvél eins og virðist vera hjá þér þá flokkast þau í tollskrá í
8409-9100, eða 8409-9900 eftir aftvikum. Sé hins vegar hjólið í ýmiss tæki og vélar þá eru þau í 8483-5000 í tollskrá. Sömu gjöld þar á ferð, aðeins er vaskur á þessu = 25,4%
Þú þarf að óska eftir leiðréttingu á tollafgreiðslu hjá þeim sem gerði tollafgreiðsluna fyrir þig! Var það ekki hjá Íslandspósti ? Við sjáum ekki um það
Þannig að nú er að fara og tuða í póstinum.
kv. Guðmundur
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: Flytja inn varahluti
Það er með póstinn eins og annað, það þarf að stafa allt ofaní þá, og vinna vinnuna þeirra, þó maður borgi tollumsýslugjald.
Re: Flytja inn varahluti
Fullnaðarsigur unninn í málinu, 'Fight the power' :-)
Sæll Guðmundur takk fyrir póstinn,
Við munum endurgreiða þér mismuninn en til þess þarf ég að fá kennitölu og bankaupplýsingar.
Með kveðju / Best regards,
XXXXXX
TOLLMIÐLUN
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V
-
- Innlegg: 1157
- Skráður: 01.aug 2010, 12:02
- Fullt nafn: Ástmar Sigurjónsson
- Bíltegund: Nissan Patrol '98
Re: Flytja inn varahluti
Ég hef líka rekið mig á það að Pósturinn les ekki það sem er í tölvupóstinum ef það er reikningur innifalinn, ég er farinn að setja stórum stöfum í "subject* LESIÐ FYRIR TOLLAFGREIÐSLU" ef ég er með einhver vafamál
Ég hef meira að segja verið beðinn um ítarlegri nótu þegar ég pantaði kerti í nokkur mótorhjól, því númerin á kertunum voru ekki nógu skýr fyrir þau, ég útskýrði bara að ég gæti ekki beðið seljanda um nánari lýsingu bara fyrir tollinn þegar númerinn á nótuni væru augljós hverjum sem eitthvað vit hefði á vélum, ég fékk sendinguna rétt tollaða samstundis
Ég hef meira að segja verið beðinn um ítarlegri nótu þegar ég pantaði kerti í nokkur mótorhjól, því númerin á kertunum voru ekki nógu skýr fyrir þau, ég útskýrði bara að ég gæti ekki beðið seljanda um nánari lýsingu bara fyrir tollinn þegar númerinn á nótuni væru augljós hverjum sem eitthvað vit hefði á vélum, ég fékk sendinguna rétt tollaða samstundis
"Ég sagði ekki að það væri þér að kenna,
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Ég sagðist ætla að kenna þér um það"
Re: Flytja inn varahluti
Ég var að panta rykhlíf sem kemur inní kveikju, á bakvið hamar. Þeir flokka þetta plastdót í raftækja flokk, nánar tiltekið kveikju. Þegar ég hringdi og athugaði málið hækkuðu þeir gjöldin. Ég mæli með að nota icetransport (FedEx). Pósturinn er það allra leiðinlegasta fyrirtæki sem ég hef verslað við.
Re: Flytja inn varahluti
Ég er alltaf með eitthvað dót á leiðinni til mín sem ég er að versla í usa, uk og kína og mín þumalputtaregla þegar kemur að því að sjá hvað hluturinn muni kosta heim kominn er að taka kaupverðið á hlutnum ásamt sendingarkostnaði og margfalda með 180 ef þetta er í dollurum en 280 ef þetta er í pundum.
Með því að gera það þá er ég yfirleitt alltaf mjög nálægt lokatölunni.
Kv.
Með því að gera það þá er ég yfirleitt alltaf mjög nálægt lokatölunni.
Kv.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Google [Bot] og 1 gestur