Vandamál með afturdrif.

User avatar

Höfundur þráðar
JonHrafn
Innlegg: 578
Skráður: 06.feb 2010, 10:41
Fullt nafn: Jón Hrafn Karlsson
Staðsetning: Keflavík south

Vandamál með afturdrif.

Postfrá JonHrafn » 19.feb 2010, 12:33

Við höfum verið í bölvuðum vandræðum með afturdrifið hjá okkur. Þetta er ss sjálfskipt v6 4runner vél, byrjaði þannig að afturdrifið hjó þegar maður setti í drive og skipti milli D og R. Við rifum köggulinn úr og það var hert upp á honum. Allt í góðu eftir það en síðan byrjar þetta aftur.

Þá var allt tekið í sundur og niðurstaðan sú að mismunadrifið leit ekki vel út, þannig að við létum setja mismunadrif úr hilux drifinu sem var í 2,4 bensín beinskipt og það fannst aldrei slag í því. Þetta var gott í nokkrar vikur en síðan byrjaði hann að höggva þegar olían var orðin heit á drifinu, síðan er hann byrjaður að höggva enn aftur, alltaf, þó svo olían sé frosin og þykk.

Það er engin alvöru læsing í þessu, bara lsd.

Hvað mæla menn með að við gerum nú?



User avatar

Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 884
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Chevrolet Bronco

Re: Vandamál með afturdrif.

Postfrá Polarbear » 19.feb 2010, 16:00

ég myndi athuga hlaup í krossum í drifskaftinu og skoða dragliðinn... þvínæst myndi ég herða á leguni sem er við úttakið á millikassanum....

ég veit að þetta hljómar kjánalega, en þetta er allavega auðvelt að skoða.

það getur líka komið á þetta svona högg vesen ef fóðringarnar í stýfunum (ef þetta er ekki fjaðrabíll) eru orðnar lélegar.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur