Sælir félagar er einhver sem hefur breytt lc60 úr 24v i 12v,hvað er það sem þarf að gera allar upplýsingar vel þegnar takk fyrir
kv/Óttar
LC60 24v i 12v
Re: LC60 24v i 12v
Ég þekki það ekki alveg en þegar ég átti svona jeppa þá settir ég auka altenator og þriðja geyminn. Það var ekki mikið vesen, það á að vera autt hjól á sveifarásnum fyrir auka reim. Það er fínt pláss fyrir þetta og ef þú gerir þetta þá ertu kominn með alvöru "auka" rafkerfi. 12volta sjálfstætt kerfi, getur sett allann fjandann á það og klárað af geyminum en getur alltaf startað jeppanum ;)
- Nissan Patrol 2008 L86 V8 44AT -
Re: LC60 24v i 12v
Afhverju viltu breyta úr 24v í 12v ?
Ég held að það sé mun minni vinna að setja aukarafkerfi sem væri 12v og hafa svo góðan hleðsludeili sem breitir úr 24v í 12v og jafnvel geymi fyrir það
kv.
Ásgeir
Ég held að það sé mun minni vinna að setja aukarafkerfi sem væri 12v og hafa svo góðan hleðsludeili sem breitir úr 24v í 12v og jafnvel geymi fyrir það
kv.
Ásgeir
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: LC60 24v i 12v
ég hef gert þetta og það þarf ekki mikið til. ég hugsa að startari af 2L-T passi bolt-on í staðin fyrir þann sem er í. þú þarft 12 volta vacuum rofa (í staðin fyrir 24 volta orginal) fyrir ádreparann. Hann færðu úr 70 krúser með vacuum stýrðum millikassa, notar annan af þeim rofum í staðin fyrir þennan sem er á vélinni (á þetta líklega til). Einnig skipti ég um smurþrýstipunginn og vatnshita-skynjarann og notaði þetta úr 2L-T mótor og það virkaði allt saman fínt.
þá á bara eftir að redda sér 12 volta alternator með vacuum dælu og það vill svo vel til að ég á einn ónotaðan hérna :) að vísu þarftu aðeins að smíða brakket fyrir hann en það er lítið mál.
sendu mér símann þinn í Einkaskilaboðum ef þú villt meira info.
kv. lalli
p.s. ég á svona turbomótor í varahluti fyrir líka ef þú hefur áhuga.
þá á bara eftir að redda sér 12 volta alternator með vacuum dælu og það vill svo vel til að ég á einn ónotaðan hérna :) að vísu þarftu aðeins að smíða brakket fyrir hann en það er lítið mál.
sendu mér símann þinn í Einkaskilaboðum ef þú villt meira info.
kv. lalli
p.s. ég á svona turbomótor í varahluti fyrir líka ef þú hefur áhuga.
Re: LC60 24v i 12v
Þetta er töluvert mál , Það þarf að skifta um Þurkumótor Miðstöðvarmótora allar spólur og stíringar, Rúðupissdælur allar perur og sennilega mælaborð , í stuttu máli alt sem rafmagn snír.
Betra að hugsa vel áður enn birjað er .
Kveðja Þórir.
Betra að hugsa vel áður enn birjað er .
Kveðja Þórir.
Re: LC60 24v i 12v
Nákvæmlega, það sem að Polarbear er að lýsa þarna er hvað þarf til að nota mótorinn úr 24 volta bílnum í 12 volta bíl.
Ef ég ætti að ráðleggja þér í þessu er að hætta alveg að hugsa um þetta. Bíllinn er allt of góður 24 volta til að fórna honum í svona tilraunir.
Gerðu frekar eins og talað er um hér að ofan að smíða í bílinn 12volta alternator og rafgeymi til viðbótar við þann 24volta. Hafðu svo allan aukabúnað inni á 12volta kerfinu.
Þá verðuru með bíl sem að verður seint til vandræða vegna rafmagsleysis.
Það er einnig hægt að fara þá leið að setja í bílinn 24volta hleðslutæki til að hlaða 12 volta geymi. Hafa svo það tæki tengt þannig að það fari ekki að virka fyrr en 24v alternartorinn er byrjaður að hlaða (ekki bara svisstengt).
Ókosturinn við þetta er að orginal 24volta alternatorinn er frekar lítill, leiðinlega lítill til þess að vera með mikill 24 volta aukabúnað.
Ef ég ætti að ráðleggja þér í þessu er að hætta alveg að hugsa um þetta. Bíllinn er allt of góður 24 volta til að fórna honum í svona tilraunir.
Gerðu frekar eins og talað er um hér að ofan að smíða í bílinn 12volta alternator og rafgeymi til viðbótar við þann 24volta. Hafðu svo allan aukabúnað inni á 12volta kerfinu.
Þá verðuru með bíl sem að verður seint til vandræða vegna rafmagsleysis.
Það er einnig hægt að fara þá leið að setja í bílinn 24volta hleðslutæki til að hlaða 12 volta geymi. Hafa svo það tæki tengt þannig að það fari ekki að virka fyrr en 24v alternartorinn er byrjaður að hlaða (ekki bara svisstengt).
Ókosturinn við þetta er að orginal 24volta alternatorinn er frekar lítill, leiðinlega lítill til þess að vera með mikill 24 volta aukabúnað.
-
- Póststjóri
- Innlegg: 884
- Skráður: 31.jan 2010, 23:15
- Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
- Bíltegund: Chevrolet Bronco
Re: LC60 24v i 12v
ah.. las ekki nógu vel. héllt þú værir bara að breyta mótor
ég á samt 80 ampera alternator með vacuum dælu á lausu... 12 volt :) glænýr, aldrei farið í bíl.
ég á samt 80 ampera alternator með vacuum dælu á lausu... 12 volt :) glænýr, aldrei farið í bíl.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: LC60 24v i 12v
Ég mæli með að setja í hann 12V alternatoreins og einhver sagði og geymi sem þolir margar afhleðslur, þú þarft ekki startgeymi á það kerfi.
Ég ætla þessa leið með vinnubílinn, Iveco verkstæðiskassann minn. Það er svo mikið úrval af LED inniljósum og öðrum búnaði sem er bara fyrir 12V, t.d. er 12V kerfi möst til að hafa almennilegar græjur í vinnubílnum án þess að borga einn handlegg og hálft eista fyrir búnað.
Þá er líka hægt að hafa vinnuljós, kælibox, hitablásara ofl. á þessu kerfi og þá skiptir engu þó það verði straumlaust, maður getur alltaf startað mótornum á 24V kerfinu og hlaðið draslið aftur.
Eina vitið að hafa startið einangrað frá aukabúnaðinum
Ég ætla þessa leið með vinnubílinn, Iveco verkstæðiskassann minn. Það er svo mikið úrval af LED inniljósum og öðrum búnaði sem er bara fyrir 12V, t.d. er 12V kerfi möst til að hafa almennilegar græjur í vinnubílnum án þess að borga einn handlegg og hálft eista fyrir búnað.
Þá er líka hægt að hafa vinnuljós, kælibox, hitablásara ofl. á þessu kerfi og þá skiptir engu þó það verði straumlaust, maður getur alltaf startað mótornum á 24V kerfinu og hlaðið draslið aftur.
Eina vitið að hafa startið einangrað frá aukabúnaðinum
Re: LC60 24v i 12v
Ef það vex þér í augum að koma fyrir 12 volta alternator þá geturðu farið þá leið að nota hleðslutæki á milli kerfanna.
Tæki sem er fætt með 24 voltum og hleður 12 volta geymi.
Þau fást til dæmis hérna:
http://www.gsl.com.au/battery-chargers-24v-12v.html
Eitt sem þú verður að muna í þessu dæmi er að taka alls ekki 12 volt út úr millitengingunni á milli 24 volta geymanna. Það ruglar algerlega 24v hleðsluna og þú endar með ónýta rafgeyma eftir ótrúlega fáa daga.
Tæki sem er fætt með 24 voltum og hleður 12 volta geymi.
Þau fást til dæmis hérna:
http://www.gsl.com.au/battery-chargers-24v-12v.html
Eitt sem þú verður að muna í þessu dæmi er að taka alls ekki 12 volt út úr millitengingunni á milli 24 volta geymanna. Það ruglar algerlega 24v hleðsluna og þú endar með ónýta rafgeyma eftir ótrúlega fáa daga.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur