Sælir, er í smá vandræðum...þarf að skipta um hjólalegur hjá mér bæði að framan og aftan. Bílnum var breytt fyrir margt löngu síðan og ég er alls ekki viss um hvort afturhásingin er orginal eða ekki, að framan hef ég ekki hugmynd um hvaða hásingu er verið að nota...einhver hér sem veit það svo ég geti keypt mér legur.
Ég myndi segja Toyota 8", miðað við Aisin lokurnar, miðjuna á afturöxlunum, lekandi pakkdósirnar í framhásingunni og lúkkið á hásingunum sjálfum.
Þú getur mælt breidd frá felgubotn í felgubotn og hvað miðjan á hásingunni er stór. Þá gætum við sagt þér drif stærð og hvort afturhásingin sé úr klafabíl eða bíl með framhásingu.