digital loftþrýstingsmælar?
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
digital loftþrýstingsmælar?
Ég er velta fyrir mér kaupum á stafrænum loftþrýstingsmæli en ég veit ekki hvar svona mælar fást, þ.e þeir sem sýna lágan þrýsting 0-20psi með góðri næmni. Ég er ekki með úrhleypibúnað svo þetta er bara til að taka þrýsting á einu dekki í einu.
Eru einhverjir hér sem geta miðlað af reynslu sinni, eru kannski gömlu góðu bara málið áfram?
Eru einhverjir hér sem geta miðlað af reynslu sinni, eru kannski gömlu góðu bara málið áfram?
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Ég fékk ágætis mæli í Bauhaus fyrir ári síðan á sæmilegu verði ef ég man rétt.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
-
- Innlegg: 329
- Skráður: 08.mar 2010, 12:43
- Fullt nafn: Haukur Þór Smárason
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Analog mælir verður aldrei rafmagnslaus og hefur ekki skjá sem getur skemmst í miðjustokknum eða í frosti.
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Keypti minn á ebay þessir mælar eru dýrir, um 15 þúsund
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
- Innlegg: 147
- Skráður: 02.feb 2010, 17:24
- Fullt nafn: Jakob Bergvin Bjarnason
- Bíltegund: Cherokee ZJ
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Haukur litli wrote:Analog mælir verður aldrei rafmagnslaus og hefur ekki skjá sem getur skemmst í miðjustokknum eða í frosti.
Ég verð að taka undir þetta.
Ég á svona digital mæli og þegar ég fékk hann nýjan setti ég batterí í hann og notaði hann einusinni. Næst þegar ég ætlaði að nota hann nokkrum vikum seinna, þá var hann náttúrulega steindauður....
Eftir þetta hefur sá mælir legið ofaní skúffu og ég keypti mér nýjan analog mæli(sem er reyndar ekki nógu góður, þarf að finna mér nýjan)
Suzuki Vitara '97 32"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Jeep Grand Cherokee '95 38"
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Minn var áfastur í bilnum 12v pluggaður
Land Cruiser 70 1989 í uppgerð
Hyundai Terracan 38"
Hyundai Terracan 38"
-
Höfundur þráðar - Innlegg: 98
- Skráður: 23.mar 2013, 00:26
- Fullt nafn: Ragnar F. Magnússon
- Bíltegund: Toyota LC90
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Ég leitaði hér á íslandi og fann lítið spennandi. Þessir sem voru til sölu í Bauhaus voru mjög einfaldir og ein gerð sem fékkst í Paulsen fór bara niður í 2PSI.
Ég endaði á ebay og pantaði e-a græju þar, kemur í ljós hvernig reynist...
En ég tek undir áhyggjur af áhrifum vegna frosts, hafði ekki spáð í það áður. En þá hefur maður analog mæli til hliðar.
Ég endaði á ebay og pantaði e-a græju þar, kemur í ljós hvernig reynist...
En ég tek undir áhyggjur af áhrifum vegna frosts, hafði ekki spáð í það áður. En þá hefur maður analog mæli til hliðar.
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Set líka spurningu við eitt. Hvað ertu að fá út úr digital mælinum? Jafnvel þó hann gæti sýnt með meiri nákvæmni og þá sennilega dýrari, þá er það atriði sem skiptir sennilega engu máli, eða hvað?
Sé ekki muninn á því að keyra í 2,5psi eða 2,65 psi
Sé ekki muninn á því að keyra í 2,5psi eða 2,65 psi
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Einfaldasti og þægilegasti mælir sem ég hef notað..




Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
-
- Innlegg: 1160
- Skráður: 02.feb 2010, 10:32
- Fullt nafn: Kristinn Magnússon
- Bíltegund: Wrangler 44"
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Eru til analog mælar sem ráða með góðu móti við að sýna eitthvað á milli 0 og 1 psi?
Re: digital loftþrýstingsmælar?
JeepKing wrote:Einfaldasti og þægilegasti mælir sem ég hef notað..
Þessi er sniðugur og væri enn sniðugari ef það væri t-stykki á lögninni til að hleypa úr framhjá mælinum !
Re: digital loftþrýstingsmælar?
AgnarBen wrote:JeepKing wrote:Einfaldasti og þægilegasti mælir sem ég hef notað..
Þessi er sniðugur og væri enn sniðugari ef það væri t-stykki á lögninni til að hleypa úr framhjá mælinum !
Ég er með krana innar á felgunni þannig að ég nota hann bara.. og horfi á þennan mælir síga án þess að þurfa að taka hann alltaf af eins og er gert með þessum algengast mælir sem menn nota, af og á 5-10 sinum á felgu er frekar ömulegt...
Ef það er T stikki á lögninni þá er mælinginn ekki rétt á meðan það er verið að hlepa úr þar...
Pajero 2.8 44"
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Ford Fiesta
Jónas Fr.
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Ég kann mjög vel við skífumælinn!!
Nákvæmir mælar á svona lágum þrýstingi eru dýrir, og þó svo að mælir fari niður í 1 PSI getur hann haft vikimörk +-2PSI.
Annars skiptir nákvæmnin kanski ekki svo miklu máli, aðal atriðið er að mæla jafn vitlaust í hvert skipti, þe að halda sig við sama mælinnn, og reyna að mæla í sömu stellingu (lárétt/lóðrétt) ef það er bensínstöðvamælir.
Nákvæmir mælar á svona lágum þrýstingi eru dýrir, og þó svo að mælir fari niður í 1 PSI getur hann haft vikimörk +-2PSI.
Annars skiptir nákvæmnin kanski ekki svo miklu máli, aðal atriðið er að mæla jafn vitlaust í hvert skipti, þe að halda sig við sama mælinnn, og reyna að mæla í sömu stellingu (lárétt/lóðrétt) ef það er bensínstöðvamælir.
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: digital loftþrýstingsmælar?
nobrks wrote:Ég kann mjög vel við skífumælinn!!
Nákvæmir mælar á svona lágum þrýstingi eru dýrir, og þó svo að mælir fari niður í 1 PSI getur hann haft vikimörk +-2PSI.
Annars skiptir nákvæmnin kanski ekki svo miklu máli, aðal atriðið er að mæla jafn vitlaust í hvert skipti, þe að halda sig við sama mælinnn, og reyna að mæla í sömu stellingu (lárétt/lóðrétt) ef það er bensínstöðvamælir.
er það nú ekki ansi ónákvæmur mælir með 2psi skekkjumörk sé hann á annað borð ætlaður fyrir t.d. 0-15psi ?
held "decent" vísismælar hafi svona 2-3% mæliskekkju nema standi "made in China" á þeim.
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Ef markmiðið er að drífa, þá er central úrleypibúnaður málið.
Þrýstingurinn sem er lesinn af mæli skiptir ekki máli. Það er akkúrat aðstæðurnar þegar dekkin fara að grípa sem skipta máli. Splæstu í utanáliggjandi úrhleypibúnað með ódýrustu mælunum frá Landvélum eða Barka og þú nærð því besta sem hægt er út úr bílnum.
kv
Grímur
Þrýstingurinn sem er lesinn af mæli skiptir ekki máli. Það er akkúrat aðstæðurnar þegar dekkin fara að grípa sem skipta máli. Splæstu í utanáliggjandi úrhleypibúnað með ódýrustu mælunum frá Landvélum eða Barka og þú nærð því besta sem hægt er út úr bílnum.
kv
Grímur
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Navigatoramadeus wrote:
er það nú ekki ansi ónákvæmur mælir með 2psi skekkjumörk sé hann á annað borð ætlaður fyrir t.d. 0-15psi ?
held "decent" vísismælar hafi svona 2-3% mæliskekkju nema standi "made in China" á þeim.
Jú það er full mikið ef við erum að tala um 0-15psi psi.
Uppgefin nálvæmni er oft gefin upp sem % af hæðsta þrýstingi sem mælirinn er uppgefinn fyrir. Svo því minni þrýsting sem mælirinn þolir því nákvæmari er hann við lágan þrýstin.
Þessv egna lýst mér mjög vel á skífumælinn hér að ofan :)
En 2-3% á skífumæli er nú bara eftir því hvernig maður horfir à mælinn. Er ekki oft talað um 10% nákvæmi á skífu mæli?
Ef framleiðandi gefur ekki upp nákvæmni, þá er spurning hverju maður getur gert ráð fyrir?
-
- Innlegg: 276
- Skráður: 04.nóv 2012, 19:39
- Fullt nafn: Jón Ingi Þorgrímsson
- Bíltegund: Cruiser
- Staðsetning: Álftanes
Re: digital loftþrýstingsmælar?
http://www.getagauge.com/faq.cfm
því stærri sem skífan er því nákvæmari/auðveldari aflestur.
en á móti eru digitalmælar með núll aflestrarskekkju (mv að mælir og notandi séu í lagi) :)
því stærri sem skífan er því nákvæmari/auðveldari aflestur.
en á móti eru digitalmælar með núll aflestrarskekkju (mv að mælir og notandi séu í lagi) :)
Re: digital loftþrýstingsmælar?
Best að nota bara skeiðklukku eftir 2 psi ;)
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur