Postfrá Navigatoramadeus » 28.aug 2013, 20:41
useless information með seinna kaffinu.
wattatalan er það sem peran dregur af straumnotkun en svo er lumen ljósmagnið sem frá henni streymir.
svo aftur eru lux ljósið sem fellur á flöt, munurinn á punktljósi (mikil birta á litlu flatarmáli (há lux) og dreifkastara, lítil birta á miklu flatarmáli (lág lux).
lumen talan segir því um ljósmagnið frá perunni meðan lux breytist með lögun og gerð skermsins og minnkar í öðru veldi með fjarlægð ofl.
(lux er latína og þýðir ljós og xenon er latína eða gríska og þýðir útlendingur)
okkur þykja nýtnitölur bílvéla daprar, haldiði ykkur fast; ljósnýtni er mæld í Lumen per watt, ef allt aflið nýttist í sýnilegt ljós kæmu 683 lumen úr watti en prófiði að reikna úr næstu tölum (s.s. deila lumen/watt tölunni í 683 * 100 = prósent nýtni)
svona til samanburðar þá lýsa;
glópera 10-20 Lumen/watt
díóður (LED) um 60-100 Lumen/watt,
halogen 20-30 Lumen/watt,
flúorperur 80-100 Lumen/watt
xenon gasperur um 70-120 Lumen/watt
meðal 55 watta halogen framljósapera er ca 1000-1500 Lumen
35W xenonpera ca 3000-3600 Lumen
100W LED ca 8000-12000 Lumen
venjuleg 36W flúorpera/rör (rúm 40W með ballast) um 2800-3600 Lumen en ekki notaðar í bílum því þær þola ekki titring að ráði.
sumir framleiðendur að gefa upp mjög háar nýtnitölur en oftast þá í skjannahvítum lit uppí fjólublátt (há Kelvin-tala).
auðvelt er að keyra LED perur upp, hækka spennuna inná þær og fá meira ljósmagn en á kostnað endingar.
með fyrirvara að til eru fjölmargar gerðir af perum frá fjölmörgum framleiðendum svo þessar tölur eru meðalgildi.
ég reiknaði mér til að "average jeppi" með þokkalegri straumnotkun sem skipti út halogen og glóperum (þessum venjulegu) yfir í LED perur myndi spara uþb 0,1L/klst af eldsneyti.
u r welcome.