bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá Polarbear » 16.júl 2013, 17:13

hvað er í gangi hérna? hvernig getur bensínverð sveiflast um 10 krónur á örfáum dögum og enginn segir neitt?

eru allir hættir að nenna að pæla í þessu? hver er rökstuðningur verðhækkana? hefur einhver heyrt -EINHVERJA- afsökun fyrir því að þetta er hækkað svona? varla er svona mikil gengisveifla á krónu gagnvart dollar?

ekki er heimsmarkaðsverð á olíu búið að rjúka upp? eða hvað!?!?!?!?!

FER EKKI AÐ VERÐA KOMIÐ AÐ ÞVÍ AÐ HEIMTA ÁSTÆÐUR HÆKKANA?

erum við öll orðin svona dofin að það nennir enginn að pæla í þessu lengur? uppgjöf bara?

einn hreinlega hættur að vera fúll og orðinn fox-drullu-dúndur-reiður bara á þessu helvíti.



User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá HaffiTopp » 16.júl 2013, 19:42

Mér finnst verra verðsamráðið sem er augljósara en hrísgrjón í Kína, samt komast þessi bensínfélögin upp með það. Ekki bara það heldur þurftu þau að taka við borgun frá íslenska ríkinu hérna um árið þegar ekki þótti sannað að þau hefðu stundað verðsamráð.


ivar
Innlegg: 687
Skráður: 13.aug 2010, 09:03
Fullt nafn: Ívar Örn Lárusson

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá ivar » 16.júl 2013, 19:54

Langar ekkert að vera leiðinlegur og er sjálfur stórnotandi á olíu en olíuverð er að rjúka upp :/
Farið úr $95 í $105 fatið á innan við mánuði. Það er yfir 10% hækkun á olíuverði þannig að kannski á þetta sér eh skýringar.

User avatar

Höfundur þráðar
Polarbear
Póststjóri
Innlegg: 874
Skráður: 31.jan 2010, 23:15
Fullt nafn: Lárus Rafn Halldórsson
Bíltegund: Toyota

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá Polarbear » 16.júl 2013, 22:38

séu svona skýringar finnst mér hreinlega að það eigi að fylgja með upplýsingar í svona tilkynningum. það vantar svona múrbúðar-bensínstöð. Atlantsolía er löngu hætt að vera einhver bremsa. þeir kaupa bara inn með shell og geta aldrei staðið við að vera lægstir á markaðnum.

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá jeepson » 16.júl 2013, 23:24

Þetta eru engin geymvísindi. Hættum bara að kaupa eldsneyti í einhvern tíma og þá lækkar það. En það er ekki nóg að einn eða tveir geri þetta. Það þarf að fá alla þjóðina til að standa saman. Einnig gætum við komið af stað verðstríði.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

jongud
Innlegg: 2629
Skráður: 29.mar 2012, 08:39
Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
Bíltegund: Toyota Tacoma

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá jongud » 17.júl 2013, 10:45

jeepson wrote:Þetta eru engin geymvísindi. Hættum bara að kaupa eldsneyti í einhvern tíma og þá lækkar það. En það er ekki nóg að einn eða tveir geri þetta. Það þarf að fá alla þjóðina til að standa saman. Einnig gætum við komið af stað verðstríði.


Svo lengi sem olíufélögin hafa engann áhuga á verðstríði þá verður ekkert verðstríð...

User avatar

jeepson
Innlegg: 3176
Skráður: 31.jan 2010, 16:02
Fullt nafn: Gísli J Gíslason
Bíltegund: Nissan patrol
Staðsetning: Þarna fyrir austan.

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá jeepson » 17.júl 2013, 18:28

Með því að versla t.d bara af einu olíufélagi, munu hin á endanum lækka verðið til að ná viðskipta vinum aftur til sín.
Kv. Gísli

Nissan Patrol 1992 6.5 detroit diesel 46" Trölli
Isuzu Trooper 2003 3.1 TDI[b]37"/b] vinnu og veiði bíllinn
Audi Q7 3.0 TDI frúar vagninn

User avatar

HaffiTopp
Innlegg: 929
Skráður: 02.feb 2010, 17:04
Fullt nafn: Hafþór Atli Hallmundsson

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá HaffiTopp » 17.júl 2013, 19:32

Það myndi kalla á samstöðu Gísli og það er eitthvað sem við íslingar höfum aldrei haft í nógu miklu mæli til að máli skiptir. Ekki nema þá í þorskastríðinu eða einu og einu náttúruhamfaraæðinu.

User avatar

birgirn
Innlegg: 49
Skráður: 29.maí 2011, 19:52
Fullt nafn: Birgir Nielsen

Re: bensín/dísel verðækkun uppá 10 krónur á örfáum dögum

Postfrá birgirn » 18.júl 2013, 13:20

Nei það væri gaman að heyra hvað talsmenn Atlantsolíu hafa að segja um gömul loforð.
Á sínum tíma sögðust þeir vera að koma inn á markaðinn til að veita hinum olíufélugunum samkeppni. Held að fáir ef einhver hafi séð það gerast síðan þeir opnuðu 2005. Orkan er alltaf "ódýrust"
Skv frétt inn á heimasíðu AO, http://www.atlantsolia.is/Frettir.aspx?id=108 en þar segja þeir "Hér er um mjög merk tímamót að ræða því með opnun stöðvarinnar lýkur tæplega 60 ára sögu samkeppni í Reykjavík í eldsneytissölu þar sem einungis þrjú olíufélög kepptu sín í milli." Ég skil ekki hvað þeir hafa gert til að koma með samkeppni inn á markaðinn. Þeir eru 10 aurum dýrari en Orkan og jafn dýrir og ÓB. EN þeir eru að græða fullt af pening og eru örugglega bara sáttir við lífið og sofa vært á nóttuni.
http://www.vb.is/frettir/75971/


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 31 gestur