Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !


Höfundur þráðar
budapestboy
Innlegg: 40
Skráður: 15.feb 2012, 20:40
Fullt nafn: óskar ingvason
Hafa samband:

Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá budapestboy » 01.júl 2013, 23:25

Góða kvöldið fèlagar èg hef alltaf verið hrifinn af þessum pajero með 3.2 DID virkilega fallegt boddy er búinn að eiga gamla 2.8 var nokkuð sàttur við hann fyrir utan màttleysið :) en er búinn að finna bíl sem er ekin nàlægt 300þúsund en með topp smurbók.

Mín spurning er sú hvernig hafa þessar vèlar verið að koma út og eru einhverjir gallar eða hlutir sem ber að varast eða skoða betur en annað?

Öll svör vel þegin.

Kveðja Óskar


www.oskapontun.is


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá geirsi23 » 01.júl 2013, 23:36

Skoðaðu áfyllingarrörið vel, ef það er heilt þá ætti flest annað að vera nokkuð skothelt. Áfyllingarrörið hefur verið stærsti gallinn með þessa bíla, þá kemst vatn í hráolíuna og olíuverkinu líkar það illa og yfirgefur samkvæmið fljótt og örugglega!
Mbk.


Höfundur þráðar
budapestboy
Innlegg: 40
Skráður: 15.feb 2012, 20:40
Fullt nafn: óskar ingvason
Hafa samband:

Re: Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá budapestboy » 01.júl 2013, 23:53

Takk fyrir þetta góður punktur.
www.oskapontun.is

User avatar

muggur
Innlegg: 378
Skráður: 12.okt 2011, 15:16
Fullt nafn: Guðmundur Þórðarson

Re: Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá muggur » 02.júl 2013, 11:21

Er ekki líka vandamál með fyrstu árgerðinar eftir að nýja bodyið kom (2000+) að fóðringar í afturklöfum gefa sig og hann sest á rassinn. Verður kiðfættur að aftan og slítur afturdekkjunum vitlaust.
----------------------------------------------
Guðm. Þ.
Pajero 1998 V6 3000/3500 24V


geirsi23
Innlegg: 93
Skráður: 14.júl 2010, 00:45
Fullt nafn: Geir Höskuldsson

Re: Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá geirsi23 » 02.júl 2013, 12:28

Aðalvandmálið er það að með tímanum afstillast klafarnir og gormar hafa aðeins verið að brotna en aðalvandamálið með þessar fóðringar er að skipta þeim út svo hægt sé að hjólastilla hann uppá nýtt, fóðringarnar vilja festast og þá þarf að skipta þeim út svo hægt sé að stilla þær. Fannst óþarfi að nefna þetta í upphafi þar sem ég lýt á þetta sem almennt viðhald.
Mbk.

User avatar

nobrks
Innlegg: 327
Skráður: 31.jan 2010, 21:12
Fullt nafn: Kristján Arnór Gretarsson

Re: Mmc Pajero 3.2 dísel reynslusögur !

Postfrá nobrks » 02.júl 2013, 17:41

Boltarnir í klafafóðringunum eiga það til að ryðga svo fast svo brenna þarf þá í burtu, myndi því óska eftir að fá bílinn ný hjólastilltan :)

Ég komst mjög sjaldan undir 13l / 100

Það þarf að hafa auga með hjólalegum, ef þær fara í spað að framan, þá hreynsaru abs rillurnar af öxlinum og þarft því nýjan öxul.


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur