Fer ekki í fjórhjóladrifið


Höfundur þráðar
bilmar
Innlegg: 26
Skráður: 11.apr 2010, 21:46
Fullt nafn: Ingi Jónsson

Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá bilmar » 03.nóv 2010, 22:29

Ég er með Hundai Starex sem neitar að fara í fjórhjóladrifið. Er ekki einhver mótor sem lætur fjórhjóladrifið á?
Hefur verið að virka að tæta þetta í sundur og liðka upp eða er þetta bara ónýtt.? Er einhver sem að þekkir þetta?

Takk fyrir



User avatar

smaris
Innlegg: 233
Skráður: 16.feb 2010, 23:50
Fullt nafn: Smári Sigurbjörnsson

Re: Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá smaris » 03.nóv 2010, 23:09

Sæll.

Það er ýmislegt sem getur verið að.
Ég átti svona 1998 módel sem fór hvorki í 4wd né lága. Reyndist vera tölvan undir bílstjórasætinu sem var skemmd vegna raka sem hafði komist í hana.
Fékk aðra á partasölu fyrir slikk og allt virkaði á eftir.
Þessir eldri bílar voru líka með auto lokur út í hjól sem voru að bila en minn var kominn með manual lokur.

Núna á ég 2003 módel sem er með allt annan búnað og er það vacum tenging inn við drifkúlu. Þar er öxull sem er utan á drifinu sem ýtir á gaffal held ég til að tengja drifið og er gúmmíhulsa utan um öxulinn sem getur smokrast af ef eitthvað lendir í henni og hafði það gerst hjá mér. Einnig er sér tappi á þessari tengingu fyrir olíuna sem vill gleymast að athuga þegar smurt er. Ég skipti um olíu á því og hreinsaði og smurði áðurnefndann öxul og hefur þetta verið til friðs síðan en ég treysti samt aldrei á að þetta fari á og tékka alltaf á hvort framhjólin taki í hálku þegar ég fer fyrst af stað að morgni.

Vona að þetta hjálpi eitthvað.

Kv. Smári.


juddi
Innlegg: 1247
Skráður: 08.mar 2010, 10:45
Fullt nafn: Dagbjartur L Herbertsson

Re: Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá juddi » 03.nóv 2010, 23:40

Skoðaðu vel vacumslöngurnar og styringarnar
Daggi S:6632123 snurfus@gmail.com


Höfundur þráðar
bilmar
Innlegg: 26
Skráður: 11.apr 2010, 21:46
Fullt nafn: Ingi Jónsson

Re: Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá bilmar » 03.nóv 2010, 23:52

Takk fyrir góð svör.

Þessi er 2000 árg og með manual lokum en hann fer í lága drifið.
Lýtur allt út fyrir að maður verði að leggjast undir hann á morgun svo að konan komist á rúntinn.

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá Járni » 04.nóv 2010, 00:01

Kipptu úr honum lofthreinsaraboxinu, þannig kemstu vel að vakúm lokunum sem stýra soginu niður á gaffalinn. Það eru nokkur algeng atriði sem koma til greina.
Fyrir það fyrsta ættirðu að finna hettu á einu fjöltenginu þarna niðri við lokana, hún morknar yfirleitt og vacúmleki myndast. Þú skiptir um hana með t.d. blindaðri slöngu.
Einnig kemur fyrir að tappinn á vakúmdælunni stíflist af skít, ef kefið hefur staðið lengi sogið inn utanaðkomandi loft.. Þú losar bara boltann úr og þrífur vel ef það er málið.
Lokarnir sjálfir bila líka, stundum er hægt að fá þá í lag með smá banki og hræringi en ef ekki þarf að endurnýja þá.
Membran sem togar í gaffalinn gefur sig líka stundum. Hana geturðu prufað með vakúmi eða þrýstilofti(passa að fara ekki harkalega að henni).

Eitthvað að þessu í langflestum tilvikum, tölvan gefur sig sárasjaldan. Svo á það sama við þennan bíl og alla aðra með vakúm dóti, þetta verður að virkja reglulega til að lokarnir festist ekki.

Gæti trúað að sama eigi við flesta eldri pajeróa og l200, þetta er sama dótið.
Land Rover Defender 130 38"

User avatar

Járni
Stjórnandi
Innlegg: 1397
Skráður: 30.jan 2010, 22:43
Fullt nafn: Árni Björnsson
Bíltegund: Land Rover
Staðsetning: Akureyri
Hafa samband:

Re: Fer ekki í fjórhjóladrifið

Postfrá Járni » 07.nóv 2010, 17:15

Komið í lag?
Land Rover Defender 130 38"


Til baka á “Almennt spjall”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur