hvað er hægt að gera til að ná brunalykt úr bílnum hjá mer
mbk rúnar
ná brunalykt úr bíl
Re: ná brunalykt úr bíl
Kveikti í cherokee sem ég breytti f. mörgum árum, hún fór bara án sérstakra aðgerða. Tók nokkrar vikur, ók bara með rifu á gluggum ef ekki rigndi
-
- Innlegg: 313
- Skráður: 31.jan 2010, 23:01
- Fullt nafn: Hafsteinn Ingi Gunnarsson
- Bíltegund: Toyhatsu Rocky
Re: ná brunalykt úr bíl
Djúphreinsun og svo er hægt að fá ýmis sprey og drasl til að eyða reykingarlykt.
Toyhatsu Rocky 38" - Kvekindið
Volvo 240, 740, S70 ofl
Volvo 240, 740, S70 ofl
Re: ná brunalykt úr bíl
Vantaði að ég fjarlægði allt sem hafði brunnið, miðstöðin, hluti rafkerfis, teppabútur o.fl
-
- Innlegg: 279
- Skráður: 01.júl 2011, 19:19
- Fullt nafn: Baldur Gunnarsson
- Bíltegund: Rauður Hilux
- Staðsetning: Kópavogur
Re: ná brunalykt úr bíl
það er til lyktareyðir frá wurth sem virkar amk á allskonar ólykt
1986 Lada Niva
2003 Toyota Hilux DC 38"
2003 Toyota Hilux DC 38"
-
- Innlegg: 2098
- Skráður: 31.jan 2010, 22:59
- Fullt nafn: Stefán Stefánsson
- Bíltegund: Eitthvað blátt
- Staðsetning: Hafnarfjörður
Re: ná brunalykt úr bíl
Byrjaðu bara að reykja pípu í bílnum með lokaða glugga, þá ætti brunalyktin að hverfa á nokkrum dögum.
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"
Re: ná brunalykt úr bíl
Sæll
Ég myndi hafa uppi á þeim sem eru að hreinsa húsgögn og fleira fyrir tryggingafélögin eftir bruna. ég veit að þeir luma á ýmsum ráðum. Eitt þeirra er að ausa reyk úr ensími eins og er notað til að fela illa útlítandi hljómsveitir á sviði og svo eru fleiri sambærileg efni en þessir kumpánar vita hvað á að nota hvenær.
Gamalt húsráð er að nota dollu með matarsóda minnir mig. Bara hafa dolluna opna í bílnum. Matarsódinn tekur við ólyktinni en ég hef ekki grun um af hverju.
Kv Jón Garðar
Ég myndi hafa uppi á þeim sem eru að hreinsa húsgögn og fleira fyrir tryggingafélögin eftir bruna. ég veit að þeir luma á ýmsum ráðum. Eitt þeirra er að ausa reyk úr ensími eins og er notað til að fela illa útlítandi hljómsveitir á sviði og svo eru fleiri sambærileg efni en þessir kumpánar vita hvað á að nota hvenær.
Gamalt húsráð er að nota dollu með matarsóda minnir mig. Bara hafa dolluna opna í bílnum. Matarsódinn tekur við ólyktinni en ég hef ekki grun um af hverju.
Kv Jón Garðar
-
- Innlegg: 2697
- Skráður: 29.mar 2012, 08:39
- Fullt nafn: Jón Guðmundur Guðmundsson
- Bíltegund: Toyota Tacoma
Re: ná brunalykt úr bíl
Það er hægt að nota matarsóda, sem er basískur, og svo er líka hægt að fara í hina áttina og nota edik sem er sýra.
Hún á allavega að virka vel til að ná fúkkalykt úr bílainnréttingum.
Í báðum tilfellum er um að gera að reyna að hafa yfirborð hreinsiefnisins sem mest, kannski finna gamla ofnskúffu og koma henni fyrir á stað í bílnum þar sem ekki sullast uppúr henni og dreifa matarsóda í botninn (eða setja botnfylli af ediki).
Hún á allavega að virka vel til að ná fúkkalykt úr bílainnréttingum.
Í báðum tilfellum er um að gera að reyna að hafa yfirborð hreinsiefnisins sem mest, kannski finna gamla ofnskúffu og koma henni fyrir á stað í bílnum þar sem ekki sullast uppúr henni og dreifa matarsóda í botninn (eða setja botnfylli af ediki).
-
- Innlegg: 306
- Skráður: 09.mar 2012, 22:56
- Fullt nafn: Erling Valur Friðriksson
- Bíltegund: D-MAX
Re: ná brunalykt úr bíl
Kemí var einhvertíman með græju sem hreinsaði brunalykt tryggingafélöginn borguðu það á sínum tíma þegar kveiknaði í sumarbústað og hvarf lyktin
Re: ná brunalykt úr bíl
Það kviknaði í vörubíl í vinnunni hjá okkur og við tókum sæti og annað og skrúbbuðum þau með Færeying (S1-extra). Fann svona sambland af mildri sápu og sótlykt í nokkra daga en svo hvarf það.
"98 patrol á 38" með 4,2 diesel
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: ná brunalykt úr bíl
Ég var að gera tilraun með bíl sem ég á. Fyrri eigandi átti Husky hund sem fékk að dúsa aftan í bílnum.
Eftir að hafa keyrt bílinn með æluna í hálsinum í tvær vikur komst ég loksins í það í dag að þrífa hann að innan. Þegar ég var búinn að ná hárunum og þrífa hann á hefðbundinn hátt að innan, prufaði ég að úða Cilit Bang með klór (hvítur miði og haus á brúsanum) yfir teppin og sætin. Var ekkert að spara það. Mín kenning er sú að klórinn drepi bakteríuna. Hundalykt í bíl stafar jú af bakteríu.
Þessi aðferð virkar kannski ekki á brunalykt. Þú þarft sennilega einhver efni sem draga í sig óþefinn í stað þess að fela hann eða breyta honum.
Eftir að hafa keyrt bílinn með æluna í hálsinum í tvær vikur komst ég loksins í það í dag að þrífa hann að innan. Þegar ég var búinn að ná hárunum og þrífa hann á hefðbundinn hátt að innan, prufaði ég að úða Cilit Bang með klór (hvítur miði og haus á brúsanum) yfir teppin og sætin. Var ekkert að spara það. Mín kenning er sú að klórinn drepi bakteríuna. Hundalykt í bíl stafar jú af bakteríu.
Þessi aðferð virkar kannski ekki á brunalykt. Þú þarft sennilega einhver efni sem draga í sig óþefinn í stað þess að fela hann eða breyta honum.
-
- Innlegg: 30
- Skráður: 22.mar 2013, 09:29
- Fullt nafn: Þorsteinn Þorsteinsson
- Bíltegund: Range Rover
Re: ná brunalykt úr bíl
Það er til efni sem heitir Ensím (fæst m.a. í Byko) og þetta er magnað dót, fjarlægir m.a. dýralykt (þ.m.t. merkingarlykt) fljótt og vel. Nota fyrst sem sápu til að þrífa, blanda svo þunnt í úðabrúsa og spreia þar sem er lykt.
kv.
ÞÞ
kv.
ÞÞ
-
- Innlegg: 1238
- Skráður: 23.mar 2010, 21:21
- Fullt nafn: Stefán Hrannar Dal Björnsson
- Bíltegund: Isuzu Trooper
Re: ná brunalykt úr bíl
Klór tilraunin mín svínvirkaði á hundalyktina í mínum bíl. Nú angar hann að vísu eins og sundlaug en það er betra en súr hundur :)
-
- Innlegg: 2137
- Skráður: 10.maí 2011, 10:51
- Fullt nafn: Vilhjálmur Reynisson
- Bíltegund: Toyota Hilux
- Staðsetning: Ittoqqortoormiit
Re: ná brunalykt úr bíl
Settu kött í bílinn og þá hverfur brunalyktin.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur