Ég skal segja ykkur það...
Ég hef fengið töluvert af skilaboðum hér og á facebook varðandi gamla torfæru spjallið.
Ég eignaðist það semsagt í fyrra haust og eftir að hafa hugsað málið fram og aftur í nokkurn tíma, þá ákvað ég að drepa það.
Málið er það að jeppaheimurinn á Íslandi er ekki stór og jeppaspjall.is er frábær síða.
Jeep klúbburinn opnaði á sínum tíma sína eigin spjallsíðu, jeepclub.is/spjall. Ég þóttist vita hvað myndi gerast og bauð þeim sem stofnuðu klúbbinn að nota frekar torfæruspjallið og hafa undirflokk þar en það vildu menn alls ekki.
Umferðin um torfæruspjallið minnkaði og jeepklúbbsspjallið náði sér aldrei á strik.
Með þetta í huga þá ákvað ég að leyfa torfæruspjallinu að deyja og vona að þær umræður sem voru þar inni myndu færast hingað á jeppaspjallið. Það hefur að mínu mati tekist.
Það er enn hægt að skoða greinar og slatta af myndum sem voru á torfæruspjallinu með því að nota svokallaða internet tímavél eins og þessa: http://archive.org/index.php
Kveðja, Stefán Dal.
torfaera.is/spjall, hvað varð um það?
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur