Nú er komið að því að maður þarf að vetrardekkja jeppa á litlum dekkjum (265/70r17) og ég er að skoða nokkra möguleika:
* Mastercraft Courser MSR (http://www.mastercrafttires.com/FI_Uploads/mastercraft/products/tires/enlarge/courser_MSR.png)
* Tempra Winterquest (http://www.dekkjahollin.is/static/mos/Tempra-Winter-Quest-SUV_vef.jpg)
* Toyo Open Country A/T (http://www.tyresdirectuk.co.uk/xcart/images/T/toyo_tires_open_country_at.jpg)
MSR og Tempra virðast vera með mjög svipað mynstur og bæði framleidd af Cooper (munar líka sáralitlu á verði), mynstrið hjá MSR virðist samt örlítið "betra". Ég hef sjálfur mikla trú á Toyo en ekki prófað sjálfur. Ég myndi taka með nöglum (a.m.k. MSR er til með millistórum nöglum frá framleiðanda), held að A/T og Winterquest séu nelgd á staðnum. Ég fékk fólksbíl í hendurnar einu sinni á Mastercraft Glaciergrip og það voru skelfileg dekk á alla kanta en þeir hjá Höldur viðurkenndu það s.s. og voru á því að MSR væri allt annað og betra, notað undir allan bílaleigubílaflota Bílaleigu Akureyrar o.fl.
Einhver möguleiki sem ég er að gleyma eða einhver sem hefur prófað eitthvað af þessu?
Litlu jeppadekkin
Re: Litlu jeppadekkin
Er með Toyo 33" 17" minn annan gang, ók þann fyrri 60Þ km með þau míkróskorinn, mjög ánægður með þau.
Svo er BF Goodrich, (man ekki hvernig það er skrifað) mjög góð dekk.
Svo er BF Goodrich, (man ekki hvernig það er skrifað) mjög góð dekk.
Guðlaugur Jónasson
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Jeep Grand Cherokee 2005 5,7L Hemi 33" Jeep 1
Jeep Grand Cherokee 1998 5,7L Hemi 46" Jeep 2
Enda sagði presturinn, ef það eru bílar í Himnaríki þá eru það Jeep Grand Cherokee.
Re: Litlu jeppadekkin
er það ekki bara BFGoodrich All-Terrain, auðvitað klassískt :)
-
- Stjórnandi
- Innlegg: 1069
- Skráður: 30.jan 2010, 23:08
- Fullt nafn: Gísli Sverrisson
- Bíltegund: Ford Transit
- Staðsetning: Mosó
- Hafa samband:
Re: Litlu jeppadekkin
Ég var með microskorin BFG All-Terrain og ég er ekki viss um að þau hefðu gripið mikið betur með nöglum, var mjög sáttur. Veit annars ekkert um hin dekkin, en það er góð hugmynd að spyrja bílaleigumenn, vita yfirleitt fyrstir af því ef eitthvað er að klikka.
Tengdir notendur
Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 1 gestur