fyrir tæpum mánuði lenti konan í smá óhappi og nuddaði afturendan á öðrum bíl í órétti, og eyðilagði húddið og framstuðarann, ásamt grillinu.
verandi í órétti þurfti maður að blæða á gamla mátan og laga bílinn úr eigin vasa,
ég keypti nýtt húdd og uppfærði í M stuðara í leiðini, lét mála þetta og í GÆRKVÖLDI var ég að hengja síðustu hlutina utan á hann,
í morgun þegar ég kom út var búið að keyra framan á bílinn og stinga af. og eyðileggja dótið sem ég var að setja á bílinn, nýja húddið og nýmálaður framendi. auk þess braut hann framljósið og skemmdi frambrettið.
djöfull er ég svekktur. 250þús kall útum gluggan,
