Að breyta Jeep Grand Cherokee WJ


Höfundur þráðar
Premium
Innlegg: 9
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

Að breyta Jeep Grand Cherokee WJ

Postfrá Premium » 02.maí 2010, 11:55

Ég hef mikið spáð og spekúlerað í minn fyrsta jeppa undanfarið og er kominn á þá skoðun að Grand Cherokee sé málið fyrir mig og þá WJ týpan (1999-2004). Það virðist ekki vera mikið til af þeim breyttum en þeir sem eru til eru virkilega verklegir bílar. Þekkir einhver hve mikið mál er að breyta þessum bílum á 33", 35"/36" eða 38" svo að vel sé? Hvernig er best að lyfta, þarf að skera mikið, hvar fást brettakantar og svo framvegis. Ef einhver hefur verðhugmynd fyrir þessar breytingar væri líka gaman að heyra af þeim.




Óskar Dan
Innlegg: 65
Skráður: 20.feb 2010, 15:21
Fullt nafn: Óskar Dan Skúlason

Re: Að breyta Jeep Grand Cherokee WJ

Postfrá Óskar Dan » 02.maí 2010, 12:01

viewtopic.php?f=29&t=950
Talaðu við Jóa hann breyti sínum á 44". Eða kaupa hans :)

User avatar

Stebbi
Innlegg: 2098
Skráður: 31.jan 2010, 22:59
Fullt nafn: Stefán Stefánsson
Bíltegund: Eitthvað blátt
Staðsetning: Hafnarfjörður

Re: Að breyta Jeep Grand Cherokee WJ

Postfrá Stebbi » 02.maí 2010, 15:45

Það þarf að skoða margt og það eru fullt af smáatriðum sem þarf að huga að í breytingum á svona bíl. Í fyrsta lagi eru hásingarnar vonlausar, helst þarf að skera vardekkshólfið úr og hækka bensíntankinn eða smíða nýjan, brettakanntar kosta yfir 200 þúsund og þá á eftir að koma þeim á og mála þá, þú þarft frekar breiðar hásingar eins og undan 80 krúser eða nýja patrol, og svo er spurning hvaða millikassi er i bílnum hvort það þurfi að skipta honum út fyrir NP231 eða NP242.
Þetta er meira vesen en að breyta grindarbíl en þú færð alveg vel fyrir vinnuna og vesenið því þetta eru æðislegir bílar.

Ertu búin að kaupa þér bíl?
Hilux DC 2.4 dísel úrbræddur
Jeep Grand Cherokee 4.7 Seldur
MMC Pajero 2.5TDI 38" Seldur
Ford Econoline 44"


Höfundur þráðar
Premium
Innlegg: 9
Skráður: 08.apr 2010, 10:13
Fullt nafn: Sighvatur Fannar Nathanaelsson

Re: Að breyta Jeep Grand Cherokee WJ

Postfrá Premium » 02.maí 2010, 20:55

Ég hélt einmitt að hásingarnar væru alla vega ekki vonlausar en ég vissi svo sem að það þyrfti að skipta þeim út ætli maður í 38" eða stærra.

Ég er að ímynda mér að fara í 35"/36" tommur. Vitiði hvað svoleiðis framkvæmd felur í sér? Myndi það þýða að varadekkshólfið þyrfti að víkja sem og að eiga við bensíntankinn? Þyrfti að skipta út hásingum og setja ný hlutföll? Ég var búinn að lesa mig til um að besti millikassinn til að setja í þessa bíla breytta væri NV242 Selec-Trac, það hlýtur að vera hægt að fá þá á partasölum eða eftir slíkum leiðum. Hvernig er best að skapa pláss fyrir 36" dekk?

Ég er alveg grænn í þessu, endilega fræðið mig sem mest þið getið. Þar að auki vantar upplýsingar um íslenskar breytingar á þessum bílum á vefinn, þið væruð vafalítið að gera mörgum greiða með því að skrifa sem mest og jafnvel auka áhuga nýliða á þessum bílum, því fleiri því betra hlýtur að vera.
Ég er enn ekki búinn að kaupa mér bíl.


Til baka á “Jeep”

Tengdir notendur

Notendur á þessu spjallborði: Engir skráðir notendur og 4 gestir